Fara í efni

3. bekkur heimsótti bæjarskrifstofuna

2. bekkur SH ásamt bæjarstjóra
2. bekkur SH ásamt bæjarstjóra

Í fjölmörg ár hefur sá siður verið við lýði að 2. bekkur grunnskólans heimsækir bæjarskrifstofuna og fær kynningu á málefnum bæjarins og bæjarstjórnarstörfum almennt.  Hafa þessar heimsóknir ávallt verið afar skemmtilegar og miklar umræður hafa þarna átt sér stað um Hveragerði, hvers vegna við búum hér, hvað er gott við bæinn og hvað mætti bæta.  Núna brá svo við að þriðji bekkur heimsótti bæjarskrifstofuna en það var vegna þess að covid gerði okkur öllum lífið snúið og því misstu þessir nemendur af heimsókninni sinni á meðan þau voru í öðrum bekk.  Úr því var bætt núna og úr varð hin skemmtilegasta stund.  Að loknum fundinum var þessi fína mynd tekin af 3. bekk SH en því miður láðist að taka mynd af hinum bekknum á móti. 

Kærar þakkir fyrir komuna !

Aldís Hafsteinsdóttir
bæjarstjóri. 


Síðast breytt: 21. maí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?