Fara í efni

Skólanefnd

12. fundur 14. janúar 2026 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • María Rún Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sæbjörg Lára Másdóttir varaformaður
  • Kristinn Ólafsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir fulltrúi Ölfuss
  • Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfuss
  • Jóel Salómon Hjámarsson fulltrúi foreldra
  • Ólafur Jósefsson Fulltrúi kennara
  • Eva Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Elfa Birkisdóttir Deildarstjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði: Elfa Birkisdóttir deildarstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Mat á stoð og stuðningsþjónstu

2505022

Edda Óskarsdóttir og Anna Björk Sverrisdóttir kynna niðurstöður mats á stoð- og stuðningsþjónstu sem unnið var sl. ár.
Skólanefnd þakkar fyrir greinagóða kynningu. Niðurstöður skýrslunnar leiða í ljós að í þeim stofnunum sem gerð var úttekt á er unnið gott og faglegt starf. Skýrslan varðar leiðir til þess að gera gott starf enn betra. Deildarstjóra fræðsluþjónstu og bæjarstjóra verður falið að kynna niðurstöður skýrslunnar á starfsmannafundum stofnanna og varða næstu skref.

2.Áskorun frá foreldraráðum og stjórn foreldrafélags leikskólanna í Hveragerði.

2601024

Kynnt er erindi frá foreldraráðum og stjórn foreldrafélags leikskólanna í Hveragerði.
Skólanefnd þakkar fyrir erindi foreldraráða leikskólananna. Lagt er til að fyrirliggjandi Næringarstefna mötuneyta skóla Hveragerðisbæjar verði skoðuð með tilliti til erindisins. Deildastjóra fræðsluþjónstu falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Getum við bætt efni síðunnar?