Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

222. fundur 21. febrúar 2023 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Marta Rut Ólafsdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Kristján Björnsson
  • Sigurður Einar Guðjónsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisfulltrúi tók sæti á fundi undir þessum lið.

1.Niðurdæling á CO2 á Hellisheiði vegna Carbfix

2205001

Með tölvupósti 2. febrúar 2023 er vakin athygli á að á heimasíðu Skipulagsstofnunar er auglýst til kynningar umhverfismatskýrsla Mannvits og Carbfix vegna niðurdælingar CO2 til geymslu í jörðu á Hellisheiði.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umfang og tryggja framtíð niðurdælingar CO2 til steinrenningar á Hellisheiði. Framkvæmdin er forsenda þess að Hellisheiðarvirkjun geti verið sporlaus hvað CO2 og H2S varðar árið 2025 auk þess sem framkvæmdin gerir öðrum aðilum kleift að dæla CO2 niður í millikerfi geymslusvæðisins sem eru á um 300 til 700-1000 metra dýpi. Samanlagt er áætlað að allt að 406.000 tonnum af CO2 verði dælt til steinrenningar á ári.

Framkvæmdin er í umhverfismatsskýrslunni borin saman við núllkost sem ekki er talinn koma til greina þar sem hann uppfyllir hvorki opinbera stefnu Orkuveitu Reykjavíkur, móðurfyrirtækis Carbfix, um kolefnishlutleysi árið 2030 né markmið íslenskra stjórnvalda um aukinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og föngum CO2 frá jarðvarmavirkjunum.

Niðurstaða umhverfismatsskýrslu er að áhrif niðurdælingar CO2 til geymslu í jarðlögum á Hellisheiði er talin jákvæð fyrir loftslag en óveruleg á umhverfisþættina geymslugeymi, grunnvatn og jarðskjálftavirkni. Vöktunaráætlun um þessa sömu umhverfisþætti er sett fram í skýrslunni með áætlun um hvenær gripið verði til mótvægisaðgerða og hvar ábyrgð fyrir framfylgd aðgerðanna liggur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Hveragerðisbæjar fagnar metnaðarfullum markmiðum og áætlunum um kolefnishlutleysi, en áréttar á sama tíma mikilvægi vöktunar og að gripið verði til mótvægisaðgerða ef neikvæðra áhrifa niðurdælingar CO2 og S2O gætir á grunnvatn og jarðskjálftavirkni í og við Hveragerðisbæ. Nefndin áskilur sér rétt á að koma með athugasemdir á seinni stigum, standist áætlanir ekki eins og lagt er upp með.

2.Árhólmar - deiliskipulagsgerð

2302004

Kynnt staða vinnu deiliskipulagsbreytingar á Árhólmum.
Til kynningar.

3.Hlíðarhagi - óveruleg deiliskipulagsbreyting

2302037

Lögð er fram breytingartillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu Tark arkitekta ehf. á deiliskipulagi Hlíðarhaga f.h. lóðarhafa. Deiliskipulag Hlíðarhaga var samþykkt í bæjarstjórn þann 13. desember 2018 með síðari breytingu. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að nýta betur landgæði reitarins með því að heimila kjallara undir fjölbýlishúsum á lóðum Hlíðarhaga fyrir geymslur og inntaksrými. Vegna heimildar til kjallara eykst þegar heimilað nýtingarhlutfall lítillega. Tillagan víkur hvorki frá notkun, útliti né formi fyrri heimildar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Hveragerðisbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hlíðarhaga með vísan í 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?