Fara í efni

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kambaland í Hveragerði.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 11. nóvember 2021 var samþykkt breyting á deiliskipulagi fyrir Kambaland í Hveragerði. Deiliskipulagssvæðið, sem nær til um 30ha. lands, afmarkast til suðurs og vesturs af Hringvegi (Suðurlandsvegi), til norðurs af Hamrinum og til austurs af núverandi byggð við Smyrlaheiði, Valsheiði, Kjarrheiði, Borgarhraun og Kambahraun. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða á norður hluta svæðisins og við Kaplahraun og breytingu á leikskólalóð og verslunar- og þjónustulóð. Deiliskipulag þetta hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

 

 


Síðast breytt: 16. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?