Fara í efni

Áramótabrennunni er aflýst - flugeldasýning með hefðbundnum hætti

Vegna aðstæðna í samfélaginu verður því miður að aflýsa ármótabrennu Hveragerðisbæjar þetta árið.
Flugeldasýning á vegum Hjálparsveitar Skáta verður hins vegar haldin venju samkvæmt og hefst hún kl. 21:00.
Sýningin verður haldin undir hlíðum Reykjafjalls gengt Friðarstöðum.  Tilvalið  að nýta bílastæðið við Hamarshöll en þar má auðveldlega safnast saman í bílum og virða jafnframt allar sóttvarnarreglur.

Um leið og þakkað er fyrir skemmtilegar samverustundir á árinu sem er að líða er ykkur öllum sendar óskir um að nýtt ár megi verða bæði farsælt og gleðiríkt. 

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri. 


Síðast breytt: 28. desember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?