Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
Arnar Ingi setti fund og leitaði eftir athugasemdum við fundargerð en engar komu.
1.Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2025-2037
2310124
Lögð fram til kynningar tillaga að aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037 eftir athugun Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags ásamt umhverfismati og samgöngustefnu á fundi þann 11. september 2025 sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar frá 29. október 2025 er einnig lagt fram. Þar kemur fram að stofnunin hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga en bendir á nokkur atriði til skoðunar.
Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar frá 29. október 2025 er einnig lagt fram. Þar kemur fram að stofnunin hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga en bendir á nokkur atriði til skoðunar.
Svanhildur Gunnlaugsdóttir landslagsarkitekt hjá Landform kynnti tillögu að aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037.
2.Deiliskipulagsbreyting hesthúsahverfis á Vorsabæjarvöllum vegna stækkunar hesthúsahverfis og golfvallar
2401118
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir hesthúsahverfi og golfvöll sem er breyting á deiliskipulagi Hesthúsahverfis á Vorsabæjarvöllum. Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að stækka bæði hesthúsasvæði innan landnotkunarreitar ÍÞ1 í núgildandi aðalskipulagi og golfvöll innan landnotkunarreitar ÍÞ2, sem er stækkaður í tillögu að aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037 og auglýst er samhliða. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu stækkar mörk deiliskipulags, fjölgar lóðum fyrir hesthús og skilgreinir byggingareit fyrir reiðhöll og reiti fyrir ýmis gerði, fjölgar golfbrautum innan bæjarmarka Hveragerðis og aðlagar reið- og gönguleiðir á svæðinu. Nær deiliskipulagsbreytingin einnig yfir aðstöðuhús Veitna vegna borholu sem samþykkt var á fundi 8. maí 2025 án auglýsingar og birt í B-deild þann 22. maí.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja í auglýsingu breytingu á deiliskipulagi fyrir Hesthúsahverfi á Vorsabæjarvöllum fyrir hesthúsahverfi og golfvöll skv. 1. mbg. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Þórsmörk 3 - Umfangsflokkur 2
2509175
Lögð fram að nýju umsókn frá Móhús ehf. dags. 24. september 2025, eftir grenndarkynningu um byggingarleyfi fyrir raðhúsi mhl. 2, skv. meðfylgjandi breyttum aðal- og skuggavarpsuppdráttum. Húsið verður áfram 3ja íbúða raðhús en á einni hæð í stað tveggja hæða og án kjallara. Grunnflötur hússins stækkar frá samþykktum uppdráttum og staðsetning þess breytist eða hliðrast að sama skapi. Stærð hússins verður eftir breytingu 264,0 m2 og 1.003,0 m3 en var áður 500,4 m2 og 1.475 m3. Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda fasteigna á lóðinni. Lóðin er á reit ÍB10 í aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og er á svæði þar sem deiliskipulag er ekki til staðar. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
Umsóknin var grenndarkynnt fyrir nágrenni með athugasemdafresti frá 8. október til 6. nóvember 2025. Engar athugasemdir bárust.
Umsóknin var grenndarkynnt fyrir nágrenni með athugasemdafresti frá 8. október til 6. nóvember 2025. Engar athugasemdir bárust.
Til kynningar. Umsóknarferli byggingarleyfis framhaldið hjá byggingarfulltrúa.
4.Öxnalækur - Umfangsflokkur 1
2507041
Lögð er fram umsókn First Water að Öxnalæk um byggingarleyfi fyrir matshluta 04 með aðalteikningu dags. 15. júní 2025. Um er að ræða aðstöðuhús - klakhús við seiðaeldisstöðina. Grunnflötur húss er 76,7 m2 og er burðarvirki húss stálvirki með stálþiljum á steyptum undirstöðuplötum.
Landnotkun gildandi aðalskipulags er iðnaðarsvæði (I2). Þar kemur fram að við Öxnalæk er starfrækt fiskeldi þar sem heimilt er að framleiða allt að 100 tonn af laxa- eða bleikjuseiðum á ári til flutnings í aðrar fiskeldisstöðvar. Framkvæmdin er því í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar eins og því er lýst í aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Landnotkun gildandi aðalskipulags er iðnaðarsvæði (I2). Þar kemur fram að við Öxnalæk er starfrækt fiskeldi þar sem heimilt er að framleiða allt að 100 tonn af laxa- eða bleikjuseiðum á ári til flutnings í aðrar fiskeldisstöðvar. Framkvæmdin er því í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar eins og því er lýst í aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingarleyfi án deiliskipulagsgerðar þar sem starfsemin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og grenndarkynningar í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Frumhönnun Þelamerkur við Undraland vegna umferðaröryggis
2511135
Lagðar eru fram tillögur að frumhönnun gatna við leikskólann Undraland og í nágrenni hans vegna öryggismála. Mismunandi útfærslur miða allar að því að draga úr umferðarhraða akandi umferðar.
Til kynningar.
6.Dynskógar - fyrirspurn um merkingu bílastæða í götu
2511134
Lögð er fram fyrirspurn af íbúagátt þar sem Ólafur spyr f.h. sumra íbúa við Dynskóga hvort að hægt sé að mála bílastæði öðru megin götu, þar sem ekki eru innkeyrslur. Hann segir bæði umferð hafi aukist við götuna og fólk leggi bílum sínum sitthvoru megin götu og jafnvel hjólhýsum. Þurfi ökumenn þvi að sikk sakka á milli bíla sem og búa við skert útsýni vegna gangandi vegfarenda sem stígi út á götu á milli bíla.
Nefndin leggur til að bílastæði austan megin götu verði máluð þegar aðstæður leyfa.
7.Gangbrautir við Þelamörk-Breiðumörk með tilliti til öryggis gangandi vegfarenda.
2509190
Lagt er fram tilboð til bæjarins um kaup á gangbrautarljósum til að setja upp við göngubraut við Þelamörk-Breiðumörk. Mismundandi útfærlsur og kostnaður er í tilboðinu.
Til kynningar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að vinna áfram að útfærslu á öruggari gatnamótum Þelamerkur og Breiðumerkur. Einnig hvetur nefndin bæjarstjórn til að huga sérstaklega að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við leik- og grunnskóla.
8.Framleiðsluaukning seiðaeldisstöðvar á Öxnalæk - Umsögn vegna matsáætlunar
2511132
Lögð er fram umsögn umhverfisfulltrúa og skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember, að beiðni Skipulagsstofnunar, vegna matsáætlunar fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar seiðaeldisstöðvar First Water á Öxnalæk.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsögn umhverfisfulltrúa og skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2025 með leiðréttingum sem fram komu á fundinum og fela skipulagsfulltrúa að senda inn í Skipulagsgátt f.h. Hveragerðisbæjar.
9.Veiðifélag Varmá og Þorleifslækjar - staðan
2511167
Umhverfisfulltrúi fer yfir stöðu mála vegna ástands Varmár og aðgerða þar að lútandi.
Til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Getum við bætt efni síðunnar?