Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

205. fundur 10. ágúst 2021 kl. 17:00 - 17:53 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Hlynur Kárason
  • Snorri Þorvaldsson
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
Starfsmenn
  • Guðmundur F Baldursson skipulagsfulltrúi
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var á bæjarskrifstofunni Breiðumörk 20 og bauð
fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

1.Heiðmörk 64, óveruleg breyting á deiliskipulagi, niðurstaða grenndarkynningar.

2108016

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. maí var samþykkt tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um að meðhöndla breytingu á deiliskipulagi við Heiðmörk og Þelamörk sem óverulega sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynna hana í samræmi 44. gr. sömu laga. Breytingin felur í sér að byggingarreitur á lóðinni Heiðmörk 64 verður stækkaður sem nemur 203sm til suðvesturs eða að enda núverandi steyptra skjólveggja sem skilja að verandir íbúða í raðhúsinu. markmið breytingarinnar er að gera mögulegt að byggja garðhús við íbúðarhúsið. Að mati skipulagsfulltrúa víkur breytingin ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti eða formi viðkomandi svæðis og að hún hafi fordæmisgildi fyrir aðrar lóðir á deiliskipulagssvæðinu þar sem aðstæður leyfa.

Breytingartillagan hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 18. júní sl. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.

2.Grænamörk 10, tillaga að breytingu á deiliskipulagi NLFÍ svæðis, íbúðarbyggð á reit ÍB14,

2108017

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. maí 2021 var samþykkt tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænumörk 10, gerða af Eflu verkfræðistofu og Arkþing, dags. 18. maí 2021, skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er alls um 11,7ha en sá hluti þess sem lagt er til að verði breytt, nær til er 2,8ha reits, sem í aðalskipulagi er skilgreindur sem íbúðarbyggð ÍB14 og liggur að Þelamörk og íbúðarbyggð við Lækjarbrún.

Breytingartillagan var auglýst frá og með 31. maí sl. og frestur til að gera athugasemdir við hana var til 26. júlí 2021. Eftirfarandi umsagnir og athugasemdir bárust:

Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 6. júlí 2021 þar sem engar athugasemdir eru gerðar en bent á að deiliskipulagssvæðið liggur á fornsögulegu hrauni sem nýtur verndar skv. a. lið 2. mgr. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Forðast beri að raska vistkerfum og jarðminjum sem þar eru taldar upp nema brýna nauðsyn beri til. Áður en framkvæmda- eða byggingarleyfi er veitt á svæðinu ber byggingarfulltrúa að leita umsagnar Umhverfisstofnunar og viðkomandi náttúruverndarnefndar. Stofnunin bendir einnig á að skv. 1. mgr. b. liðar 5.3.2.1 gr. skipulagsreglugerðar skuli setja skilmála um stærð bygginga við gerð deiliskipulags.

Bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 13. júlí 2021 þar sem engar athugasemdir eru gerðar en bent á ákvæði 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012, sem varðar áður ókunnar fornminjar sem kunna að finnast við framkvæmdir.

Bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 15. júlí 2021 þar sem engar athugasemdir eru gerðar en gerð grein fyrir veðurfari í Hveragerði og flóðum í Varmá árið 2007.

Bréf frá Vegagerðinni dags. 16. júlí 2021 þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 26. júlí 2021 þar sem engar athugasemdir eru gerðar en bent á að gera megi betur grein fyrir fyrirkomulagi neysluvatnsöflunar og tengingu svæðisins við fyrirliggjandi fráveitukerfi.

Bréf frá íbúum við Lækjarbrún 34, 36, 38, 40 og 43, dags. 9. júlí 2021 þar sem þeir fara eindregið fram á að hætt verði við byggingar A1 og E3, sem staðsettar eru næst húsum þeirra en ef ekki verði orðið við því þá verði þess í stað reist þar einnar hæðar hús sambærileg núverandi húsum við Lækjarbrún og fjarlægð frá húsi í hús verði að lágmarki 40m. Einnig eru gerðar athugasemdir við staðsetningu á aðkomu að bílakjallara á lóð A þar sem hún er frá innkeyrslu að lóð 34-43 við Lækjarbrún.

Bréf frá stjórn Húseigendafélags Lækjarbrúnar, dags. 19. júlí 2021, þar sem hún gerir athugasemd við að 2ja hæða hús ,,A1? sé einungis í 20m fjarlægð frá einnar hæðar húsum við Lækjarbrún. Húsið liggi samsíða húsum í Lækjarbrún. Lega þess hamli þannig útsýni og skyggi meira á Lækjarbrún en ella. Stjórnin óskar eftir því að fundin verði betri lausn á niðurröðun húsa á reitnum. Stjórn félagsins bendir einnig á að hús E3 er í liðlega 20 m fjarlægð frá húsi nr. 40 við Lækjarbrún og óskar því eftir að fundin verði önnur og betri lega á því húsi. Jafnframt vísar stjórnin í athugasemdir hennar við deiliskipulagslýsingu.
Nefndin þakkar umsagnaraðilum og húseigendum við Lækjarbrún fyrir innsend bréf. Varðandi athugasemdir íbúanna þá bendir nefndin á að skv. ákvæðum aðalskipulags um NLFÍ svæðið, er þar horft til bættrar landnýtingar með áherslu á lágreista byggð. Á ÍB14 reitnum er gert ráð fyrir lágreistri 2ja hæða fjölbýlishúsabyggð, þar sem íbúum er gefinn kostur á þjónustu Heilsustofnunar NLFÍ. Að mati nefndarinnar er breytingartillagan bæði í góðu samræmi við ofangreint ákvæði í aðalskipulagi og við megin markmið skipulagslaga um að stuðla beri að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir umsögn höfunda deiliskipulagstillögunnar um athugasemdir íbúanna og hvort koma megi til móts við þær án þess að víkja frá ofangreindum ákvæðum og markmiðum.

3.Deiliskipulag við Réttarheiði, óveruleg breyting, niðurstaða grenndarkynningar.

2108020

Á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. var samþykkt tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um að meðhöndla breytingu á deiliskipulagi við Réttarheiði sem óverulega sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynna hana í samræmi 44. gr. sömu laga. Breytingartillagan sem gerð er af Landform ehf. dags. 20. maí sl. felur í sér að byggingarreitur fyrir leikskólabyggingar við Finnmörk 1 færist og lengist til suðvesturs meðfram Finnmörk, aðkoma og bílastæði færast frá Finnmörk yfir á norðaustur hluta lóðarinnar, bílastæðum fjölgar úr 23 í 41 stæði og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,15 í 0,20. Að mati skipulagsfulltrúa er tillagan í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag og víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.

Tillagan hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 14. júlí sl. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.

4.Kambaland, drög að breytingu á deiliskipulagi í núverandi Hrauntunguhverfi.

2108021

Málið var á dagskrá 204. fundar nefndarinnar þar sem lagt var til við bæjarstjórn að Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar yrði falið að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kambalands í samræmi við samþykkt bæjarráðs, dags. 6. maí sl. og tillögu bæjarstjóra dags. 3. maí sl. sem felur í sér fjölgun íbúða á svæðinu, meiri fjölbreytni í húsgerðum s.s parhúsum og smærri raðhúsum, aukna fjarlægð byggðarinnar frá Ljóðalaut og Hamrinum, sýnilegar minjar um fornar þjóðleiðir verði gerðar aðgengilegar og að hugað verði að leiksvæðum, göngustígum og aðgengi að vinsælum gönguleiðum. Einnig verði horft til þess að heimila 2ja hæða hús í jaðri byggðar.

Lögð fram frumtillaga TIS teiknistofu að breytingu á deiliskipulagi Kambalands dags. 10. ágúst 2021, sem taka mið af ofangreindri samþykkt bæjarráðs. Skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 70 einbýlishúsum á Hrauntungusvæðinu en skv. tillögunni er gert ráð fyrir 30 einbýlishúsum, 34 parhúsaíbúðum og 51 raðhúsaíbúð eða samtals 115 íbúðum. Íbúðum fjölgar því um 45. Tillagan er enn á vinnslustigi og eftir er að gera grein fyrir stærð og nýtingarhlutfalli lóða o.fl. Gert verður ráð fyrir því að einbýlishús næst Hamrinum á vesturhluta svæðisins megi vera 2ja hæða.
Málið lagt fram til kynningar.

5.ZIP LINE braut við Varmá á Árhólmasvæði.

2108022

Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 15. júlí sl. var tekið fyrir erindi frá félaginu Kambagil ehf., dags. 5. júlí sl. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp Zip-line braut í landi Hveragerðisbæjar auk útsýnispalls við Svartagljúfur. Bæjarráð telur að brautin geti orðið mikið aðdráttarafl í bæjarfélaginu og fól Skipulags- og mannvirkjanefnd að vinna að breytingum á skipulagi í samræmi við meðfylgjandi skipulagslýsingu gerða af Eflu verkfræðistofu dags. 25. júní 2021.

Lögð fram umsögn Landforms ehf. um framkvæmdina þar sem fram kemur að hún samræmist vel landnotkun á útivistarsvæðinu í Árhólmum og Reykjadal en þó skuli leita umsagnar Fiskistofu og Vegagerðarinnar um staðsetningu línu og útsýnispalla.
Nefndin leggur til að leitað verði umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum, hún kynnt fyrir almenningi og veittur verði tveggja vikna frestur til að skila inn athugasemdum.

6.Þelamörk 60, viðbygging, breyting á deiliskipulagi fyrir Edenreit.

2108023

Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Þelamörk 60 dags. 3. ágúst sl. þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum við íbúðarhús á lóðinni. Annars vegar er um að ræða geymslu við norðaustur horn hússins og hins vegar bílskúr og vinnuherbergi norðvestan við húsið, sem verður 0,5m frá lóðarmörkum. Stærð húss á lóðinni er nú 138,0m2 en verður 212,3m3 eftir breytingu. Stærð lóðar er 951,4m2 og verður nýtingarhlutfall lóðar 0,22 eftir breytingu en leyfilegt nýtingarhlutfall hennar er 0,3. Þar sem viðbygging til norðvestur fer 4,0m út fyrir byggingarreit til suðvesturs þá kallar það á breytingu á deiliskipulagi fyrir Edenreit sem felur í sér stækkun á byggingarreit svo viðbyggingin rúmist innan hans. Að mati skipulagsfulltrúa er breytingin óveruleg þar sem hún víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Því sé nægjanlegt að grenndarkynna hana.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umrædd breyting á deiliskipulagi Edenreits verði
grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Brattahlíð 4, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr.

2108024

Tegund lóðar: Íbúðalóð.
Lóðarhafi: Valbjörg Elsa Haraldsdóttir 2703484089, Bröttuhlíð 4, 810 Hveragerði.
Lagt fram bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Brattahlíð 4, þar sem óskað er eftir því að meðfylgjandi fyrirspurnarteikning af 45 m2 bílskúr sem áformað er að byggja á lóðinni, gerð af Andrúm arkitektum ehf. dags. 16. júní sl. verði grenndarkynnt. Flatarmál bygginga á lóð verður samtals um 240m2. Lóðarstærð er 3.108,5m2. Nýtingarhlutfall verður um 0,08.

Lóðin Brattahlíð 4 er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skv.aðalskipulagi er lóðin á íbúðarsvæði ÍB6. Þar er heimilt að byggja 1-2ja hæða hús og nýtingarhlutfall lóða skal vera á bilinu 0,3-0,45 Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Á fyrirspurnarteikningu eru myndir sem sýna smáhýsi á lóðinni ásamt bílastæðum frá Hverahlíð. Húsin og bílastæðin lýsa hvernig nýta mætti lóðina síðar meir en eru ekki hluti af þessu erindi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Þórsmörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur nýbyggingum og samtals 9 íbúðum á

2108025

Tegund lóðar: Íbúðalóð.
Lóðarhafi: Móhús Fasteignir ehf 691220-0950, Valsheiði 7, 810 Hveragerði.
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dags. 23. júní sl. frá lóðarhafa lóðarinnar Þórsmörk 3, þar sem sótt er um leyfi fyrir 9 íbúðum á lóðinni í tveimur nýjum 2ja hæða húsum og í nýlegum bílskúr sem breytt verður í íbúð. Hver íbúð í nýbyggingum verður um 80m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir geymslum og tæknirýmum í kjallara. 12 bílastæði verða á lóð. Flatarmál bygginga ofanjarðar er samtals um 640m2. Lóðarstærð er 1.780m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er um 0,36. Meðfylgjandi eru grenndarkynningaruppdrættir gerðir af Trípólí arkitektum dags. 16. júní sl.

Lóðin Þórsmörk 3 er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skv. aðalskipulagi er lóðin á íbúðarsvæði ÍB10. Þar er heimilt að byggja 1-2ja hæða íbúðarhús og nýtingarhlutfall lóða skal vera á bilinu 0,4-0,6. Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn á framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Lyngheiði 13, nýtt bílastæði á lóð.

2108026

Lagt fram bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Lyngheiði 13, dags. 16. júní sl. þar sem hann óskar eftir að útbúa nýtt bílastæði á lóðinni skv. meðfylgjandi teikningu.
Þar sem staðsetning umrædds bílastæðis kann að varða hagsmuni nágranna þá leggur
nefndin til við bæjarstjórn að erindið verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga.

10.Kambahraun 45, ný bílastæði á lóð.

2108027

Lagt fram bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Kambahraun 45, dags. 10. júní sl. þar sem hann óskar eftir að útbúa nýtt bílastæði á lóðinni skv. meðfylgjandi teikningu.
Þar sem staðsetning umrædds bílastæðis varðar að mati nefndarinnar, ekki hagsmuni
nágranna þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

11.Hveramörk 19, fjölgun fasteigna á lóð, niðurstaða grenndarkynningar.

2108028

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. maí var samþykkt tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um að grenndarkynna skiptingu 2ja hæða íbúðarhúss á lóðinni, fastanúmer 2211018, í tvær sjálfstæðar íbúðarfasteignir, skv. meðfylgjandi aðaluppdrætti gerðum af TGS teiknistofu dags. 23. mars sl. Eftir breytinguna verða þrjár íbúðarfasteignir á lóðinni. Lóðin er á svæði ÍB9 sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029. Svæðið er fullbyggt og leyfilegt nýtingarhlutfall lóða er á bilinu 0,3-0,45. Lóðin er á hverfisverndarreit HV4, sem felur í sér að varðveita beri byggðarmynstur og götumynd reitsins. Að mati skipulagsfulltrúa varðar fjölgun íbúða á lóðinni hvorki ákvæði skilmála í aðal- og deiliskipulagi né hverfisverndarákvæði.

Breytingin hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 16. júní sl. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:53.

Getum við bætt efni síðunnar?