Fara í efni

Ljóðapóstkassi tekinn í notkun við Breiðumörk

Föstudaginn 24. nóvember verður formlega tekinn í notkun nýr ljóðapóstkassi, sem staðsettur verður á vesturvegg Blómaborgar við Breiðumörk í Hveragerði. Nokkur Hveragerðisskáld munu lesa upp úr verkum sínum í tilefni dagsins, auk þess sem flutt verður tónlist. Boðið verður upp á kaffi í Blómaborg. Ljóðapóstkassinn, sem kallast „Ljóðapóstur blámans“ er ætlaður skáldum og öðrum, til að setja í ljóð og ljóðabækur, sem þeir sem leið eiga um, geta tekið með sér.

Allir eru hjartanlega velkomnir.


Síðast breytt: 22. nóvember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?