Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

208. fundur 03. nóvember 2021 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Snorri Þorvaldsson
Starfsmenn
  • Guðmundur F Baldursson skipulagsfulltrúi
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Athafnasvæði AT3, lýsing á breytingu á aðalskipulagi.

2109069

Á 207. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var gerð grein fyrir kynningarfundi, sem haldinn var á bæjarskrifstofunni 22. september sl. þar sem áform bæjarstjórnar um að auka vægi íbúðarbyggðar á landnotkunarreitnum AT3 voru kynnt fyrir viðkomandi landeigendum. Jafnframt var samþykkt var að fela Landform ehf. að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðis 2017-2029, sem feli í sér að ríkjandi landnotkun á AT3 reitnum verði skilgreind sem íbúðarsvæði ÍB15, með heimild fyrir verslun- og þjónustu og athafnastarfsemi að hluta til þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu og ylrækt.

Lögð fram tillaga að lýsingu á breytingu á aðalskipulagi AT3 reitsins gerð af Landform ehf. dags. 1. nóvember 2021.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila um lýsinguna og hún kynnt fyrir almenningi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa.

2109073

Málið var á dagskrá 206 fundar nefndarinnar þar sem lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kambalands gerð af TIS teiknistofu, dags. 1. september 2021, sem felur í sér fjölgun íbúða á Hrauntungusvæðinu úr 70 einbýlum í 111 íbúðir í blandaðri einbýlis- rað- og parhúsabyggð, fjölgun íbúða við Kaplahraun úr 9 raðhúsaíbúðum í blandaða 18 íbúða par- og raðhúsabyggð og breytingu á fyrirkomulagi og aðkomu að leikskóla- og verslunar- og þjónustulóð. Skv. tillögunni fjölgar íbúðum í Kambalandi um 50 íbúðir og verða þær samtals 332 eftir breytingu. Að mati nefndarinnar er breytingartillagan í góðu samræmi við Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029 og lagði hún til við bæjarstjórn að hún yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skv. samþykkt bæjarstjórnar þann 9. september sl. hefur tillagan nú verið auglýst. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 2. nóvember sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 1. október 2021 þar sem m.a. er bent er á að hraunið sem skipulagssvæðið liggur á fellur undir a. lið 2. mgr. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og að forðast beri að raska því, nema brýna nauðsyn beri til og ef það er gert þá þurfi að rökstyðja þá ákvörðun og gera grein fyrir öðrum kostum. Bent er á að skylt sé að afla framkvæmdaleyfis eða byggingarleyfis, vegna framkvæmda sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Lögð er áhersla á að í umhverfisskýrslu verði fjallað um áhrif byggðarinnar á verndargildi jarðmyndana á svæðinu. Stofnunin telur æskilegt að unnið sé dreifilíkan sem sýnir ársmeðaltal mengunarefna á fyrirhuguðu íbúðarsvæði en þjóðvegur 1 umlykur svæðið að norðan, vesta og sunnan.

Tölvupóstur frá landeiganda Hrauntungu 18 dags. 12. október, þar sem gerð er athugasemd við legu göngustígs aftan við lóðirnar næst Hamrinum þar sem hann muni vera í miklum halla og á snjóþungu svæði og lagt til að hann verði færður á þeim kafla í efstu götu.

Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfusi dags. 20. október 2021, þar sem engin athugasemd er gerð.

Bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 25. október 2021, þar sem engin athugasemd er gerð.

Bréf frá Vegagerðinni dags. 26. október 2021 þar sem bent er á fyrirhugaða færslu Hringvegar og að ljúka þurfi þeim framkvæmdum áður en farið er í byggingarframkvæmdir innan veghelgunarsvæðis núverandi vegar.
Nefndin þakkar viðkomandi aðilum fyrir innsendar umsagnir og athugasemdir. Varðandi athugasemd landeiganda Hrauntungu 18 þá telur nefndin eðlilegt að halda umræddum göngustíg áfram inn í skipulaginu til að tryggja almennt aðgengi að opnu svæði við rætur Hamarsins. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt óbreytt.

3.,,ZIP LINE braut á Árhólmasvæði, tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

2109070

Málið var á dagskrá 207. fundar nefndarinnar þar sem gerð var grein fyrir umsögnum sem borist höfðu um skipulagslýsingu verkefnisins og samþykkt að tekið yrði tillit til ábendinga sem þar komu fram.

Jafnframt var lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2021, gerð af Landform ehf. dags. 4. október 2021, sem felur í sér nýtt ferðamanna- og afþreyingarsvæði við Hengladalaá AF2, stækkun á verslunar- og þjónustusvæði VÞ1 og nýjar gönguleiðir við Hengladalaá. Samþykkt var að kynna tillöguna ásamt forsendum hennar og umhverfismati fyrir íbúum bæjarins, Sveitarfélaginu Ölfusi og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur kynningin nú farið fram með tölvupósti til Sveitarfélagsins Ölfus og auglýsingu og kynningarefni á heimasíðu bæjarins og á Facebook síðu Hvergerðinga. Uppdráttur sem fór í kynningu er dags. 21. október 2021 en hann var uppfærður m.t.t. nýrra laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 verði send Skipulagsstofnun til athugunar og að fenginni umsögn hennar verði hún auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Árhólmasvæði, breyting á deiliskipulagi.

2109071

Málið var á dagskrá 207. fundar nefndarinnar þar sem staða máls Reykjadalsfélagsins slf. um að gerð verði breyting á deiliskipulagi Árhólmasvæðis, var til kynningar. Skipulagsfulltrúi gerði þá grein fyrir því að hann hafi óskað eftir því að félagið útfærði nánar hugmyndir sínar á skipulagsuppdrætti og með greinargerð, um helstu rýmisþarfir í landi og húsum, sem hafðar yrðu til hliðsjónar við deiliskipulagsgerðina.

Lagt fram bréf frá Reykjadalsfélaginu dags. 1. nóvember sl. ásamt kynningargögnum með þeim upplýsingum, sem um var beðið. Í bréfinu óskar félagið eftir að fá tækifæri til að kynna hugmyndir sínar nánar fyrir nefndinni.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með Reykjadalsfélaginu og bæjarstjórn og frestar frekari umræðu um málið til næsta fundar.

5.Þórsmörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur nýbyggingum og samtals 6 íbúðum á lóð.

2108025

Málið var á dagskrá 207. fundar nefndarinnar þar sem til umræðu var niðurstaða grenndarkynningar á umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Þórsmörk 3 um byggingarleyfi fyrir 9 íbúðum á lóðinni í tveimur nýjum 2ja hæða húsum og í nýlegum bílskúr sem áformað var að breyta í íbúð. Lögð voru fram þrjú athugasemdarbréf frá nágrönnum og minnisblað frá Verkís um umferðaröryggi í götunni Þórsmörk.

Nefndin ákvað að fresta afgreiðslu málsins og óskaði eftir því að lóðarhafi skoðaði mögulegar breytingar á framkvæmdinni til að koma til móts við athugasemdir við hana.

Lagðir fram breyttir grenndarkynningaruppdrættir þar sem íbúðum á lóðinni er fækkað úr níu í sex, vegg- og mænishæð 2ja hæða húsa er lækkuð um 1,2m, bakhús á lóð er mjókkað um 2,0 m og lengt um 4,0m til vesturs og fært frá lóðarmörkum um 4,3m til suðurs. Nýrri hluti núverandi hús á lóðinni verður geymsla í stað íbúðar. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,36.
Nefndin samþykkti að vísa málinu aftur í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna verulegra breytinga, sem gerðar hafa verið á uppdráttunum.

6.Laufskógar 3, fjölgun fasteigna á lóð

2111018

Lagt fram bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Laufskógar 3, dags. 17. október sl. þar sem hann óskar eftir því að lóðin verði skráð sem fjöleignarlóð með tveimur íbúðum sbr. meðfylgjandi teikningu. Bakhús á lóðinni verður gert að sjálfstæðri íbúð og sameiginleg innkeyrsla verður fyrir báðar íbúðir á lóðinni.
Nefndin samþykkir að vísa málinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?