Fara í efni

Ævintýri í Ljóðalaut

Í leikskólanum Óskalandi er lögð rík áhersla á að börnin fái að kynnast umhverfi sínu og náttúru. Nærumhverfi leikskólans er sannarlega margbreytilegt og býður upp á fjölmörg tækifæri, hvort sem er til rannsókna og uppgötvana, eða bara til að njóta.

Á dögunum fóru elstu börnin í leikskólanum Óskalandi í gönguferð upp í Ljóðalaut. Þar nutu þau náttúrunnar og léku sér í sjálfsprottnum leik innan um stokka og steina. Þegar þau komu í leikskólann aftur sömdu þau eftirfarandi sögu um ævintýri morgunsins.

Ævintýri í Ljóðalaut – mars 2023

Einu sinni bjó fjall í Ljóðalaut, það var skemmtilegt og gaman. Þá labbaði einn karl niður úr fjallinu og datt niður á leiðinni og karlinn fór að gráta. Svo kom jarðskjálfti og fjallið datt út af jarðskjálftanum. Ég var að leita að svartálfum til að finna Benedikt búálf, af því að hann var hjá svartálfum. Ég sá sortuhelli og ég fann rottu. Svo kom aftur jarðskjálfti.

Ég klifraði upp á stein og sá rauð augu...svona stór!! Svo kom api. Ég var í dýragarðinum, þar var fugl og hann hét Lóa. Við sáum fugl sem lítur út eins og lóa. Ég sá hrafn, hann var með eitthvað glitrandi í munninum, það var armband.

Svo kom dreki og tröll og „éttu“ strákinn, þá hlupum við í burtu. Tröllið náði einhverjum, hann náði mér! Og mér! Og mér! Það setti okkur í poka, við klipptum gat og sluppum úr pokanum. Hann átti bara einn poka. Drekinn spúði líka eldi á okkur, hann var með kerti.

Köttur úti í mýri, setti á sig stýri – úti er ævintýri.


Síðast breytt: 21. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?