Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting hesthúsahverfis á Vorsabæjarvöllum vegna stækkunar hesthúsahverfis og golfvallar

Mynd tekin úr greinargerð deiliskipulags
Mynd tekin úr greinargerð deiliskipulags

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum þann 11. desember 2025 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hesthúsahverfi og golfvöll sem er breyting á deiliskipulagi Hesthúsahverfis á Vorsabæjarvöllum.

Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að stækka bæði hesthúsasvæði innan landnotkunarreitar ÍÞ1 í núgildandi aðalskipulagi og golfvöll innan landnotkunarreitar ÍÞ2, sem er stækkaður í tillögu að aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037 og auglýst er samhliða. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu stækkar mörk deiliskipulags, fjölgar lóðum fyrir hesthús og skilgreinir byggingareit fyrir reiðhöll og reiti fyrir ýmis gerði, fjölgar golfbrautum innan bæjarmarka Hveragerðis og aðlagar reið- og gönguleiðir á svæðinu. Nær deiliskipulagsbreytingin einnig yfir aðstöðuhús Veitna vegna borholu sem samþykkt var á fundi 8. maí 2025 án auglýsingar og birt í B-deild þann 22. maí.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflega athugasemd á Skipulagsgátt, skipulagsgatt.is, málsnúmer 31/2026, í síðasta lagi þann 22. febrúar 2026. Þar er einnig hægt að nálgast skipulagsgögn.

Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið hildur@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 14. janúar 2026
Getum við bætt efni síðunnar?