Frestur til að leggja fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Hveragerði 14. maí 2022.
			
					31.03			
			
					
							
					Tilkynning				
					
		Frestur til að leggja fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Hveragerði rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022.
Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag milli kl. 11:00-12:00 á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20.
Hverjum framboðslista ber að fylgja listi yfir meðmælendur að lágmarki 40 og hámarki 80.
Kjörstjórn Hveragerðisbæjar
Síðast breytt:  1. apríl 2022
Getum við bætt efni síðunnar?