Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi fyrir Grænumörk 10 í Hveragerði.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 9. september 2021 var samþykkt breyting á deiliskipulagi fyrir Grænumörk 10 í Hveragerði. Deiliskipulagssvæðið er um 11,7ha. og nær til lóða sem Náttúrulækningafélag Íslands hefur til umráða og íbúðarbyggðar við Lækjarbrún. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Þelamörk, Grænumörk, Fagrahvammstúni, Varmá og fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Hólmabrún. Breytingin sem nær einungis til 2,8ha. lands innan deiliskipulagssvæðisins, er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, sem bæjarstjórn samþykkti þann 12. maí 2021 og staðfest var af Skipulagsstofnun 10. júní 2021.

Meginmarkmið breytingarinnar er að þétta byggð með heildstæðu yfirbragði, í góðri sátt við umhverfi og samfélag og skapa betri grundvöll til frekari uppbyggingar á starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ og þjónustu tengdri henni.

Ofangreind deiliskipulagsbreyting hlaut meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skiplagsfulltrúi

 


Síðast breytt: 15. september 2021
Getum við bætt efni síðunnar?