Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
Formaður lagði til við nefnd að bæta við máli á dagskrá um Austurmörk 1-3 og Austurmörk 5, en það mál hefur áður fengið kynningu hjá nefndinni. Nefndarmenn samþykkja það.
1.Álfafell 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
2509179
Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Álfafell 5, dags. 19. október 2025, um að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi við Varmá, sem einungis varða lóðina Álfafell 5. Til nánari skýringar fylgja umsókninni, ófullgerðir aðaluppdrættir. Aðalhönnuður er Ríkharður Már Ellertsson.
Umræddar breytingar eru:
a)
Þakhalli.
Í stað einhalla þaks er lagt til að nýta megi hluta þaks yfir 2. hæð íbúðar sem þaksvalir. Umsækjandi telur að form byggðarinnar komi ekki til með að breytast mikið við þetta þar sem nú er heimilt að nýta þak ofan á bílageymslum sem svalir. Skv. meðfylgjandi uppdráttum er megin þakform flatt þak en einhalla þak er að hluta til á húsinu.
Í deiliskipulagsskilmálum fyrir deiliskipulagsreitinn er kveðið á um einhalla þak á bilinu 15°-20° á húsum við Álfafell. Þar sem aðstæður leyfa er heimilt að nýta bílageymsluþak sem svalir.
b)
Mænishæð.
Óskað er eftir því að mænishæð megi vera 8,00 m yfir hæsta leyfilega gólfkóta (GK) sem gefinn er upp á lóðarblaði.
Umræddar breytingar eru:
a)
Þakhalli.
Í stað einhalla þaks er lagt til að nýta megi hluta þaks yfir 2. hæð íbúðar sem þaksvalir. Umsækjandi telur að form byggðarinnar komi ekki til með að breytast mikið við þetta þar sem nú er heimilt að nýta þak ofan á bílageymslum sem svalir. Skv. meðfylgjandi uppdráttum er megin þakform flatt þak en einhalla þak er að hluta til á húsinu.
Í deiliskipulagsskilmálum fyrir deiliskipulagsreitinn er kveðið á um einhalla þak á bilinu 15°-20° á húsum við Álfafell. Þar sem aðstæður leyfa er heimilt að nýta bílageymsluþak sem svalir.
b)
Mænishæð.
Óskað er eftir því að mænishæð megi vera 8,00 m yfir hæsta leyfilega gólfkóta (GK) sem gefinn er upp á lóðarblaði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ósk lóðarhafa um breytingu á skilmálum um þakhalla verði hafnað þar sem hún víkur verulega frá skilmálum í deiliskipulagi. Deiliskipulagið heimilar auk þess ekki þaksvalir á þaki 2. hæðar íbúða en slíkt fyrirkomulag eykur verulega yfirsýn af svölum yfir aðliggjandi lóð, sem kann að rýra gæði hennar.
Nefndin leggur til að ósk lóðarhafa um hámarks mænishæð verði samþykkt.
Nefndin tekur ekki afstöðu til annarra atriða á aðaluppdrætti en þeirra, sem óskir lóðarhafa lúta að og kunna að vera í ósamræmi við deiliskipulagsskilmála.
Nefndin leggur til að ósk lóðarhafa um hámarks mænishæð verði samþykkt.
Nefndin tekur ekki afstöðu til annarra atriða á aðaluppdrætti en þeirra, sem óskir lóðarhafa lúta að og kunna að vera í ósamræmi við deiliskipulagsskilmála.
2.Edenreitur - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna gróðurhúss
2509078
Lögð fram umsókn, dags. 24. júlí 2025, frá eiganda fasteignarinnar Edenmörk 2b, um að honum verði veitt undanþága frá deiliskipulagsskilmálum og honum heimilað að reisa 10m2 heimilisgróðurhús á austurhluta lóðarinnar Edinmörk 2, skv. meðfylgjandi teikningu. Fyrirhugað er að fjarlægð gróðurhússins frá lóðarmörkum Grænumerkur 1 verði 2,6m.
Lóðin Edenmörk 2 er parhúsalóð og staðsett á deiliskipulögðu svæði ,,Edenreitur". Í deiliskipulagsskilmálum segir m.a.: ,,Heimilt er að byggja lítil stakstæð gróðurhús á sameiginlegri lóð (í rekstri bæjarins) eins og fram kemur á deiliskipulagsuppdrætti. Hámarksstærð slíkra húsa er 12 m². Bygging lítilla smáhýsa skv. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð lið d og g, sem undanþegnar eru byggingarleyfi, er ekki heimilar."
Lóðin Edenmörk 2 er parhúsalóð og staðsett á deiliskipulögðu svæði ,,Edenreitur". Í deiliskipulagsskilmálum segir m.a.: ,,Heimilt er að byggja lítil stakstæð gróðurhús á sameiginlegri lóð (í rekstri bæjarins) eins og fram kemur á deiliskipulagsuppdrætti. Hámarksstærð slíkra húsa er 12 m². Bygging lítilla smáhýsa skv. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð lið d og g, sem undanþegnar eru byggingarleyfi, er ekki heimilar."
Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað, þar sem framkvæmdin víkur verulega frá skilmálum deiliskipulags og er fordæmisgefandi fyrir allar lóðir á skipulagsreitnum.
3.Gangbrautir við Þelamörk-Breiðumörk með tilliti til öryggis gangandi vegfarenda.
2509190
Umhverfisfulltrúi fór yfir umferðaröryggismál við gatnamót Breiðumerkur og Þelamerkur. Nokkrar útfærslur til umbóta lagðar fram.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gangbrautin verði sett aðeins innar frá gatnamótunum og fela umhverfisfulltrúa að gera kostnaðaráætlun fyrir uppsetningu á snjallgangbraut.
4.Klórslys í Varmá þann 3. Apríl 2025
2509189
Umhverfisfulltrúi fer yfir klórslys sem varð þann 3. apríl 2025. Viðbrögð Heibrigðiseftirlits Suðurlands við því og stöðu málsins í dag.
Umhverfisfulltrúi kynnti nefndinni fyrir klórslys sem varð þann 3. apríl og aðdraganda slyssins. Umhverfisfulltrúi er að vinna að úrbótaáætlun sem verður send á Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem fyrst.
5.Skólphreinsistöðin
2211020
Umhverfisfulltrúi fór yfir vinnu við úrbætur á fráveitumálum í Hveragerði. Farið yfir valkostagreiningu og verkáætlun fráveita frá Cowi, og nýlega heimsókn fulltrúa Hveragerðisbæjar til Svíþjóðar þar sem fráveitumannvirki og fyrirtæki á því sviði voru heimsótt.
Umhvefisfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála á undirbúningi að framkvæmdum á skólphreinsistöðinni.
6.Þórsmörk 3 - Umfangsflokkur 2
2509175
Lögð fram umsókn frá Móhús ehf. dags. 24. september 2025, um byggingarleyfi fyrir raðhúsi mhl. 2, skv. meðfylgjandi breyttum aðal- og skuggavarpsuppdráttum. Húsið verður áfram 3ja íbúða raðhús en á einni hæð í stað tveggja hæða og án kjallara. Grunnflötur hússins stækkar frá samþykktum uppdráttum og staðsetning þess breytist eða hliðrast að sama skapi. Stærð hússins verður eftir breytingu 264,0 m2 og 1.003,0 m3 en var áður 500,4 m2 og 1.475 m3. Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda fasteigna á lóðinni. Lóðin er á reit ÍB10 í aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og er á svæði þar sem deiliskipulag er ekki til staðar. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu á framkvæmdinni skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.Austurmörk 1-3 og Austurmörk 5, ósk um breytingu á deiliskipulagi.
2510011
Lagður fram tölvupóstur dags. 2. október 2025, frá lóðarhöfum lóðanna Austurmörk 1-3 og Austurmörk 5, þar sem óskað er eftir því að samhliða endurskoðun aðalskipulags verði unnið að breytingu á deiliskipulagi lóðanna til samræmis við tillögur þeirra, sem fram koma í meðfylgjandi bréfi og kynningarskjali dags. 14. febrúar sl. og var til kynningar á fundi skipulagsnefndar 1. apríl sl. Í tillögu lóðarhafa er gerð grein fyrir áformum um að byggja á lóðunum 3ja hæða hús ásamt kjallara með verslunar- og þjónustu á jarðhæð og allt að 24 íbúðum á efri hæðum á bilinu 40-113m2 pr. íbúð. Samtals flatarmál lóðanna er 2.530 m2 og áformað byggingarmagn er 2.227 m2. Nýtingarhlutfall er 0,9. Gert er ráð fyrir allt að 28 bílastæðum á sameinaðri lóð. Helstu markmiðið lóðarhafa er að skapa félagslegt, líflegt og umhverfisvænt svæði, sem styður við stefnu bæjarins um sjálfbæra þéttingu byggðar og fjölbreytt mannlíf þar sem græn svæði og mannleg nærvera fá að njóta sín.
Í gildandi deiliskipulagi sem nær til umræddra lóða er gert ráð fyrir 2ja hæða athafnahúsum á umræddum lóðunum með heimild fyrir íbúðum á efri hæð, allt að 30% af heildar flatarmáli húss. Nýtingarhlutfall er 0,5. Leyfilegt samtals byggingarmagn á lóðunum eru 1.266 m2 og þar af heimildir fyrir allt að 380 m2 byggingarmagni íbúða. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 1 bílastæði pr. 100m2 athafnahúss, 1 bílastæði pr. 35m2 verslunar- og þjónustuhúss og 1,5 bílastæðum pr. íbúð.
Í gildandi deiliskipulagi sem nær til umræddra lóða er gert ráð fyrir 2ja hæða athafnahúsum á umræddum lóðunum með heimild fyrir íbúðum á efri hæð, allt að 30% af heildar flatarmáli húss. Nýtingarhlutfall er 0,5. Leyfilegt samtals byggingarmagn á lóðunum eru 1.266 m2 og þar af heimildir fyrir allt að 380 m2 byggingarmagni íbúða. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 1 bílastæði pr. 100m2 athafnahúss, 1 bílastæði pr. 35m2 verslunar- og þjónustuhúss og 1,5 bílastæðum pr. íbúð.
Með t.t. þess að áform lóðarhafa eru víðs fjarri skilmálum í deiliskipulagi, varða hagsmuni lóðarhafa nærliggjandi lóða og ætla má að hefðbundin athafnastarfsemi í Austurmörk muni á komandi árum víkja fyrir miðbæjarstafsemi sbr. tillögu að Aðalskipulagi 2025-2037 þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að viðkomandi deiliskipulag verði tekið til endurskoðunar á komandi ári þar sem tekið er mið af fyrirliggjandi stefnumörkun í aðalskipulagi.
Fundi slitið - kl. 18:18.
Getum við bætt efni síðunnar?