Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

225. fundur 30. maí 2023 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Hlynur Kárason
  • Kristján Björnsson
  • Árni Þór Steinarsson Busk varamaður
  • Snorri Þorvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Tívolíreitur - deiliskipulagsbreyting

2305052

Lögð er fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag miðsvæðis Austurmerkur, Sunnumerkur og Mánamerkur, sem samþykkt var þann 14. desember 2017, fyrir Tivolíreit. Tívolíreitur nær yfir lóðirnar Austurmörk 24 og Sunnumörk 1 og 3. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að heimila kjallara á lóðinni Sunnumörk 3, breyta bílastæðakröfu á sömu lóð og sameina þegar fengnar heimildir til íbúðauppbyggingar á lóðinni auk fjölgunar íbúða um eina innan sama byggingarmagns. Engar íbúðir verða heimilaðar á lóðunum Austurmörk 24 og Sunnumörk 1 eftir breytingu.

Breytingin víkur að óverulegu leyti frá notkun, nýtingarhlutfall, útliti og formi Tivolíreitar og telst þar með óveruleg.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega deiliskipulagsbreytingu Tívoíreitar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en Hveragerðisbæjar og lóðarhafa.

2.Borgarheiði 20 - lóðarblað

2305020

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna uppfærslu lóðarblaðs fyrir Borgarheiði 20. Eldra lóðarblað sýnir stíg á mörkum lóðanna Borgarheiði 18 og 20 sem hefur ekki verið framkvæmdur. Lagt er til að breyta lóðamörkum í samræmi við aðstæður í raun og fella þar með stíginn út á uppfærðu lóðarblaði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að fella stíginn út, stækka lóð að Borgarheiði 20 til suðurs að lóðamörkum Borgarheiðar 18 og uppfæra lóðablað til samræmis við ákvörðun.

3.Hólmabrún 18 og 20 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

2305103

Með tölvupósti dags. 8. maí 2023 óskar lóðarhafi á lóðum Hólmabrúnar 18 og 20 eftir að deiliskipulagi verði breytt þannig að hús nr 18 og 20 verði á tveimur hæðum í stað einnar, án breytingar á nýtingarhlutfalli. Ástæða óskar um breytingu er sagður mikill hæðarmunur á lóðunum.

Með fyrirspurn fylgja teikningar sem sýna að gólfplata neðri hæða er í báðum tilvikum hærri en hæð þegar framkvæmdra frárennslilslagna í götunni.
Nefndin leggur til að heimila lóðarhafa að breyta gildandi deiliskipulagi til þess heimila tveggja hæða hús vegna landhalla og til samræmis við önnur hús í götunni. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna með lóðarhöfum í að skilgreina nýtingarhlutfall lóðar og byggingarfulltrúa í að endurreikna byggingaréttargjöld á lóðir í samræmi við aukna nýtingu.
Vakin er athygli á að lóðarhafi þarf að setja upp dælubrunna, á eigin kostnað frá báðum húsum, vegna þess að hæðarkóti heimaæðar er hærri en botnplata neðri hæðar miðað við innsend gögn.

4.Hjallabrún 9

2305108

Lögð er fram fyrirspurn lóðarhafa Hjallabrúnar 9 um uppsetningu glerskjóls framan við parhús til þess að skýla fyrir norðanáttinni. Meðfylgjandi fyrirspurn er lýsing á framkvæmd og ljósmyndir af aðstæðum.

Skv. meðfylgjandi gögnum er á að skilja að glerskjólið sé lokað rými, allt að 28 m2 að stærð og með rennihurðum. Rýmið nær yfir inngang að íbúð og er allt utan byggingareitar.
Lagt er til að hafna erindi í samræmi við niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2023.

5.Þórsmörk 3 - fyrirspurn um breytt byggingaráform

2305106

Lögð er fram fyrirspurn lóðarhafa að Þórsmörk 3 um breytingu á áformuðu byggingarleyfi þar sem gert er ráð fyrir að fjölga íbúðum á lóð um þrjár íbúðir. Verður öðru 3 íbúða raðhúsi breytt í 6 íbúða fjölbýli með þremur íbúðum á 1. hæð, sem aðgengilegar eru frá inngarði eins og áður, og þrjár íbúðir á efri hæð með aðgengi vestan megin við hús. Gert er skv. fyrirspurn ráð fyrir að fjölga bílastæðum um þrjú með því að koma fyrir samsíða bílastæðum við Þórsmörk og að nýtingu kjallara verði breytt úr geymslu og tæknirýmum í nýtanleg íverurými.

Lóðarhafi hefur þrisvar sinnum grenndarkynnt byggingaráform á lóð. Breytt byggingaráform voru síðast samþykkt eftir grenndarkynningu á fundi bæjarstjórnar 11. maí s.l.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.

6.Hönnun göngustígs við Varmá - Landslag ehf.

2305107

Lögð fram til kynningar gögn frá Landslagi ehf. sem sýna drög í vinnslu að frumhönnun göngustíga við Varmá. Hönnunarverkefnið fékk styrk frá Framvæmdasjóði ferðamannastaða og eru áætluð verklok frumhönnunar í haust.
Til kynningar.
Arnar Ingi Ingólfsson vék af fundi kl. 18:17.

7.Breyting á deiliskipulagi Edenreits vegna Þelamerkur 52-54 og 56

2305110

Arn-Verk ehf. óskar f.h. eiganda Þelamerkur 52-54 og 56 eftir breytingu á deiliskipulagi Edenreits vegna tilfærslu og stækkunar á byggingareitum fyrir sambyggða bílskúra. Mál Þelamerkur 56 var áður tekið fyrir á 223. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem bókað var að lagt væri til við umsækjanda að sækja sameiginlega um breytingu á deiliskipulagi til þess að færa byggingareit fyrir sambyggða bílskúra.

Tillagan víkur hvorki frá notkun né nýtingarhlutfalli en óverulega frá formi og útliti gildandi deiliskipulags. Ekki er um aðrar breytingar á gildandi deiliskipulagi að ræða.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega deiliskipulagsbreytingu Edenreits vegna Þelamerkur 52-54 og 56 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en Hveragerðisbæjar og lóðarhafa.
Hlynur Kárason vék af fundi kl. 18:19. Arnar Ingi kom aftur inn á fund kl. 18:24
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?