Fara í efni

Upplýsingamiðstöð Suðurlands flytur og verður Upplýsingamiðstöð Hveragerðis

Upplýsingamiðstöðinni verður lokað á þeim stað sem hún hefur verið síðustu 20 árin og færast tímabun…
Upplýsingamiðstöðinni verður lokað á þeim stað sem hún hefur verið síðustu 20 árin og færast tímabundið í Bókasafn Hveragerðis.
Nú um áramótin mun Upplýsingamiðstöð Suðurlands loka í þeirri mynd sem hún hefur verið síðustu 20 ár í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk og er síðasti opnunardagur föstudagurinn 29. desember 2023.
 
Upplýsingamiðstöð Hveragerðis mun opna á nýjum stað í byrjun ársins 2024 og verður tímabundið á Bókasafni bæjarins sem einnig er staðsett í Sunnumörk.
 
Upplýsingmiðstöðin hefur frá upphafi verið rekin af Hveragerðisbæ sem hefur notið styrkja frá Ferðamálastofu og SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga) en þeir styrkir hafa verið lagðir af. Þar af leiðandi verður Upplýsingamiðstöðin í Hveragerði ekki lengur landshlutamiðstöð.
 
Stefnt er að því að Upplýsingamiðstöðin færist yfir í Hveragarðinn og verði þar til frambúðar en þar mun uppbygging hefjast fljótlega.
 
Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands þakkar fyrir góð og ánægjuleg viðskipti og samskipti við ferðafólk og heimafólk á liðnum árum og býður ykkur velkomin í Bókasafn Hveragerðis næstu mánuðina.

Síðast breytt: 22. desember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?