Fara í efni

Skólanefnd

10. fundur 08. október 2025 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Kristján Sigurmundsson aðalmaður
  • Kristinn Ólafsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir fulltrúi Ölfuss
  • Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfuss
  • Jóel Salómon Hjámarsson fulltrúi foreldra
  • María Rún Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Jósefsson fulltrúi kennara
  • Hanna Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Elfa Birkisdóttir Deildarstjóri fræðslusviðs
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Liljar Mar Pétursson Forstöðumaður
Fundargerð ritaði: Elfa Birkisdóttir deildarstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun skólanefndar ´25-´26

2509191

Kynning á starfsáætlun skólanefndar fyrir starfsárið 2025-2026.
Skólanefnd samþykkir starfsáætlun skólanefndar fyrir starfsárið 2025-2026 með áornum breytingum.

Sævar Þór Helgason skólastjóri kemur inn á fundinn.

2.Starfs-og umbótaáætlun GH ´25-´26

2510012

Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði kynnir starfs- og umbótaáætlun skólans fyrir skólaárið 2025-2026.

Starfsáætlun má nálgast á vef: https://grunnskoli.hveragerdi.is/is/skolinn/skolanamskra-starfsaaetlun-sjalfsmat
Skólanefnd þakkar Sævari Þór Helgasyni fyrir kynninguna á starfs- og umbótaáætlun skólaársins 2025-2026.
Skólanefnd telur áætlanir endurspegla metnað, gæði og sterka framtíðarsýn í takt við skólastefnu Hvergerðisbæjar.
Sævar Þór Helgason skólastjóri yfirgefur fundinn.
Elín Norðdahl aðstoðarleikskólastjóri kemur inn á fundinn.

3.Starfs-og umbótaáætlun Undralands ´25-´26

2510014

Elín Norðdahl aðstoðarleikskólastjóri kynnir starfs-og umbótaáætlun leikskólans Undralands.
Skólanefnd þakkar Elínu Norðdahl fyrir kynningu á starfs- og umbótaáætlun leikskólans Undralands fyrir skólaárið 2025-2026.
Skólanefnd telur að áætlun styðji við metnaðrfullt starf, gæði og fagmennsku.
Elín Norðdahl aðstoðarleikskólastjóri yfirgefur fundinn.
Eva Hrönn Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri kemur inn á fundinn.

4.Starfs-og umbótaáætlun Óskalands ´25-´26

2510013

Eva Hrönn Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri kynnir starfs-og umbótaáætlun leikskólans Óskalands.
Skólanefnd þakkar Evu Hrönn Jónsdóttur fyrir kynningu á starfs- og umbótaáætlun leikskólans Óskalands fyrir skólaárið 2025-2026.
Skólanefnd telur áætlunina endurspegla metnaðarfullt og faglegt starf í stækkandi leikskóla.
Eva Hrönn Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri yfirgefur fundinn.
María Rún Þorsteinsdóttir yfirgefur fundinn.

Liljar Mar Pétursson forstöðumaður Bungubrekku kemur inn á fundinn.

5.Starfsáætlun Bungubrekku ´25-´26

2510015

Liljar Mar Pétursson forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku kynnir starfsáætlun Bungubrekku.
Skólanefnd þakkar Liljar Mar Péturssyni fyrir kynningu á starfsáætlun frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku fyrir starfsárið 2025-2026.
Skólanefnd fangar því að áhersla sé lögð á að viðhalda gæðastarfi frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku.
Skólanefnd leggur til að forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku skoði útfærslur á lengra sumarstarfi vinnuskólans sumarið 2026 í samræmi við umræður.
Liljar Mar Pétursson forstöðumaður Bungubrekku yfirgefur fundinn.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni síðunnar?