Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

216. fundur 06. september 2022 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Snorri Þorvaldsson
  • Hlynur Kárason
  • Kristján Björnsson
  • Sigurður Einar Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Laufskógar 31 - umsókn um nýja aðkomu á lóð

2205039

Umsókn um nýja innkeyrslu á lóð við Laufskóga 31 barst Hveragerðisbæ dags. 27. júlí 2022. Áður höfðu eigendur sótt um tvö ný bílastæði á lóð en verið synjað á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 26. júní 2022.
Nú er sótt um að útbúa nýja innkeyrslu á lóð. Megintilgangur umsóknarinnar er að mynda aðkomu að baklóð sem er mjög stór (1250 m2) og þarfnast hús og lóð mikils viðhalds. Nýja innkeyrslan er eina mögulega aðkoma að baklóðinni og ekki verður um að ræða dagsdaglegt bílastæði. Vilja eigendur vinna að breytingunni í fullu samráði við bæjaryfirvöld.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að eigandi láti gera nýja einbreiða innkeyrslu við lóðamörk í suð-austri á eigin kostnað, í beinu framhaldi af innkeyrslu nágrannans að Laufskógum 29, til þess að sinna viðhaldi á húsi og lóð í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2022. Framkvæmdin skal gerð í fullu samráði við umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar.

2.Reykjamörk 1 - notkunarbreyting

2208216

Hveragerðisbæ hefur þann 20. júlí 2022 borist umsókn um byggingarleyfi um að breyta notkun á skrifstofurými 0101 á 1. hæð Reykjamarkar 1 í íbúð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja notkunarbreytingu rýmis 0101 úr skrifstofurými í íbúð að uppfylltum skilyrðum og ábendingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2022.

3.Grenndarstöð við Heiðarbrún - grenndarkynning

2208248

Hveragerðisbær hefur hug á að koma upp grenndarstöðvum til móttöku sorps í vestur- og austurhluta bæjarins. Grenndarstöðvarnar eru hugsaðar fyrir sorp sem erfitt er að flokka heimafyrir eins og textíl og gler. Ekki er um að ræða hefðbundið heimilissorp sem getur valdið lyktarmengun.

Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar hefur lagt til staðsetningu á bílastæði á bæjarlandi við Heiðarbrún fyrir grenndargám í austurhluta bæjarins. Grenndarstöðin sem koma á fyrir er að gerðinni Node en slík stöð er ekki jarðföst og því þarf ekki að fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að koma henni fyrir. Gert er ráð fyrir að planta gróðri umhveris stöð á þrjá vegu til að skýla stöðinni og milda ásýnd frá nágrenni. Umsókn um framkvæmdaleyfi barst 30. ágúst 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna framkvæmdaleyfi fyrir grenndarstöð við Heiðarbrún, í samræmi við 1.mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Heiðarbrúnar 1, 2, 3, 5, 7, og 20 auk Lækjarbrúnar 17-33.

4.Dynskógar 22 - grenndarkynning

2209002

Hveragerðisbæ barst þann 1. september 2022 umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun einbýlishúss á lóð Dynskóga 22. Stækkunin er 131,2 m2, að hluta til á tveimur hæðum, með gróðurskála og utanáliggjandi tröppum á suð-vesturhlið byggingar. Lóð er 1268,5 m2. Stærð einbýlis eftir breytingu verður 198 m2 og nýtingarhlutfall 0,16.

Stækkun er innan heimildar Aðalskipulags Hveragerðisbæjar fyrir íbúðabyggð ÍB6 sem heimilar aukningu byggingarmagns á núverandi íbúðarhúsalóðum í allt að nýtingarhlutfalli 0,3-0,45. Leitast skal við að byggja á baklóðum skv. skilmálum aðalskipulags og halda götumynd eins og kostur er.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar málinu og vísar til byggingarfulltrúa til umsagnar.

5.Umferðaöryggisskýrsla

2209001

Lögð fram skýrsla Verkís frá 10. júní 2022 um umferðargreiningu í Hveragerði. Talin var umferð á fimm stöðum í bænum og hraði mældur í september til október 2021. Skýrslan gefur til kynna að tilefni er til aðgerða vegna hraðaksturs á tveimur stöðum af fimm.
Skýrsla kynnt.

6.Arkitektúrstefna í Danmörku til kynningar

2209003

Dönsk sveitarfélög hafa mörg samþykkt arkitektúrstefnu til þess að standa vörð um gæði uppbyggingar við þróun sveitarfélaganna þegar laða á að nýja íbúa og fjárfesta.
Málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?