Fara í efni

Áríðandi tilkynning til bæjarbúa

Leikskólar Hveragerðisbæjar og grunnskólinn verða lokaðir allan daginn á morgun vegna afar slæmrar veðurspár. 

Allar stofnanir bæjarins verða lokaðar til kl. 12:00 og eru íbúar beðnir um að fylgjast með tilkynningum um opnun þeirra á heimasíðu bæjarins og á facebook.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á öllum vegum í kringum Hveragerði snemma nætur og ljóst að miklar raskanir munu verða vegna veðursins sem samkvæmt spám mun verða langverst síðla nætur og fram á morguninn. 

Íbúar eru beðnir um að huga vel að lausamunum og að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu. Gert er ráð fyrir að hjálparsveitir muni hafi í nógu að snúast og því er mikilvægt að við reynum eins og nokkur er kostur að lágmarka þörf okkar fyrir aðstoð. Mikilvægt er að fylgjast með tilkynningum í útvarpi en möguleiki er á rafmagnsleysi og því rétt að undirbúa viðbrögð við slíku.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri


Síðast breytt: 6. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?