Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
Arnar Ingi setti fund og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð sem komu ekki.
1.Deiliskipulag hesthúsasvæðis á Vorsabæjarvöllum - breyting vegna borholu
2504198
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi hesthúsasvæðis á Vorsabæjarvöllum - breyting vegna borholu. Með tölvupósti dags. 23. apríl 2025 óska Veitur eftir deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi hesthúsasvæðis vegna stækkunar á hitaveitu.
Deiliskipulagsbreytingin afmarkast utan um veitumannvirkin, ásamt lagnaleiðum frá núverandi borholu HV-03 og frá varmastöðinni. Veitumannvirkið er byggt til að þjóna upphitun á nýrri byggð og til að veita heitu vatni til baðlóns, til þess verður núverandi borhola HV-03 sem er við hesthúsabyggðina nýtt. Afstaða skilju við hús miðast við að minnka áhrif hávaða að hesthúsum. Verður einnig reist 3m há hljóðmön á milli Varmastöðvarinnar og hesthúsabyggðarinnar sem framkvæmd verður samhliða uppgreftri fyrir byggingu.
Samráðsfundur með formanni hestamannafélagsins Ljúfs og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands var haldinn 28. apríl s.l. til kynningar á deiliskipulagsbreytingunni.
Deiliskipulagsbreytingin afmarkast utan um veitumannvirkin, ásamt lagnaleiðum frá núverandi borholu HV-03 og frá varmastöðinni. Veitumannvirkið er byggt til að þjóna upphitun á nýrri byggð og til að veita heitu vatni til baðlóns, til þess verður núverandi borhola HV-03 sem er við hesthúsabyggðina nýtt. Afstaða skilju við hús miðast við að minnka áhrif hávaða að hesthúsum. Verður einnig reist 3m há hljóðmön á milli Varmastöðvarinnar og hesthúsabyggðarinnar sem framkvæmd verður samhliða uppgreftri fyrir byggingu.
Samráðsfundur með formanni hestamannafélagsins Ljúfs og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands var haldinn 28. apríl s.l. til kynningar á deiliskipulagsbreytingunni.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin víkur ekki verulega frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
2.Breiðamörk 17 - Umfangsflokkur 2
2503171
Lögð er fram til grenndarkynningar byggingarleyfisumsókn fyrir bílskúr á lóð Breiðamerkur 17.
Breiðamörk 17 er á svæði M1 í gildandi aðalskipulagi. Þar kemur fram að á reitnum sé blönduð 1-2 hæða byggð og að nýtingarhlutfall geti verið allt að 0,5-0,7. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir lóðina og er umsóknin því grenndarkynnt.
Lóð Breiðamerkur 17 er 784 m2 og íbúðarhús 143,2 m2. Stærð bílskúrs skv. teikningu er 89,6 m2. Nýtingarhlutfall lóðar yrði 0,3 eftir byggingu bílskúrs.
Breiðamörk 17 er á svæði M1 í gildandi aðalskipulagi. Þar kemur fram að á reitnum sé blönduð 1-2 hæða byggð og að nýtingarhlutfall geti verið allt að 0,5-0,7. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir lóðina og er umsóknin því grenndarkynnt.
Lóð Breiðamerkur 17 er 784 m2 og íbúðarhús 143,2 m2. Stærð bílskúrs skv. teikningu er 89,6 m2. Nýtingarhlutfall lóðar yrði 0,3 eftir byggingu bílskúrs.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Breiðamerkur 15, 16 18 og 19, Hveramerkur 8 og 10.
3.Austurmörk 6 - Auglýsingaskjár á bæjarlandi
2502176
Með tölvupósti dags. 17. mars 2025 óskar Valgarður Sörensen f.h. Greenhouse hótels ehf. eftir leyfi til þess að setja upp 55 tommu stafrænan auglýsingaskjá á bæjarlandi fyrir framan hótelið á mótum Sunnu- og Breiðumerkur.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna uppsetningu skiltis á bæjarlandi við Breiðumörk en heimila skilti innan lóðar við Sunnumörk í suð-austur horni lóðar.
4.Erindi um aspir
2406031
Með bréfi dags. 29. maí 2024 óskar Hildur Waltersdóttur eigandi Þelamerkur 47A eftir því að tvær myndarlegar aspir sem standa utan hennar lóðamarka fái að standa áfram vegna áhrifa sem felling þeirra myndi hafa á aðrar tvær aspir sem eru innan hennar lóðar.
Gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 14. janúar 2016 og tók gildi 5. febrúar sama ár, sýnir göngustíg meðfram lóðamörkum raðhúsanna norðan megin Þelamerkur. Ekki er búið að klára stígagerð skv. skipulaginu.
Meðfylgjandi er umsögn garðyrkjustjóra þar sem fram kemur að trén njóti ekki hverfisverndar eða annarrar verndar af hálfu Hveragerðisbæjar eða annarra. Lóðarhafa er því frjálst að fjarlægja þau tré sem innan lóðar eru og Hveragerðisbæ frjálst að fjarlægja þau sem standa utan lóðamarka. Segir í umsögninni: "Að svo stöddu stendur ekki til af hálfu Garðyrkjudeildar Hveragerðisbæjar að fjarlægja þessi tré en að sama skapi er ekki lagst gegn því að þau yrðu fjarlægð gerðist þörf á því."
Gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 14. janúar 2016 og tók gildi 5. febrúar sama ár, sýnir göngustíg meðfram lóðamörkum raðhúsanna norðan megin Þelamerkur. Ekki er búið að klára stígagerð skv. skipulaginu.
Meðfylgjandi er umsögn garðyrkjustjóra þar sem fram kemur að trén njóti ekki hverfisverndar eða annarrar verndar af hálfu Hveragerðisbæjar eða annarra. Lóðarhafa er því frjálst að fjarlægja þau tré sem innan lóðar eru og Hveragerðisbæ frjálst að fjarlægja þau sem standa utan lóðamarka. Segir í umsögninni: "Að svo stöddu stendur ekki til af hálfu Garðyrkjudeildar Hveragerðisbæjar að fjarlægja þessi tré en að sama skapi er ekki lagst gegn því að þau yrðu fjarlægð gerðist þörf á því."
Nefndin tekur undir umsögn garðyrkustjóra um að ekki standi til að fjarlægja aspirnar á bæjarlandi að svo stöddu.
5.Ósk um stækkun lóðar Þelamerkur 47a
2504202
Með bréfi dags. 3. apríl 2025 óskar Hildur Waltersdóttir eigandi Þelamerkur 47A eftir því að Hveragerðisbær afsali sér lóðarskika sem liggur frá lóðamörkum sunnan megin á lóð hennar og um þremur metrum út að götulínu við Þelamörk.
Gildandi deiliskipulag, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 14. janúar 2016 og tók gildi 5. febrúar sama ár, sýnir göngustíg meðfram lóðamörkum raðhúsanna norðan megin Þelamerkur. Ekki er búið að klára stígagerð skv. skipulaginu.
Vill lóðarhafi setja upp girðingu á lóðamörkum og óskar eftir svari frá bænum fyrir beiðni um lóðarstækkun sem fyrst.
Gildandi deiliskipulag, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 14. janúar 2016 og tók gildi 5. febrúar sama ár, sýnir göngustíg meðfram lóðamörkum raðhúsanna norðan megin Þelamerkur. Ekki er búið að klára stígagerð skv. skipulaginu.
Vill lóðarhafi setja upp girðingu á lóðamörkum og óskar eftir svari frá bænum fyrir beiðni um lóðarstækkun sem fyrst.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna ósk um lóðarstækkun.
Kristján fór út af fundi kl. 16:42
6.Ósk um stækkun lóða Hólmabrúnar 8,10,12,14,16,18 og 20
2504201
Lóðarhafar að lóðum númer 8,10,12,14,16,18 og 20 í Hólmabrún, óska eftir leyfi bæjaryfirvalda fyrir stækkun ofangreindra lóða um 7-10 metra í austurátt, þ.e. í átt
að Varmá.
Lóðir Hólmabrúnar eru skv. aðalskipulagi á íbúðasvæði ÍB12 og liggur það upp við opið svæði OP5 þar sem Varmá rennur í gegn. Aðalskipulag sýnir göngustíg á opnu svæði við lóðamörk. Í gildi er deiliskipulag Hólmabrúnar og Dalsbrúnar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 17. október 2006 með síðari breytingum. Stígur er sýndur bæði í aðal og deiliskipulagi á opnu svæði. Fráveitulögn liggur í jörð nálægt lóðum Hólmabrúnar 2, 4, 6, 8, 10 og 12.
að Varmá.
Lóðir Hólmabrúnar eru skv. aðalskipulagi á íbúðasvæði ÍB12 og liggur það upp við opið svæði OP5 þar sem Varmá rennur í gegn. Aðalskipulag sýnir göngustíg á opnu svæði við lóðamörk. Í gildi er deiliskipulag Hólmabrúnar og Dalsbrúnar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 17. október 2006 með síðari breytingum. Stígur er sýndur bæði í aðal og deiliskipulagi á opnu svæði. Fráveitulögn liggur í jörð nálægt lóðum Hólmabrúnar 2, 4, 6, 8, 10 og 12.
Frestað. Lagt til að embættismenn tæknideildar fundi með fulltrúum lóðarhafa.
Kristján kom aftur inn á fund kl. 17:04
7.Erindi um lóð
2410182
Með bréfi dags. 20. október 2024 sækir Þór Ólafur H Ólafsson f.h. Bréfdúfnafélags Íslands um lóð fyrir hænur og dúfur. Kemur fram í bréfinu að stærð kofa á svæðinu yrði samkvæmt byggingareglugerð eða um 15 fermetrar og að aðstaðan yrði bæði fyrir almenning og félagsmenn.
Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 4. mars 2025 og bókað að skipulagsfulltrúa var falið að hafa samband við viðkomandi til að kanna umfang starfsemi og athuga hvort að málið sé starfsleyfisskylt hjá Matvælastofnun eða heilbrigðiseftirliti. Komið hefur í ljós að ekki er um starfsleyfisskylda starfsemi að ræða. Skv. samtölum við umsækjanda væri staðsetning dúfnakofa suð-austan við athafnasvæði í Vorsabæ hentugt. Sambærileg starfsemi í öðrum sveitarfélögum sýnir að ekki er nauðsynlegt að úthluta lóð undir kofana.
Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 4. mars 2025 og bókað að skipulagsfulltrúa var falið að hafa samband við viðkomandi til að kanna umfang starfsemi og athuga hvort að málið sé starfsleyfisskylt hjá Matvælastofnun eða heilbrigðiseftirliti. Komið hefur í ljós að ekki er um starfsleyfisskylda starfsemi að ræða. Skv. samtölum við umsækjanda væri staðsetning dúfnakofa suð-austan við athafnasvæði í Vorsabæ hentugt. Sambærileg starfsemi í öðrum sveitarfélögum sýnir að ekki er nauðsynlegt að úthluta lóð undir kofana.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila Bréfdúfnafélagi Íslands að setja niður kofa á umræddu svæði að undangenginni umsókn um stöðuleyfi sem yrði grenndarkynnt.
8.Samþykkt um gjaldskrá vegna refa og minkaveiða.
2109119
Lögð er fram gjaldskrá vegna refa- og minkaveiða.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að hækka gjaldskránna um 1000 kr. fyrir mink og 2000 kr. fyrir ref.
9.Móttökusamningur vegna seyru
2504204
Lagður er fram móttökusamningu við Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. vegna seyru.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
10.Umsagnarbeiðni vegna boholu HS-10 í Hveragerði
2504203
Lögð er fram umsögn Hveragerðisbæjar vegna borholu HS-10 á Hverasvæðinu í Hveragerði sem lögð var inn í Skipulagsgátt þann 23. apríl 2025.
Niðurstaða umsagnar umhverfisfulltrúa er að ekki sé ástæða til að framkvæmdin fari í umhverfismat en hvetur Veitur á sama tíma til að fara afar varlega og gæta sérstaklega að því að ekki berist hættuleg mengun í Varmá á framkvæmdartímabilinu. Að auki minnir Hvergerðisbær í umsögninni á að borunin fer fram í talsverðu nágrenni við íbúabyggð og þarf því að halda allri röskun, þar með talið hljóðmengun í lágmarki.
Niðurstaða umsagnar umhverfisfulltrúa er að ekki sé ástæða til að framkvæmdin fari í umhverfismat en hvetur Veitur á sama tíma til að fara afar varlega og gæta sérstaklega að því að ekki berist hættuleg mengun í Varmá á framkvæmdartímabilinu. Að auki minnir Hvergerðisbær í umsögninni á að borunin fer fram í talsverðu nágrenni við íbúabyggð og þarf því að halda allri röskun, þar með talið hljóðmengun í lágmarki.
Nefndin tekur undir með þegar innsendri umsögn umhverfisfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að gera slíkt hið sama.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Getum við bætt efni síðunnar?