Fara í efni

Yfirlit yfir jóladagskrá Hveragerðisbæjar

Það er margt í boði í bænum okkar þó að dagskráin sé með breyttu sniði í ár. Það er tilvalið að skoða jólaljósin og skreytingarnar í bænum, taka þátt í leikjum og hafa gaman saman.

  • Snjall jólaratleikur fyrir alla fjölskylduna í Lystigarðinum. Opinn allan desember.
  • Jólagluggar – jóldagatal Hveragerðisbæjar og jólaleikur fjölskyldunnar í desember.
  • Jólaljósa og –skreytingakeppni á meðal bæjarbúa. Takið þátt og kjósið á hveragerdi.is.
  • Viðtöl við jólasveinanna birtast á síðu hvergerðinga, daginn áður en þeir koma til byggða.
  • Jólapeysudagur í Hveragerði 15. desember.
  • Jólahúfan 2020 – hönnunarsamkeppni. Skil á jólahúfu er fyrir 21. des. á bókasafnið.
  • Jólatónleikarnir; Hvergerðingar syngja inn jólin á Skyrgerðinni – í beinu streymi heima í stofu des. kl. 20:30. Hljómsveitina skipa Halldór Smárason, Heimir Eyvindarson, Sigurgeir Skafti Flosason, Stefán Ingimar Þórhallsson og Magni Ásgeirsson. Á meðal söngvara verða Magni Ásgeirsson, Lay Low, Unnur Birna Björnsdóttir, Rakel Magnúsdóttir og fleiri.
  • Jólasveinar úr Reykjafjalli keyra um bæinn og gleðja bæjarbúa 20. des. kl. 17-18.
  • Flugeldasýning HSSH frá Hamrinum á gamlárskvöld kl. 21:30.

Sjá nánari upplýsingar um alla viðburðina á heimasíðu bæjarins, hveragerdi.is en vegleg verðlaun frá þjónustufyrirtækjum í bænum eru fyrir alla keppni og leiki.

Þjónustuaðilar í bænum taka vel á móti gestum og bæjarbúum á aðventunni. Einnig eru vinnustofur, gallerí og markaðir opnir sem tilvalið er að heimsækja.

Fylgist vel með tilkynningum á facebook og á heimasíðu bæjarins, hveragerdi.is

 

Njótið aðventunnar og hafið það gott saman.

Gleðileg jól !

Jóhanna M. Hjartardóttir
menningar og frístundafulltrúi


Síðast breytt: 14. desember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?