Fara í efni

Ungmennaráð

2. fundur 25. nóvember 2025 kl. 17:00 - 17:46 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyvindur Sveinn Lárusson formaður
  • Hildur Sif Jónsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson varaformaður
Starfsmenn
  • Liljar Mar Pétursson Forstöðumaður
  • Elías Breki Sigurbjörnsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Liljar Mar Pétursson forstöðumaður
Dagskrá
Liljar setti fundinn og fór yfir fundarboðið. Engar athugsasemdir vegna fundarboðs.

Pétur Markan er gestur og situr fundinn

1.Ungmennahús veturinn 2025-2026

2511027

Ungmennaráð ræðir möguleika á ungmennahús opnun fyrir veturinn 2025-2026
Ungmennaráð ákveður að halda opið ungmennahúskvöld í samráði með Bungubrekku.

Ungmennaráð og Bungubrekka skipuleggja Ungmennaopnun í samráði. Ungmennaráð kemur með uppástungur á dagsetningum og dagskrá.

2.Starfsáætlun ungmennaráðs veturinn 2025-2026

2511026

Starfáætlun ungmennaráðs fyrir veturinn 2025-2026 rædd
Ungmennaráð Hveragerðisbæjar samþykkir fundardagskrá ráðsins fyrir veturinn 2025 - 2026

Ungmennráð tekur saman dagsetningar fyrir fundi, einn á vorönn og einn á haustönn. Þau senda hugmyndirnar á Bungubrekku.

Ungmennaráð og Bungubrekka fara saman af stað með vinnu að skipulaggninu heimsókna í önnur ungmennaráð. Ákveðið er að allt ungmennaráðið fari í heimsókn, auk starfsmanns.

3.Ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga

2511024

Ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga sem haldin er af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þann 5. desember á Hilton Nordica hótelinu kynnt.
Ráðstefna ungmenna sveitarfélaga 2025

Haldið á Hilton, Reykjavík þann 5.des frá 09:30 - 16:00

Dagskrá viðburðarins enn í vinnslu. Starfsmenn Bungubrekku koma dagskrá til ungmennaráðs um leið og hún birtist.

Allir 6 meðlimir ungmennaráðs velkomnir, bæði aðalmenn og varamenn.

4.Áskorun vegna sorptunna

2511112

Ungmennaráð Hveragerðisbæjar skorar á bæjaryfirvöld vegna fjölgunar sorptunna í bænum.
Okkur langar til þess að fjölga ruslatunnum á ljósastaura og á öðrum stöðum úti (ekki verið að tala um flokkunartunnur heimila) af því að af reynslu hefur verið of lítið aðgengi að tunnum og of langt á milli. Hrafnkell upplifði þetta í göngutúr um daginn þar sem hann var að borða og labbaði um í u.þ.b. 10 mínútur áður en hann fann ruslatunnu til að henda ruslinu í. Með þessari breytingu höldum við að það verði meira hvati fyrir því að henda rusli í rusl af því að fólk þarf ekki að leita lengi. Með þessu verður bærinn vonandi fínni, umgengi betri og minna rusl á götum.

5.Áskorun vegna sundlaugarinnar Laugarskarði

2511111

Ungmennaráð skorar á bæjarstjórn að breyta opnunartíma í sundlauginni Laugarskarði.
Ungmennaráð Hveragerðisbæjar skorar á bæjarstjórn að lengja opnunartíma sundlaugarinnar Laugarskarði yfir vetrartímann.

Okkur langar til þess að kanna möguleika á því að lengja vetraropnunartíma sundlaugarinnar Laugaskarði til 21:00 eða 21:30. Við höldum að með þessu væri fólk líklegra til að fara í sund á kvöldin þar sem það hefur meiri tíma til þess að fara í sund eftir vinnu eða æfingar t.d. Orðið á götunni er þannig að fólk myndi vilja hafa opið lengur. Einnig eru margar aðrar sundlaugar með opið lengur en til 20:30 á kvöldin. Þetta gæti verið heilsueflandi og á bæði félagslegan, andlegan og líkamlegan hátt og einnig góður vettvangur til þess að koma og spjalla við fólk og mynda tengsl eða komast aðeins frá áreiti og slaka á.

Ræddar voru hugmyndir af því að hafa meiri dagskrá og viðburði í sundlaugunni.
Ungmennaráð Hveragerðisbæjar þakkar Pétri Markan bæjarstjóra fyrir heimsóknina.

Fundi slitið - kl. 17:46.

Getum við bætt efni síðunnar?