Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

210. fundur 11. janúar 2022 kl. 17:00 - 17:44 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Snorri Þorvaldsson
Starfsmenn
  • Guðmundur F Baldursson skipulagsfulltrúi
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var með fjarfundarfyrirkomulagi og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

1.Hverfisskipulag, hverfisverndarsvæði HV4.

2103049

Málið var áður á dagskrá 202. fundar nefndarinnar, þar sem lögð var fram samþykkt bæjarstjórnar, dags. 11. mars 2021 um gerð hverfisskipulags á íbúðarsvæði innan hverfisverndarsvæðis HV4. Samþykkt var að ganga til samninga við Landform ehf. um gerð skipulagsins. Eftir nánari skoðun á svæðinu og að höfðu samráði við skipulagsfulltrúa, formann skipulagsnefndar og bæjarstjóra var ákveðið að skipulagið ná til vestari hluta hverfisverndarsvæðisins og að Hveragarðinn og hús við Hveramörk og Breiðumörk verði undanskilin. Skipulagssvæðið er um 6,5ha að flatarmáli og afmarkast af Heiðmörk til suðvesturs, lóðum við Dynskóga til norðvesturs, Varmahlíð til norðausturs og Hveragarðinum, gámastöðinni, lóð Veitna ohf. og Heiðmörk 29 og 31a til suðausturs. Reitur með sjö lóðum milli Laufskóga og Frumskóga næst Varmahlíð er undanskilinn því þar er til staðar deiliskipulag. Helstu markmið hverfisskipulagsins er að ná betri landnýtingu innan ramma hverfisverndarinnar og nýta betur þá innviði, sem til staðar eru. Hverfisskipulagið mun væntanlega nýtast vel við endurnýjun og endurbyggingu húsa og stytta afgreiðsluferli byggingarleyfisumsókna þar sem grenndarkynningar verða að mestu óþarfar.

Lögð fram skipulagslýsing skv. 1. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010, gerð af Landform ehf. dags. 10. janúar 2022.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leitað verði umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Nýtt íbúðarsvæði ÍB15, tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

2109069

Málið var á dagskrá 208. fundar nefndarinnar þar sem lögð var fram tillaga að lýsingu á breytingu á aðalskipulagi AT3 reitsins gerð af Landform ehf. dags. 1. nóvember 2021. Breytingin felur í sér að landnotkun á reitnum er breytt úr athafnasvæði í íbúðarsvæði með með heimild fyrir verslun- og þjónustu og athafnastarfsemi að hluta til þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu og ylrækt. Samþykkt var að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila um lýsinguna og kynna hana fyrir almenningi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur það verið gert. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum við lýsinguna var til 31. desember 2021. Umsagir hafa borist frá Mílu, dags. 15. nóvember sl., Sveitarfélaginu Ölfusi dags. 24. nóvember sl., Skipulagsstofnun dags. 26. nóvember sl., Veðurstofu Íslands, dags. 9. desember sl., Umhverfisstofnun dags. 10. desember sl. og Minjastofnun dags. 8. desember sl. þar sem engar athugasemdir voru gerðar við lýsinguna. Minjastofnun bendir á að í fornleifaskráningu Náttúrustofu Vestfjarða frá árinu 2021 sé skráð gömul leið (2585-007) innan reitsins. Sýna þurfi legu hennar á deiliskipulagsuppdrætti og fjalla um áhrif skipulagsins á hana.

Umsögn um skipulagslýsinguna hefur borist frá Náttúrufræðistofnun, dags. 29. desember sl. þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna en hafa þurfi í huga bakka Varmár sem eru á núgildandi náttúruminjaskrá og tryggja þurfi að þeim verði ekki raskað og vanda þurfi til verka við útfærslu á íbúðabyggð næst Varmá þannig að verndargildi árinnar sé ekki ógnað.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, gerð af Landform ehf. dags. 7. janúar 2022, sem felur í sér ofangreinda breytingu á landnotkun.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Ask arkitekta um gerð deiliskipulags á svæðinu í ljósi niðurstöðu samkeppni um skipulag miðbæjar árið 2008 og þekkingu þeirra á staðháttum í Hveragerði.

3.ZIP LINE svifbraut á Árhólmasvæði, tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

2109070

Málið var á dagskrá 209. fundar nefndarinnar þar sem lögð var fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 3. desember sl. um tillögu að breytingu á aðalskipulagi svæðisins gerð af Landform ehf. Jafnframt var lögð fram lagfærð tillaga með breytingum dags. 6. desember sl., þar sem komið var til móts við ábendingar og athugasemdir sem fram komu í ofangreindri umsögn Skipulagsstofnunar, auk þess sem gerðar voru minniháttar breytingar á mörkum landnotkunarreits AF2. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að tillagan, með ofangreindum breytingum, yrði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árhólmasvæðis sem felur í sér tvær lóðir fyrir upphafs- og endapall svifbrautar og fjölgun bílastæða á Árhólmasvæðinu og var tillaga nefndarinnar samþykkt í bæjarstjórn þann 9. desember sl.

Lögð fram umsögn um aðalskipulagstillöguna frá Minjastofnun Íslands dags. 7. janúar 2022, þar sem engar athugasemdir eru gerðar en bent á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Lagt fram til kynningar.

4.Árhólmasvæði, svifbraut og bílastæði, breyting á deiliskipulagi.

2109071

Málið var á dagskrá 209. fundar nefndarinnar þar sem lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Árhólasvæðis ásamt greinargerð og umhverfismati, gerð af Landform ehf. dags. 6. desember 2021, sem felur m.a. í sér tvær nýjar lóðir fyrir upphafs- og endapall svifbrautar við Hengladalaá og fjölgun bílastæða á Árhólmasvæðinu. Samþykkt var að kynna tillöguna fyrir íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa hana í framhaldi af því skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga, samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Árhólmasvæðinu. Deiliskipulagstillan hefur nú verði kynnt í samræmi við ofangreinda samþykkt.

Umsögn um tillöguna hefur borist frá Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 29. desember sl. þar sem vísað er í athugasemdir stofnunarinnar við lýsingu á aðal- og deiliskipulagi, um neikvæð áhrif upphafsturns á landslag svæðisins og mikilvægt sé að vel takist til við hönnun, efnisval og framkvæmd til að draga sem mest úr ásýndaráhrifum. Auk þess telur stofnunin að gera þurfi grein fyrir áhrifum starfsemi svifbrautar á umferð þjóðvegarins í Kömbum og hvort af henni stafi truflun eða slysahætta og einnig þurfi að gera grein fyrir veðurfarslegum þáttum sem geta haft áhrif á starfsemi svifbrautarinnar. Einnig hefur borist umsögn um deiliskipulagstillöguna frá Minjastofnun Íslands, dags. 7. janúar 2022, þar sem engar athugasemdir eru gerðar en bent á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 11. janúar 2022, þar sem óskað er eftir fundi með skipulagsfulltrúa og aðilum sem standa að Zip-line verkefninu til að ræða mæða málið og áhyggjur Vegagerðarinnar af umferðaröryggismálum. Fundurinn var haldinn í dag 11. janúar kl. 13:00. Þar lögðu fulltrúar Vegagerðarinnar áherslu á að hugað verði vel að því að starfsemi svifbrautarinnar trufli ekki umferð um þjóðveginn, turninn falli vel að landi, verði ekki upplýstur með áberandi hætti og ekki notaður fyrir auglýsingar. Vegagerðin áskilur sér rétt á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna á síðari stigum málsins.

Lögð fram ný deiliskipulagstillaga dags. 7. janúar 2022, þar sem komið er til móts við athugasemdir Náttúrufræðistofnunar með breytingum á texta greinargerðar í kafla um skipulagsskilmála svifbrautar og í kafla um sjónræn áhrif hennar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi og breytt tillaga að deiliskipulagi á Árhólmasvæðinu verði auglýstar samhliða í samræmi við 31. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu á texta greinargerðar deiliskipulags sem rædd var á fundinum.

5.Bláskógar 6b, umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi.

2201025

Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Bláskógar 6b, dags. 5. janúar 2022, um byggingarleyfi fyrir 100,5m2 einnar hæðar einbýlishúsi á lóðinni. Byggingarefni er timbur. Lóðarstærð er 327,9m2 og nýtingarhlutfall lóðar er 0,3. Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Framkvæmdin er í samræmi við ákvæði á uppdrætti sem var grenndarkynntur og samþykktur í bæjarráði 20. ágúst 2020.

Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, skilmála í aðalskipulagi fyrir íbúðarreitinn ÍB7 og ákvæði fyrir hverfisverndarsvæði HV4, sem felur í sér að varðveita beri byggðarmynstur og götumynd reitsins. Skipulagsfulltrúi bendir á að lagfæra skal staðsetningu húss á lóðinni Bláskógar 4 á meðfylgjandi afstöðumynd og skila skuli ásýndarmynd af húsum á lóðunum Bláskógar 4 og 6b, séð frá götu.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tilskilin grenndarkynningargögn liggja fyrir.

6.Bláskógar 6c, umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi.

2201024

Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Bláskógar 6c, dags. 5. janúar 2022, um byggingarleyfi fyrir 206,35m2 2ja hæða einbýlishúsi á lóðinni. Byggingarefni er timbur. Lóðarstærð er 806,3m2 og nýtingarhlutfall lóðar er 0,26 Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Framkvæmdin er í samræmi við ákvæði á uppdrætti sem var grenndarkynntur og samþykktur í bæjarráði 20. ágúst 2020 að frátalinni þakgerð sem er mænisþak í staðinn fyrir flatt þak eða portbyggt ris með mænisþaki.

Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, skilmála í aðalskipulagi fyrir íbúðarreitinn ÍB7 og ákvæði fyrir hverfisverndarsvæði HV4, sem felur í sér að varðveita beri byggðarmynstur og götumynd reitsins.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Þelamörk 50 og 52-54, ósk um breytingu á lóðarmörkum.

2201026

Lagt fram bréf frá lóðarhöfum lóðanna Þelamörk 50 og Þelamörk 52-54, dags. 18. desember sl. þar sem óskað er eftir því að lóðarmörkum á milli lóðanna verði breytt þannig að gróðurhús, sem stendur að hluta til á lóðinni Þelamörk 50 og tilheyrir lóðinni Þelamörk 52-54 verði að öllu leyti innan lóðarinnar Þelamörk 50.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:44.

Getum við bætt efni síðunnar?