Fjúkandi rusl og sorptunnur – salt og sandur á gámasvæði
10.12
Frétt
Nokkuð hefur borið á því í vindinum að rusl er að fjúka frá heimilum, fyrirtækjum og úr sorpílátum. Nokkur sorpílát hafa líka fokið til og skemmst. Vert er að minna á að húseigendur bera ábyrgð á því samkvæmt samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hveragerðisbæ að ganga þannig frá sorpílátum að þau verði ekki fyrir skemmdum af völdum veðurs. Mikið hefur einnig fokið frá byggingarsvæðum því er rétt að brýna fyrir framkvæmdaraðillum að huga að þeim svæðum sem þeir starfa á.
Þó að við höfum verið heppin með veður undanfarið að flestu leiti þá getur hálkan komið hvenær sem er. Það er því gott að minna á að sandur og salt fæst frítt á gámasvæði bæjarins í Bláskógum en það verður að koma með eigið ílát með sér.
Umhverfisfulltrúi.
Síðast breytt: 10. desember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?