Fara í efni

Aðstoðarleikskólastjóri - umsóknarfrestur framlengdur til 8. mars 2024

Leitað er að öflugum aðstoðarleikskólastjóra í stækkandi leikskóla í Hveragerði.

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða hæfni í samskiptum og samstarfi, vilja til að þróa leikskólastarf, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi sé faglegur leiðtogi, lausnamiðaður og jákvæður. Hafi metnað til að byggja upp góðan skólabrag og skapandi leikskólaskólastarf sem er í stöðugri þróun í samvinnu við alla aðila innan skólasamfélagsins.

Leikskólinn Óskaland er sex deilda leikskóli þar sem alls 111 nemendur eru við leik og störf daglega. Starfsfólk leikskólans er 42 og stöðuðgildin 36.

Árið 2024 stendur til að stækka leikskólann um 3 deildir og verður hann því 9 deilda leikskóli árið 2024. Mikilvægt hlutverk aðstoðarskólastjóra er að styðja við og móta slíkar breytingar í góðu samstafi við leikskólastjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vera faglegur leiðtogi
  • Að vinna náið með leikskólastjóra við mótun faglegs leikskólastarfs í stækkandi skóla
  • Að vinna með starfsfólki að því að ýta undir skapandi námsumhverfi þar sem vellíðan ríkir og er tryggi að styrkleikar hvers og eins fái notið sín.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af stjórnun og góð leiðtogahæfni
  • Áhugi og reynsla í að leiða og þróa leikskólastarf
  • Góðir skipulagshæfileikar og vilji til að leita nýrra og skapandi leiða í skólastarfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Sveigjanleiki og framsýni í hugsun
  • Lausnamiðun í starfi
  • Góð hæfni í samskiptum er mjög mikilvæg.

Umsókn skal berast í gegnum íbúagátt Hveragerðisbæjar - undir mannauðsmál > starfsumsókn

Upplýsingar um starfið gefur Elfa Birkisdóttir deildarstjóri fræðsluþjónstu í gegum tölvupóst elfa@hveragerdi.is.

Umókn skal fylgja greinagóð ferilskrá um störf umsækjanda og menntun ásamt reynslu hans sem stjórnanda og þeim verkefnum sem hann hefur unnið að. Umsækjandi þarf einnig að skila greinagerð með hugmyndum sínum um starfið og hvernig hann sér fyrir sér að leikskólastarf þróist í stækkandi skólasamfélagi Óskalands.

Staðan er laus frá 1. maí nk. Möguleiki er þó að byrja fyrr til að njóta leiðsagnar forvera í starfi.

ATH! Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 8. mars 2024.


Síðast breytt: 23. febrúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?