Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

221. fundur 07. febrúar 2023 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Hlynur Kárason
  • Kristján Björnsson
  • Sigurður Einar Guðjónsson
Starfsmenn
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Árhólmar - deiliskipulagsgerð

2302004

Svanhildur Gunnlaugsdóttir landslagsarkitekt hjá Landform ehf. kynnir stöðu vinnu við deiliskipulag á Árhólmum.
Til kynningar.

2.Breiðamörk 3 - lóðablað

2302001

Lagt fram nýtt lóðablað fyrir Breiðumörk 3. Málið var áður tekið fyrir á 154. fundi nefndarinnar þar sem ekki var gerð athugasemd við sameiningu lóða Breiðumerkur 3 og Þelamerkur 32. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðirnar og er lóðablaðið þess vegna lagt fram til samþykktar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt lóðablað vegna sameiningar lóðanna Breiðamörk 3 og Þelamörk 32.

3.Lóðabreyting Lyngheiði 11

2204445

Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Lyngheiði 11 en uppdráttur frá árinu 1973 sýnir fyrirkomulag og stærð lóða. Árið 1976 var samþykkt teikning þar sem gert er ráð fyrir göngustíg á milli Lyngheiðar 11 og Borgarheiðar 8h. Hreppsnefnd Hveragerðishrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. júlí 1980 að fella frá að gera stíginn. Hefur stígurinn því aldrei verið gerður.

Eigandi Lyngheiðar 11 sem er eignarlóð, vill kaupa af bænum skikann sem áður var ætlaður undir stíginn. Lóðin Lyngheiði 11 er 780 m2, bæjarlandskikinn er 64,9 m2 og verður stækkuð lóð því samtals 844,9 m2. Eigandi Borgarheiðar 8h samþykkir fyrirkomulagið með tölvupósti dags. 12. maí 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að fella niður gerð stígs á bæjarlandi, í samræmi við bókun Hreppsnefndar frá árinu 1980. Nefndin gerir heldur ekki athugasemd við að eigandi Lyngheiðar 11 semji við Hveragerðisbæ um kaup á lóðarskikanum til stækkunar á lóð sinni.

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir óleyfisframkvæmdum á lóð og á gildandi samþykkt bæjarins um smáhýsi, girðingar og skjólveggi.

4.Breiðamörk 25a

2210056

Á fundi bæjarráðs þann 6. október 2022 var erindi eiganda við Breiðamörk 25a, rými 0101 og fnr. 227-373, um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði tekið til meðferðar og vísað til umsagnar skipulags- og mannvirkjanefndar. Samþykki allra meðlóðarhafa nema Hveragerðisbæjar fylgir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að þjónustu- og verslunarrými að Breiðumörk 25a, rými 0101 og fnr. 227-3736, verði breytt í íbúð, í samræmi við niðurstöðu og ábendingar umsagnar skipulagsfulltrúa.

5.Breiðumörk 10

2302002

Eigandi Breiðumerkur 10 óskar, með tölvupósti dags. 26. janúar, eftir heimild til að breyta notkun þriggja íbúða á efri hæð í gistiþjónustu í flokki II.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi breyti notkun á efri hæð Breiðumarkar 10 úr þremur íbúðum í að allt húsið sinni atvinnustarfsemi með veitingastað á 1. hæð og gististarfsemi í flokki II á 2. hæð. Fyrirspurnin er í samræmi við ákvæði deili- og aðalskipulags. Sækja þarf um byggingarleyfi sem verður grenndarkynnt.

6.Réttarheiði 9

2301011

Með tölvupósti dags. 2. desember 2022 óskar Ellert Már Jónsson f.h. eigenda eftir heimild til að byggja 13.6 m2 sólskála á Réttarheiði 9. Upphaflegar teikningar af raðhúsum á Réttarheiði 1-11, eftir Stefán Jörudsson og Björn Einarsson, voru samþykktar árið 2001. Gert var þá ráð fyrir 32 m2 blómaskála með glerþaki sem síðar var breytt í stofu. Ekkert deiliskipulag er í gildi og er heimilað nýtingarhlutfall reitar ÍB3 í aðalskipulagi 0,3-0,45. Reiturinn er skv. aðalskipulagi fullbyggður og einkennist af lágreistum einbýlis- rað og parhúsum.

Nú er sótt um að byggja sólskála á verönd til suðurs. Breytingin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar skv. ákvæðum aðalskipulags. Meðfylgjandi er samþykki allra meðlóðarhafa á Réttarheiði 1-11. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og óskað eftir að uppdrættir væru uppfærðir m.t.t. reyndarútlits raðhúsalengjunnar.
Frestað.
Arnar Ingi vék af fundi kl. 18:24.

7.Þórsmörk 3 - grenndarkynning

2302003

Lögð er fram til grenndarkynningar teikning af tveimur raðhúsum með þremur íbúðum hvort að Þórsmörk 3. Raðhúsin eru tvær hæðir og kjallari fyrir geymslu og tæknirými, með heimild fyrir svölum, með eða án svalalokana. Grafið er lítillega frá kjallara að framanverðu (1m) og er þar verönd. Geymslur verða í núverandi bílageymslu á lóð.

Málið hefur áður verið tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. Teikningar voru grenndarkynntar í tvígang og var samþykkt byggingarleyfi gefið út á grundvelli seinni grenndarkynningar þann 18. maí 2022. Frá samþykktum aðalteikningum er sótt um að hækka mænishæð um 0,45m og vegghæð um 1,1m. Tilgangur umsóknar er að nýta efri hæð betur. Ekki er um aðrar breytingar að ræða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið til grenndarkynningar. Grenndarkynning nær til: Þórsmörk 1a, 4, 5 og 6 og Fljótsmörk 2 - 12.
Arnar Ingi kom aftur inn á fund kl. 18:29.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?