Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

21. fundur 05. september 2025 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Kristján Björnsson varaformaður
  • Brynja Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson aðalmaður
  • Marta Rut Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Arnar setti fund og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð sem ekki komu. Athugasemd gerð við að linkur í fundarboði virkaði ekki sem skyldi.

1.Fundardagatal skipulags- og umhverfisnefndar 2025-2026

2509032

Lagt er fram fundardagatal skipulags- og umhverfisnefndar fyrir veturinn 2025-2026.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fundardagatal skipulags- og umhverfisnefndar 2025-2026.

2.Umsókn um nýtt deiliskipulag í landi Fagrahvamms og Reykjamarkar, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029

2411159

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna innkominna athugasemda auglýstrar skipulagslýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag á svæði AT3 sem er land Fagrahvamms og Reykjamarkar 22 dagsett í maí 2025. Svæðið er 4,6 ha og er landnotkun í núgildandi aðalskipulagi athafnasvæði þar sem gert var ráð fyrir blandaðri notkun gróður- og íbúðarhúsa á reitnum. Breytt landnotkun miðast við að svæðið verði íbúðabyggð. Hverfisvernd er meðfram Varmá. Verndarákvæði eru einnig á nokkrum trjám innan svæðis. Frestur til athugasemda var frá 16. júní til 28. júlí 2025. Umsagnir bárust frá Veitum dags. 16. júlí 2025. Skipulagsstofnun dags 15. júlí 2025 og Náttúrufræðistofnun dags. 28. júlí 2025. Eftir útrunninn athugasemdafrest dags. 29. ágúst, barst umsögn frá Minjastofnun Íslands. Ekki bárust aðrar athugasemdir.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsögn skipulagsfulltrúa þar sem fram kemur að innkomnar ábendingar verða teknar til greina í áframhaldandi ferli skipulagsbreytinga.

3.Deiliskipulag miðbæjar - deiliskipulagsbreyting vegna tilfærslu íþróttahúss

2508324

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis - breyting vegna íþróttahúss dags. 3. september 2025. Breytingartillagan nær til samfélagsþjónustusvæðis S6 þar sem grunnskóla og íþróttahús auk gamla pósthússins er að finna. Markmið breytingarinnar er að stækka heimild til byggingar nýs íþróttasalar til þess að koma til móts við vandamál sem upp kom við grundun nýs íþróttahúss og minnkar lóð Breiðumrkar 22 sem því nemur. Nýtingarhlutfall verðu óbreytt 0,6 á reitnum í heild í samræmi við skilmála aðalskipulags.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytingu miðbæjarsvæðis vegna íþróttahúss í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Beiðni um breytingar á stoppistöð Strætó

2508308

Lagður er fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 25. ágúst 2025. Þar kemur fram að þann 1. janúar 2026 muni nýtt leiðarkerfi landsbyggðarvagna verða tekið í notkun af Vegagerðinni. Hluti af því er að gera breytingar á einstökum stoppistöðvum víðs vegar um landið. Fyrirliggjandi er að gera þarf breytingar á stoppistöðvum innan Hveragerðisbæjar og óskar Vegagerðin því eftir viðbrögðum varðandi framkvæmdina. Meðfylgjandi eru teikningar af óskuðum breytingum.



Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að inn- og útkeyrsla verði um hringtorg við Breðumörk en fela skipulagsfulltrúa að vinna að staðsetningu biðstöðva í samráði við Vegagerðina.

5.Mánamörk 3 - 5 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

2409018

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2025 varðandi tilkynningu eiganda fastanúmers 0114 að Mánamörk 3-5 um framkvæmd undanþegna byggingarleyfi til að setja upp LED-skilti á gafli.

Í gildi er deiliskipulag Miðsvæðis. Austurmarkar, Sunnumarkar og Mánamarkar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 14. desember 2017 og tók gildi með birtingu í B-deild þann 21. desember sama ár.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2025.

6.Austurmörk 2 - breyting á notkun í gistiþjónustu

2508060

Lagður er fram tölvupóstur eiganda Austurmerkur 2 dags. 7. ágúst 2025 varðandi afturköllun á fyrri umsókn um byggingarleyfi og umsókn um heimild til að breyta notkun veitingahúss á tveimur hæðum auk íbúðar í rekstur gistiþjónustu á báðum hæðum og einnig í íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar af útliti og innra skipulagi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að taka jákvætt í breytingu á notkun beggja hæða í gistiþjónustu/hótelstarfsemi.

7.Breiðamörk 17 - Umfangsflokkur 2

2503171

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar fyrir bílskúr á lóð Breiðamerkur 17.

Breiðamörk 17 er á svæði M1 í gildandi aðalskipulagi. Þar kemur fram að á reitnum sé blönduð 1-2 hæða byggð og að nýtingarhlutfall geti verið allt að 0,5-0,7. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir lóðina og er umsóknin því grenndarkynnt.

Lóð Breiðamerkur 17 er 784 m2 og íbúðarhús 143,2 m2. Stærð bílskúrs skv. teikningu er 89,6 m2. Nýtingarhlutfall lóðar yrði 0,3 eftir byggingu bílskúrs. Engar athugasemdir bárust.
Til kynningar. Engar athugasemdir bárust og málið því afgreitt áfram til byggingarfulltrúa.

8.Evrópsk samgönguvika 2025

2508318

Evrópsk Samgönguvika er haldin dagana 16. til 22. september ár hvert og hafa borgir, bæir, fyrirtæki og félagasamtök á Íslandi tekið þátt í þessu skemmtilega átaki frá árinu 2002. Markmið vikunnar er að kynna fyrir íbúum í þéttbýli fjölbreytta samgöngumáta sem eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Þema samgönguviku árið 2025 er Samgöngur fyrir öll þar sem m.a. er horft til aðgengismála ólíkra hópa og innan sveitarfélaga. Aðrar áherslur, til að mynda skemmtilegir viðburðir eins og hjólaleiðsögn, samhjól og önnur skemmtileg nálgun á vistvænar samgöngur er þó ekki síður velkomin.
Til kynningar.

9.Borgarhraun 11 - umsókn um grindverk á lóðamörkum

2508317

Lagður er fram tölvupóstur dags. 19. maí 2025 frá lóðarhafa Borgarhrauns 11 þar sem sóst er eftir því að fá að reisa grindvek á lóðarmörkum við bæjarland sem er 1,8 m á hæð.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fresta málinu. Vakin er athygli á reglum um skjól- og garðveggi sem verða kynntar á næstunni.

10.Heiðarbrún 47 - fyrirspurn um skjólvegg á lóðarmörkum

2508316

Lagður er fram tölvupóstur dags. 2. september 2025 frá lóðarhafa Heiðarbrúnar 47 með fyrirspurn um hvort reisa megi skjólvagg allt að 1800 mm háan við göngustíg austan við Heiðarbrún 47. Kemur fram í tölvupóstinum að meðfram lóðinni er göngustígur og austan við hann er leikskólalóð girt af með jórngirðingu sem er 1300 mm há.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fresta málinu. Vakin er athygli á reglum um skjól- og garðveggi sem verða kynntar á næstunni.

11.Grunnskólinn í Hveragerði - umferðaröryggi

2508329

Lögð er fram beiðni um breytingu á framtíðarskipulagi fyrir aftan núv. íþróttahús frá grunnskólanum í Hveragerði sem barst með tölvupósti dags. 26. ágúst 2025. Lagt er til að fækka bílastæðum og í staðinn koma fyrir afmarkaðri braut með einstefnu sem nýtt

verði sem sleppistæði fyrir Grunnskólann í Hveragerði. Í bréfinu kemur fram að miðað er við inn- og útakstur í einstefnu og þannig náist rétt flæði umferðar og að öryggis sé gætt fyrir nemendur skólans. Með þessum hætti geta foreldrar ýmist nýtt sleppistæðið sem er samhliða skólalóð í Fljótsmörk eða þessa braut, einnig við Fljótsmörk. Talið er að full þörf sé á að framkvæmdinni m.t.t. stækkandi skóla.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að synja beiðninni. Tillagan leggur upp með að rjúfa gangstétt sem er til þess fallið að minnka öryggi gangandi.

12.Ábending er varðar umferðaröryggi

2508325

Frá ábendingavef dags. 28. ágúst 2025: "Góðan daginn Langar að benda á að fólk er að keyra miklu hraðar en 50 á þessari götu og eru mörg börn í þessu hverfi, væri hægt að lækka meðalhraða og eða setja aðþrengingar þannig að fólk muni hægja á sér."
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fá álit samgönguráðgjafa á lausnum til að auka öryggi og draga úr hraðakstri.
Fundi slitið kl. 17:52

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?