Fara í efni

Fimmtán listamenn dvelja í Varmahlíð árið 2024

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar hefur lokið við úthlutun á dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð fyrir árið 2024. Alls bárust 36 umsóknir og var ákveðið að 15 fengju úthlutun.

Afnot af húsinu eru endurgjaldslaus fyrir listamenn en óskað er eftir að þeir kynni listsköpun sína í Hveragerði og efli þannig áhuga á menningu og listum í bænum. Samkvæmt úthlutunarreglum munu þeir listamenn sem fá dvöl ekki vera í forgangi næstu tvö ár eftir dvölina.

Við úthlutun var meðal annars tekið tillit til tegundar listgreina umsækjenda, óska um dvalartíma sem og fyrirhugaðra verkefna á dvalartíma.

Eftirfarandi listamenn hafa fengið úthlutun í Varmahlíð á árinu 2024:

Anna María Bogadóttir - arkitekt, önnur list
Erla Haraldsdóttir - myndlist
Björn Ingi Hrafnsson - rithöfundur
Magnea Björk Valdimarsdóttir - kvikmyndagerð
Brynja Hjálmsdóttir - rithöfundur
Lilja Björk Haralsdóttir - dans
Matthías Tryggvi Haraldsson - rithöfundur
Fríða Ísberg - rithöfundur, ljóðskáld
Clementine Nuttall - keramik, önnur list
Einar Valur Scheving - tónlist
Jennifer Helia DeFelice - ýmis listsköpun
Ronald Hue - önnur list
Valdimar Jóhannesson - kvikmyndagerð
Eva Schram - myndlist, ljósmyndun
Egill Logi Jónasson - tónlist

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar þakkar þeim sem sóttu um fyrir áhugann á að dveljast í Hveragerði við listsköpun. 


Síðast breytt: 5. febrúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?