Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

23. fundur 04. nóvember 2025 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Kristján Björnsson varaformaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir aðalmaður
  • Brynja Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Arnar leitaði eftir athugasemdum við fundarboð sem komu ekki. Bað hann um og fékk leyfi fundarmanna fyrir uppfærðri skipulagslýsingu, sem hafði komið inn í gáttina sama dag.
Einar kom inn á fund kl. 17:16

1.Lagaleg staða og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum vegna uppbyggingar á svæðum með þekkta náttúruvá

2509084

Lagt fram bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands þar sem fjallað er um lagalega stöðu og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum vegna uppbyggingar á svæðum með þekkta náttúruvá. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 18. september og samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Til kynningar.

2.Deiliskipulag miðbæjar - deiliskipulagsbreyting vegna tilfærslu íþróttahúss

2508324

Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis - breyting vegna íþróttahúss dags. 3. september 2025. Breytingartillagan nær til samfélagsþjónustusvæðis S6 þar sem grunnskóla og íþróttahús auk gamla pósthússins er að finna. Markmið breytingarinnar er að stækka heimild til byggingar nýs íþróttasalar til þess að koma til móts við vandamál sem upp kom við grundun nýs íþróttahúss og minnkar lóð Breiðumrkar 22 sem því nemur. Nýtingarhlutfall verðu óbreytt 0,6 á reitnum í heild í samræmi við skilmála aðalskipulags.

Frestur til athugasemda var frá 12. september til 31. október 2025. Umsögn barst frá Mílu dags. 12. september 2025 og bréf frá Walter Fannari Kristjánssyni f.h. húsfélags Breiðumerkur 22 dags. 28. október 2025. Skipulagsstofnun tilkynnti þann 12. september að stofnunin gefi ekki út umsagnir á kynningartíma deiliskipulagsmála.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna óbreytta í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.

3.Heiðmörk 30-36, Grundarreitur - skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi

2510173

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á skilmálum aðalskipulags og nýtt deiliskipulag á svæði Grundar að Heiðmörk 30-36 dagsett í nóvember 2025. Svæðið er 1,15 ha og er landnotkun í núgildandi aðalskipulagi íbúðabyggð ÍB8. Svæðið er afmarkað til vesturs af Bláskógum, í austur af Litlumörk, í norður af Heiðmörk og í suður af Þelamörk.

Markmið skipulagsins verður að móta íbúðarbyggð sem er til þess fallin að stuðla að góðu mannlífi og sambúð ólíkra hópa, að uppbygging falli vel að núverandi byggð og byggðarmynstri ásamt því að vera í samræmi við áherslur og stefnu í komandi Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037. Lagt er til að fjölga íbúðum á reitnum frá núgildandi ákvæðum aðalskipulags.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa skipulagslýsinguna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Laufskógar 13 - ósk um stækkun lóðar

2505108

Jakob Þór Pétursson óskar eftir stækkun lóðar um 3-400 m2 inn á auða svæðið aftan við lóðina með erindi til bæjarins dags. 22. maí 2025.

Lóðin er bæjarland á svæði sem aðgengilegt er frá Varmahlíð en afmarkast annars af baklóðum einbýlishúsa við Varmahlíð, Dynskóga og Laufskóga.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna erindinu. Áform eru um að nýta svæðið.

5.Þelamörk - ljósastaur á óheppilegum stað við gatnamót

2510135

Fannar Örn Ómarsson íbúi í Kjarrheiði lýsir vandamáli við staðsetningu ljósastaurs á gangstétt sunnan megin Þelamerkur við gatnamót við Breiðumörk: "Þarna hef ég mjög oft horft á hættulegar aðstæður þegar krakkar eða fullorðnir þurfa að fara út á götuna til að komast fram hjá ljósastaurinum. Er ekki hægt að lesa þetta hættulega svæði með að færa staurinn til svo að á endanum verði ekki slys."

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 2. október var mál er varðar öryggi vegfarenda á sömu gatnamótum lagt fyrir fund og samþykkt að ráðast í úrbætur.
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna. Nú þegar er hafin vinna við að gera þessi gatnamót öruggari. Mun ljósastaurinn verða færður til samræmis við bætingu á umferðaröryggi á umræddum gatnamótum.

6.Ný áætlun Landsbyggðarstrætó

2510177

Lögð er fram ný áætlun Landsbyggðarstrætó sem tekur gildi frá og með áramótum. Nýtt kerfi tekur við af 13 ára gömlu kerfi sem hefur ekki verið uppfært í takt við uppbyggingu síðustu ára. Markmið með nýju kerfi er að þjónusta vinnu- og skólasóknarsvæði sem best og samræma þjónustu á milli landshluta.

Til kynningar. Nefndin fagnar fjölgun ferða um Hveragerði en vekur athygli á að vagnar þurfa að vera nægilega stórir til þess að anna fjölda farþega á háannatímum.

7.Fundargerðir starfshópa og nefnda um íþróttamannvirki

2412124

Lagðar eru fram þrjár síðustu fundargerðir starfshópa og nefnda um íþróttamannvirki.
Til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?