Fara í efni

Borgarafundur um íþróttaaðstöðu í Hveragerði á Hótel Örk, mánudaginn 11. desember kl. 20:00.

Mynd:// Hveragerðisbær - Grýluvöllur
Mynd:// Hveragerðisbær - Grýluvöllur

Borgarafundur um íþróttaaðstöðu í Hveragerði sem óskað var eftir með undirskriftasöfnun verður haldinn á Hótel Örk, mánudaginn 11. desember kl. 20:00. Gengið er inn austan megin hússins (Breiðumarkarmegin).

Frummælendur verða ábyrgðarmaður undirskriftarsöfnunarinnar, fulltrúar þeirra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn auk fulltrúa frá Hamri.

Þátttakendum mun gefast tækifæri til að taka þátt í umræðum og leggja fram fyrirspurnir.

Fundinum verður streymt á Youtuberás Hveragerðisbæjar. Hér er hlekkur á beint streymi.


Síðast breytt: 14. desember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?