Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

213. fundur 05. apríl 2022 kl. 17:00 - 17:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Snorri Þorvaldsson
Starfsmenn
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var að Breiðumörk 20 og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

1.Öxnalækur, mótun stefnu um uppbyggingu sunnan Hringvegar

2203030

Málið var á dagskrá 212. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem ákveðið var að leita eftir umsögn Landform ehf. um innsenda tillögu teiknistofunnar Arkþing/Nordic, fyrir hönd landeiganda lóðanna Öxnalækur L171630, L171632 og L193639. Tillagan sýnir tvær útfærslur á mögulegri uppbyggingu á svæði sunnan Hringvegar, austan Þorlákshafnarvegar og óskað er eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um skipulagsgerð í framhaldinu. Búið er að hafa samband við Landform og mun umsögn liggja fyrir næsta fund skipulags- og bygginganefndar í maí.

Mikill áhugi er á uppbyggingu á reitum sunnan þjóðvegar m.a. vegna tilfærslu hans í náinni framtíð. Skipulagsfulltrúi bendir á að mikilvægt er að svæðið sunnan þjóðvegar verði skipulagt sem ein heild í samræmi við stefnu Hveragerðisbæjar og í góðum tengslum við núverandi byggð. Vegna þessa er brýnt að endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar fari fram á nýju kjörtímabili.
Í ljósi þess að nú hillir undir að vinna við tilfærslu þjóðvegar 1 hefjist innan fárra missera, og mikils áhuga á uppbyggingu á reitum sunnan þjóðvegar, vill nefndin koma því á framfæri við bæjarstjórn að brýnt er að endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar fari fram á nýju kjörtímabili.

2.Tívolíreitur, ný íbúðar- og miðsvæðisbyggð, breyting á deiliskipulagi.

2203031

Málið var á dagskrá 212. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem ákveðið var að fresta afgreiðslu erindis Suðursala ehf. dags. 3. mars þar sem óskað er eftir að gerðar verði breytingar og skipulagsfulltrúa var falið að hafa samband við lóðarhafa vegna útfærslu tillögu m.t.t. hæða og vöntunar á ítargögnum eins og skuggavarpi. Lögð er fram deiliskipulagsbreyting Landform ehf. dags 4. apríl 2022 á Tívolíreit vegna lóðanna Sunnumörk 3 og Austurmörk 24. Breytingin felst í tilfærslu lóðarmarka á milli lóðanna ásamt tilfærslu heimildar til íbúðabyggðar á milli lóðanna. Hlutföll og stærðir breytast lítillega í skilmálatöflu í samræmi við lóðarstærðir. Að mati skipulagsfulltrúa er breytingin óveruleg þar sem hún víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins. Þar af leiðandi má í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 80/123 falla frá grenndarkynningu þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?