Fara í efni

Basar Rauða krossinn haldinn föstudag, laugardag og sunnudag.

Margt fallegra muna má finna á basar RKÍ.
Margt fallegra muna má finna á basar RKÍ.

Næstu þrjá daga, föstudag, laugardag og sunnudag heldur Rauða kross deildin hér í Hveragerði basar til styrktar Sjóðnum góða. 

Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg og unnið fallega muni sem verða til sölu á basarnum en hópur kvenna hittist vikulega í RKÍ húsinu og vinnur að verkefnum sem síðan eru seld á basarnum.  Auk þess hefur deildinni borist heilmikið af fötum og öðrum munum sem til sölu verða. 

Basarinn er á föstudag, laugardag og sunnudag milli kl 14 og 17 í húsi félagsins við Mánamörk.  (Gráa húsið við hliðina á Hofland).

Allur ágóði rennur til Sjóðsins góða.  Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.  

Nú skulum við endilega fjölmenna á basarinn.  Kaupa fallega hluti og styrkja um leið afar gott málefni. 

 

 

 


Síðast breytt: 21. október 2021
Getum við bætt efni síðunnar?