Fara í efni

Bæjarstjórn samþykkir fyrsta áfanga gervigrasvallar

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 8. maí sl. að hefja uppbyggingu á fyrsta áfanga gervigrasvallar við Hamarshöll á grundvelli tillögu Alark arkitekta. Bæjarstjóra var falið að setja af stað útboð eða verðkönnun og sjá um samningagerð.

Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að afstöðumyndum er varðar nýja gervigrasvöllinn og rætt um næstu skref í framkvæmdinni.

Útboð vegna jarðvegsskipta verður gert síðar í þessum mánuði. Annað útboð verður um miðjan júní. Það felur í sér lagnir og annað undirlag fyrir lokaáfangann sem er sjálft gervigrasið. Síðasta útboðið í þessum fyrsta áfanga gervigrasvallarins verður í haust og er vonast til að unnt verði að hefja notkun á grasinu snemmvetrar 2024.


Síðast breytt: 15. maí 2024
Getum við bætt efni síðunnar?