Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

217. fundur 04. október 2022 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Snorri Þorvaldsson
  • Hlynur Kárason
  • Kristján Björnsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Hverahlíðalögn - umsagnarbeiðni

2209035

Skipulagsstofnun óskar með tölvupósti dags. 19. ágúst eftir umsögn Hveragerðisbæjar um matsskyldufyrirspurn sem Mannvit hefur unnið fyrir Orku náttúrunnar vegna Hverahlíðalagnar II og liggur mestmegnis samhliða Hverahlíðalögn I.

Markmið Hverahlíðarlagnar II er að flytja gufu frá borholum við Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun. Framkvæmdin er af skýrsluhöfundum talin hafa óveruleg neikvæð umhverfisáhrif í för með sér og er því ekki háð umhverfismati.

Hveragerðisbær hefur áður gert athugasemdir við þau neikvæðu áhrif sem virkjanir á Hellisheiði og á Hengilssvæðinu hafa á nærliggjandi svæði m.t.t jarðskjálftavirkni. Skipulags og mannvirkjanefnd lýsir yfir áhyggjum sínum yfir fallandi þrýstingi í borholum í Hveragerði samhliða aukinni nýtingu Hellisheiðarvirkjunar.

Skipulags og mannvirkjanefnd óskar eftir viðbrögðum vegna þrýstingsfalls og hvetur Orku náttúrunnar til að halda áfram virku jarðskjálftaeftirliti og eftirfylgni með verklagi, til þess að lágmarka áhrif skjálftavirkni í góðu samráði við Hveragerðisbæ og aðra hagsmunaaðila.

2.Árhólmar 1 þjónustumiðstöð - deiliskipulagsbreyting

2206103

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 18. júlí 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi á Árhólmasvæði í Hveragerði fyrir Árhólma 1 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í auknu byggingarmagni þjónustumiðstöðvar innan núverandi byggingareitar úr 350 m2 í 950 m2. Skilmálar eru um gerð og yfirbragð byggingar. Frestur til athugasemda var frá 10. ágúst til 21. september 2022. Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum: Minjastofnun Íslands dags. 9. september 2022, Umhverfisstofnun dags. 20. september 2022 og Vegagerðin dags. 20. september 2022. Tölvupóstur barst frá Fiskistofu eftir útrunninn athugasemdafrest eða þann 26. september.
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum eftir auglýsingatíma í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022. Því er beint til framkvæmdaaðila að sækja um leyfi til Fiskistofu vegna nálægðar framkvæmda við veiðiá og að leitast verði við að framkvæmdirnar verði unnar í sátt við Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar.

3.Dynskógar 22

2209002

Hveragerðisbæ barst þann 1. september 2022 umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun einbýlishúss á lóð Dynskóga 22. Stækkunin er 131,2 m2, að hluta til á tveimur hæðum, með gróðurskála og utanáliggjandi tröppum á suð-vesturhlið byggingar. Lóð er 1268,5m2. Stærð einbýlis eftir breytingu verður 198 m2 og nýtingarhlutfall 0,16.Stækkun er innan heimildar Aðalskipulags Hveragerðisbæjar fyrir íbúðabyggð ÍB6 sem heimilar aukningu byggingarmagns á núverandi íbúðarhúsalóðum í allt að nýtingarhlutfalli 0,3-0,45. Leitast skal við að byggja á baklóðum skv. skilmálum aðalskipulags og halda götumynd eins og kostur er.
Málinu var frestað á síðasta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 216 og óskað eftir umsögn byggingarfulltrúa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi á lóð Dynskóga 22, í samræmi við 1. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að endanleg lausn á sambrunahættu verði leyst. Grenndarkynning nær til Dynskóga 18, 20, 24 og 26 og Laufskóga 21, 23 og 25.

Arnar Ingi vék af fundi kl. 17:42

4.Heiðmörk 17 - grenndarkynning stækkunar

2209076

Hveragerðisbæ barst þann 26. september 2022 umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun einbýlishúss á lóð Heiðmerkur 17. Stækkunin er timburbygging á steyptum sökkli, með steyptan brunavegg á lóðamörkum til austurs. Stækkun er 49,7 m2 og er á baklóð einbýlishússins. Lóð er 620 m2. Stærð einbýlis eftir breytingu verður 178,5 m2 og nýtingarhlutfall 0,29. Stækkun er innan heimildar Aðalskipulags Hveragerðisbæjar fyrir íbúðabyggð ÍB7 sem heimilar nýtingarhlutfall að 0,3-0,4. Leitast skal við að byggja á baklóðum skv. skilmálum aðalskipulags og halda götumynd eins og kostur er.
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingarleyfi Heiðmerkur 17 í grenndarkynningu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til: Heiðmerkur 15, 16 og 19 ásamt Frumskóga 2.
Arnar Ingi kom aftur inn á fund kl. 17:45

5.Framkvæmdaleyfi vegna vegslóða og stígagerðar Zip-line

2209077

Kambagil ehf. hefur með tölvupósti dags. 25. maí 2022 óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir „bílslóða að Svartagljúfri og gönguslóða meðfram gljúfri“ vegna starfsemi Zip-line sem strengd verður á milli svæðis fyrir austan krappa beygju þjóðvegar 1 í Kömbunum og niður í Reykjadal. Upphaf og endir Zip-line verður á möstrum á nýjum lóðum sem báðar eru kallaðar Árhólmar 4 og hafa sama landnúmer. Sótt verður um byggingarleyfi fyrir byggingu mastra og stoðrýma vegna starfsemi Zip-line og tekur framkvæmdaleyfi þetta því aðeins til vega og stígagerðar sem fylgir starfseminni. Stígar og vegslóði eru á landi Hveragerðisbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veita umsækjanda framkvæmdaleyfi, í samræmi við niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2022, og heimila óveruleg frávik vegna breiddar göngustígs meðfram gljúfri í samræmi við 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdaraðila ber að sækja um starfsleyfi fyrir framkvæmdinni hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

6.Byggingarleyfi vegna Zip-line

2209095

Byggingarfulltrúi leggur fram til kynningar aðaluppdrætti vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir Zip-line og vekur athygli á óverulegu fráviki frá deiliskipulagi, vegna staga og varnarsvala utan byggingarreita.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að frávik frá deiliskipulagi verði túlkað sem óverulegt í samræmi við 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og heimili útgáfu byggingarleyfis.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?