Fara í efni

Skólanefnd

1. fundur 11. október 2023 kl. 17:00 - 18:43 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
 • Eva Harðardóttir formaður
 • Kristján Sigurmundsson
 • Hanna Einarsdóttir
 • Sæbjörg Lára Másdóttir
 • Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfuss
 • Margret Sigríður Ísaksdóttir fulltrúi kennara
 • Halldóra Helga Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra
 • Margrét Polly Hansen
Starfsmenn
 • Elfa Birkisdóttir
 • Erna Harðar Solveigardóttir
 • Anna Erla Valdimarsdóttir
 • Gunnvör Kolbeinsdóttir
 • Ingimar Guðmundsson
 • Matthea Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Elfa Birkisdóttir deildarstjóri fræðslu
Dagskrá
Eva Harðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Breyting á skóladagatali Grunnskólans í Hveragerði

2310031

Lagt fram breytt skóladagatal Grunnskólans í Hveragerðis þar sem skipulagsdagur sem átti að vera 21. maí færist til 29. apríl.
Skólanefnd samþykkir breytingu á skóladagatali grunnskólans. Frístundaheimilið Brekkuubær gerir breytingar á sínu starfi í samræmi við það.
Af fundinum viku: Margret Sigríður Ísaksdóttir, Halldóra Helga Valdimarsdóttir, Anna Erla Valdimarsdóttir, Gunnvör Kolbeinsdóttir og Matthea Sigurðardóttir.

2.Erindisbréf skólanefndar

2310029

Lagt fram erindisbréf skólanefndar.
Skólanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf nefndarinnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Ingimar vék af fundi.

3.Starfsáætlun nefndarinnar (áætlaður fjöldi funda og tími)

2310030

Rætt um starfsáætlun nefndarinnar þ.e. fundartíma og áætlaðan fjölda funda.
Skólanefnd samþykkti að fundir nefndarinnar verði þrír á starfsári skóla.

Fundir verða næstsíðasta þriðjudag í september, janúar og apríl.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:43.

Getum við bætt efni síðunnar?