Fara í efni

Áhrif kvennaverkfalls á stofnanir Hveragerðisbæjar

Kvennaverkfall 2023
Kvennaverkfall 2023

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls þann 24. október 2023. Að Kvennaverkfallinu standa fjölmörg félög kvenna, hinsegin fólks og launafólks. Verkfallið hefur áhrif á þjónustustig stofnana hjá Hveragerðisbæ, m.a. opnunartíma og þjónustu og má finna upplýsingar hér að neðan.

Bæjarskrifstofa:
Bæjarskrifstofan verður opin á milli 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 en síminn verður opinn á milli 09:00 – 16:00. Starfsemin verður þó takmörkuð t.d. i bókhalds- og reikningshaldi sem og í launadeild.

Fræðslu- og velferðarsvið verður lokað á morgun en við minnum á að hægt er að tilkynna til barnaverndar með tölvupósti á barnavernd@hveragerdi.is en ef barn er í neyð bendum við á 1-1-2

Starfsfólk akstursþjónustu og heimaþjónustu eru í samskiptum við sína skjólstæðinga um tilhögun morgundagsins.

Grunnskólinn í Hveragerði:
Ekki verður hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi þennan dag. Mötuneyti verður ekki starfrækt. Móttaka nemenda verður samkvæmt áætlunum skólans þegar út hafa verið gefnar veðurviðvaranir; tekið er á móti þeim nemendum sem mæta.

Frístundamiðstöðin Bungubrekka:
ATHUGIÐ: Veikindi og forföll starfsfólks geta haft áhrif og þá getur komið upp sú staða að allt starf í Bungubrekku falli niður.

Frístundaheimilið Brekkubær: Starfið í frístundaheimilinu verður skert að miklu leyti og ekki verður hægt að tryggja fagstarf. Dagskrá verður einfölduð. Að öllum líkindum verður aðeins einföld listasmiðja í boði og bíómynda áhorf. Síðdegishressing verður í boði en með einföldu sniði.

Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R:
Æfingar dagsins verða ekki fyrir áhrifum og verða á sínum stað.

Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól:
Opið verður í félagsmiðstöðinni eins og vanalega. 16:30-18:00 fyrir 5.-7. bekk og 19:30-21:45 fyrir 8.-10. bekk.

Leikskólinn Óskaland:
Foreldrar hafa fengið tilkynningar um að leikskólinn verði lokaður þennan dag.

Leikskólinn Undraland:
Foreldrar hafa fengið tilkynningar um að leikskólinn verði lokaður þennan dag.

Sundlaugin í Laugaskarði:
Opið frá 06:45 til 16:00.
ATH! engir kvennmennnn á vakt.

Íþróttahúsið við Skólamörk:
Venjuleg opnun og samkvæmt æfingatöflu.
ATH! að engir kvenmenn eru á vakt og því ekki gæsla í kvennaklefa

Bókasafnið Í Hvergerði:
Gera má ráð fyrir að bókasafnið verði lokað.

Upplýsingamiðstöð Suðurlands/Hveragarður:
Upplýsingamiðstöðin verður lokuð. Hveragarðurinn verður opinn frá kl 8:30 -17:00,


Síðast breytt: 23. október 2023
Getum við bætt efni síðunnar?