Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

203. fundur 04. maí 2021 kl. 17:00 - 18:14 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Snorri Þorvaldsson
  • Ingibjörg Zoéga Björnsdóttir
Starfsmenn
  • Guðmundur F Baldursson skipulagsfulltrúi
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Gísli Páll setti fund, sem haldinn var á bæjarskrifstofunni Breiðumörk 20 og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

1.Deiliskipulag við Varmá í Hveragerði, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði.

2105006

Þann 11. mars sl. samþykkti bæjarstjórn að auglýsa tillögu, gerða af Ask arkitektum dags. 13. janúar sl. að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem nær til 11 ha. svæðis meðfram Varmá, sem afmarkast til suðurs af Lystigarðinum Fossflöt, til vesturs af götunni Breiðumörk, til norðurs af opnu svæði norðan Friðarstaða og til austurs af Varmá. Í gildi eru tvær deiliskipulagsáætlanir sem ná til hluta svæðisins, deiliskipulag Friðarstaða og deiliskipulag Hverhamars og Hverahvamms, sem falla úr gildi við gildistöku breytingartillögunnar . Breytingartillagan felur m.a. í sér nýjar lóðir fyrir ferðatengda þjónustu, gróðurhús og nýjar íbúðarlóðir. Meginmarkmið tillögunnar er að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu ferða- og heilsutengdrar þjónustu og skapa gott aðgengi að Varmá með gerð góðra göngustíga og áningarsvæða.

Tillagan hefur nú verið auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 3. maí sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 26. mars sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar

Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 12. apríl sl. þar sem bent er á mikilvægi þess að öllu raski við Varmá verði haldið í lágmarki og að tillagan hafi ekki áhrif á verndargildi hennar. Einnig bendir stofnunin á ákvæði 62. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þar sem segir að við vatnsnýtingu og framkvæmdir í eða við vötn skuli leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði á bökkum og næsta umhverfi vatnsins. Stofnunin tekur undir það sem kemur fram í tillögunni að uppbygging nærri bökkum Varmár geti haft neikvæð áhrif á ásýnd svæðisins og bendir á að fossar falli undir b. lið 2. mgr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 að því leyti sýn að þeim spillist ekki. Bent er á að í 61. gr. laganna er kveðið á um sérstaka vernd þeirra vistkerfa og jarðminja, sem taldar eru upp í 1. og 2. mgr. sama ákvæðis. Skv. 3. mgr. ákvæðisins ber að forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra, sem undir greinina falla, nema brýna nauðsyn beri til og ljóst sé að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi.

Bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 30. apríl sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Vegagerðinni dags. 4. maí sl. þar sem gerðar eru athugasemdir við fjölda tenginga við Breiðamörk og leggur til að vegurinn verið aflagður sem héraðsvegur að brúnni yfir Varmá og verði í umsjá sveitarfélagsins sem vegur innan þéttbýlis. Brúin og vegurinn norðan hennar verið áfram sem héraðsvegur í umsjá Vegagerðarinnar.
Nefndin þakkar fyrir innsendar umsagnir um tillöguna og tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar. Varðandi athugasemd Vegagerðarinnar um fjöldatenginga við Breiðumörk þá bendir nefndin á að tillagan geri er ráð fyrir þremur götuþrengingum á Breiðumörk til að draga úr umferðarhraða og sem mótvægi við fjölda götutenginga. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skoðað verði hvort rétt sé að takmarka hámarkshraða á Breiðumörk við 30km/klst. Nefndin tekur ekki afstöðu til tillögu Vegagerðarinnar um að umræddur vegarkafli verði aflagður sem héraðsvegur.

2.NLFÍ, tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

2104029

Þann 11. mars sl. samþykkti bæjarstjórn að auglýsa tillögu, gerða af Landform ehf. dags. 26. janúar sl., að breytingu á aðalskipulagi sem nær til 11,7ha. svæðis, sem Náttúrulækningafélag Íslands hefur til umráða og afmarkast til suðvesturs af Þelamörk og íbúðarbyggð við Lækjarbrún, til norðvesturs af Grænumörk og opnu svæði á Fagrahvammstúni, til norðausturs af strandsvæði meðfram Varmá og til suðausturs af fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Hólmabrún. Skv. gildandi aðalskipulagi eru tveir landnotkunarreitir á svæðinu, S8-Samfélagsþjónusta og VÞ6-verslun-og þjónusta. Breytingartillagan felur í sér nýjan 2,8 ha. landnotkunarreit fyrir íbúðarbyggð ÍB14, sem staðsettur er við Þelamörk á milli Lækjarbrúnar og Hólmabrúnar. Sá hluti VÞ6 reitsins, sem eftir stendur, rennur saman við S8 reitinn. Meginmarkmið tillögunnar er að skapa betri grundvöll til frekari uppbyggingar á starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ og þjónustu tengdri henni og þétting íbúðarbyggðar.

Tillagan hefur nú verið auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 3. maí sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 8. apríl sl. þar sem ekki er gerð athugasemd við auglýsingu tillögunnar en bent á að umfjöllun og auðkenning menningarminja þurfi að vera í samræmi við það hvernig farið er með menningarminjar.

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 26. mars sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 12. apríl sl. þar sem bent er á mikilvægi þess að öllu raski við Varmá verði haldið í lágmarki og að tillagan hafi ekki áhrif á verndargildi hennar. Einnig bendir stofnunin á ákvæði 62. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þar sem segir að við vatnsnýtingu og framkvæmdir í eða við vötn skuli leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði á bökkum og næsta umhverfi vatnsins.

Bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 30. apríl sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Vegagerðinni dags. 4. maí sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.
Nefndin þakkar fyrir innsendar umsagnir um tillöguna og tekur undir ábendingar Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

3.Hlíðarhagi, tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

2104030

Þann 11. mars sl. samþykkti bæjarstjórn að auglýsa tillögu, gerða af Landform ehf. dags. 28. janúar sl., að breytingu á aðalskipulagi, sem nær til 1,8ha. svæðis fyrir íbúðarbyggð ÍB5 og afmarkast til vesturs af Hamrinum, til norðurs af opnu svæði, til vesturs af Breiðumörk og til suðurs að íbúðarbyggð við Laufskóga. Breytingartillagan felur í sér að þéttleiki byggðar á svæðinu fer úr 15 íbúðum/ha. í 25 íbúðir/ha. þar sem áhersla er lögð á lítil fjölbýli og raðhús.

Tillagan hefur nú verið auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 3. maí sl. Eftirfarandi umsagnir og athugasemdir bárust:

Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 8. apríl sl. þar sem ekki er gerð athugasemd við auglýsingu tillögunnar en bent á að umfjöllun og auðkenning menningarminja þurfi að vera í samræmi við það hvernig farið er með menningarminjar í gildandi aðalskipulagi og í greinargerð þurfi að koma fram að í deiliskipulagi verði tekið tilliti til tóftar sem er innan skipulagssvæðisins.

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 26. mars sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 12. apríl sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 30. apríl sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Vegagerðinni dags. 4. maí sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.
Nefndin þakkar fyrir innsendar umsagnir um tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

4.Reykjamörk 22, stækkun lóðar og leyfi til að hefja skipulagsgerð.

2103091

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. apríl sl. var lögð fram bókun bæjarráðs frá 8. apríl sl. um erindi frá Félaginu Reykjamörk ehf. þar sem það óskað er eftir því að fá úthlutað lóðinni Fagrihvammur land L171621, til stækkunar á lóðinni Reykjamörk 22 og heimild til að hefja undirbúning og gerð deiliskipulags fyrir lágreista íbúðarbyggð á lóðinni Reykjamörk 22 í stækkaðri mynd, sbr. meðfylgjandi uppdrætti. Íbúðarbyggðin yrði lágreist þyrping fjölbýlishúss og raðhúsa. Í bókun bæjarráðs kemur m.a. fram að því líst vel á hugmyndir umsækjanda og telur að svæðið henti vel fyrir íbúðabyggð og að eðlilegt geti verið að deiliskipulag geri ráð fyrir að uppbygging á þessu svæði verði á einni hendi en með því gæfist möguleiki á betri nýtingu, heildstæðara yfirbragði og skemmtilegri götumynd en ella gæti orðið. Skýrsla um varðveislumat gróðurhúsa í Hveragerði verði höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórn samþykkti að fela að skipulags- og mannvirkjanefnd að fjalla um erindið að teknu tilliti til afgreiðslu bæjarráðs.

Skv. Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 eru umræddar lóðir á reitnum AT3-Fagrihvammur. Í skilmálum aðalskipulags segir: ,,Áfram er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun gróður- og íbúðarhúsa á reitnum. Heimilt er að byggja upp yl- og garðyrkjustöð innan reits sem og íbúðarhús, allt að 30% af heildarbyggingarmagni. Frekari uppbygging skal grundvallast á heildar deiliskipulagi alls reitsins. Hámarkbyggingarmagn 19.000 m2. Nýtingarhlutfall: 0,6.“ Í gildi er deiliskipulag er deiliskipulag ,,Deiliskipulag á Fagrahvammstúni“, sem nær m.a. til beggja umræddra lóða og gerir það ráð fyrir gróðurhúsum á umræddum lóðum.

Í skýrslunni ,,Samantekt á varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði-janúar 2020“ segir m.a. að blokkhúsin meðfram Reykjamörk eru fágæt og ástand þeirra sæmilegt. Lagt er til að staða þeirra verði skoðuð nánar komi til framkvæmda og/eða deiliskipulagsgerðar á umræddum reit. Varðveislugildi er metið miðlungs.

Lögð fram umsögn Landform ehf. dags. 21. apríl sl. um hvort hugmyndir um íbúðarbyggð að Reykjamörk 22 og stækkun lóðar, kalli á breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags og er niðurstaða hennar að hún geri það.

Með vísan í skilmála aðalskipulags þá er það mat skipulagsfulltrúa að fyrirhuguð uppbygging umsækjanda verði, að óbreyttu aðalskipulagi, að grundvallast á heildarskipulagi AT3 reitsins og að taka verði mið af því við skipulagsgerðina. Í ljósi álits bæjarráðs um að umræddar lóðir henti vel fyrir íbúðarbyggð, áforma umsækjanda, sem fela í sér að tvær gróðurhúsalóðir, sbr. gildandi deiliskipulag og samþykkta ríkjandi landnotkun á AT3 reitnum, víkja fyrir íbúðarbyggð og að ekki hafa komið fram áform um uppbyggingu á ylræktarstarfsemi á reitnum, þá er eðlilegt að bæjarstjórn taki aðalskipulag svæðisins til endurskoðunar áður en ráðist er í deiliskipulagsgerð á svæðinu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulag AT3 reitsins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að vægi íbúðarbyggðar á reitnum verði aukið og samhliða því verði staða gróðurhúsa á honum skoðuð, sbr. ákvæði í skýrslu um varðveislugildi gróðurhúsa. Í framhaldi eða samhliða þeirri vinnu verði ráðist í deiliskipulagsgerð á svæðinu. Að mati nefndarinnar er ekki rétt að úthluta lóð sunnan við lóðina Reykjamörk 22 sem íbúðarlóð, fyrr en landnotkun og lögun hennar og hefur verið ákveðin í breyttu aðal- og deiliskipulagi.

5.Hlíðarhagi, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

2104039

Þann 11. mars sl. samþykkti bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðarhaga, gerða af T.ark arkitektum dags. 25. janúar sl., Um er að ræða 1,8ha. svæði fyrir íbúðarbyggð ÍB5, sem afmarkast til vesturs af Hamrinum, til norðurs af opnu svæði, til vesturs af Breiðumörk og til suðurs að íbúðarbyggð við Laufskóga. Breytingartillagan felur m.a. í sér að á svæðinu fjölgar íbúðum úr 27 í 45 íbúðir. Meginmarkið breytingartillögunnar er að koma til móts við eftirspurn eftir minni og ódýrari íbúðum.

Tillagan hefur nú verið auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 3. maí sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 26. mars sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 12. apríl sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 30. apríl sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.
Nefndin þakkar fyrir innsend umsagnarbréf og leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.

6.Hveramörk 17, ósk um breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis.

2104060

Lagt fram bréf frá lóðarhöfum lóðarinnar Hveramörk 17, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis, sem heimili byggingu 12,4m2 sólskála sunnan megin við íbúðarhús á lóðinni skv. meðfylgjandi teikningu. Lóðin er á svæði ÍB9 sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029. Svæðið er fullbyggt og leyfilegt nýtingarhlutfall lóða er 0,3-0,45. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eftir breytingu verður 0,43. Í breytingunni fellst að byggingarreitur er stækkaður sem nemur fyrirhugaðri byggingu. Lóðin er á hverfisverndarreit HV4, sem felur í sér að varðveita beri byggðarmynstur og götumynd reitsins. Ef byggja á við hús eða fjölga þeim, skal það alla jafna gert á baklóðum húsa þannig að það hafi sem minnst áhrif á götumyndina. Viðbyggingar og ný hús skulu taka mið af formi og hlutföllum núverandi byggðar.

Að mati skipulagsfulltrúa er breytingin óveruleg og í samræmi við skilmála í aðalskipulagi og ákvæði hverfisverndar og varðar ekki hagsmuni annarra en viðkomandi lóðarhafa og Hveragerðisbæjar. Falla megi því frá grenndarkynningu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og fallið verði frá grenndarkynningu.

7.Heiðmörk 64, ósk um breytingu á deiliskipulagi.

2104088

Lagt fram bréf, dags. 19. apríl sl., frá eigendum fasteignarinnar Heiðmörk 64d þar sem þess er óskað að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir raðhúsabyggð við Heiðmörk-Þelamörk, sem felur í sér að byggingarreitur á lóðinni Heiðmörk 64 verði stækkaður sem nemur 203sm til suðvesturs eða að enda núverandi steyptra skjólveggja sem skilja að verandir íbúða í raðhúsinu. Ástæða umsóknarinnar eru áform um að byggja garðhús við íbúðarhúsið, sbr. meðfylgjandi teikningu. Einnig er meðfylgjandi samþykki allra lóðarhafa umræddrar lóðar og sameiginleg yfirlýsing þeirra, dags. 17. apríl sl., um garðhúsin og skjólveggi á lóðinni.

Að mati skipulagsfulltrúa er breytingin óveruleg þar sem hún víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti eða formi viðkomandi svæðis. Því sé ekki ástæða til meðferðar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 heldur skuli fara fram grenndarkynning sbr. 44. gr. sömu laga. Að mati skipulagsfulltrúa hefur breytingin fordæmisgildi fyrir aðrar lóðir á deiliskipulagssvæðinu þar sem aðstæður leyfa.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að farið verði með málið sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og að fram fari grenndarkynning á því.

8.Grænamörk 10, breyting á deiliskipulagi NLFÍ svæðis, íbúðarbyggð á reit ÍB14.

2104100

Lögð fram breytt tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á reit ÍB14, dags. 19. apríl 2021. Málið var á dagskrá 202. fundar nefndarinnar en þá var lögð fram breytt tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á reitnum, dags. 30. mars 2021. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eru þær að gert er ráð fyrir allt að 84 íbúðum á svæðinu í stað 88 íbúða, byggingarreitir hafa verið færðir fjær hraunbrúninni við Varmá, í greinargerð er tekið fram fram að deiliskipulagssvæðið stækkar sem nemur lóðinni Þelamörk 61, kvaðir um aðkomu inn á lóðir eru skilgreindar betur og fjarlægð byggingarreita frá byggð við Lækjarbrún er málsett. Jafnframt færir skipulagshönnuður rök fyrir 2ja hæða húsum við hraunbrúnina, sbr. meðfylgjandi tölvupóst dags. 21. apríl sl. Samtals flatarmál lóða á ÍB14 reitnum er 27.303 m2, meðal nýtingarhlutfall lóða að meðtalinni sameiginlegri lóð er 0,45 ofanjarðar og 0,25 neðanjarðar.
Nefndin telur að skipulagshönnuður hafi komið með fullnægjandi hætti til móts við athugasemdir hennar á síðasta fundi og leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Bláskógar 1, umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, niðurstaða grenndarkynningar.

2104031

Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Húsmót ehf. 7006993239 Hjallabrún 16 810 Hveragerði Stærðir 240.0 m2 954.0 m3 Hönnuður Haukur Ásgeirsson 3012554629

Á 201. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá frá Húsmót ehf. dags. 24. febrúar sl. um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með sambyggðum bílskúr. Byggingarefni er steinsteypa. Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við skilmála í aðalskipulagi, landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt var að grenndarkynna framkvæmdina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framkvæmdin hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 11. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

10.Borgarheiði 14, sólskáli og bílskúr, umsókn um byggingarleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.

2104032

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafar: Einar Örn Arnarsson, kennitala 090381-4909 og Aðalheiður Aldís Sigurðardóttir, kennitala 151090-3039, Borgarheiði 14, 810 Hveragerði.
Hönnuður: Einar Örn Arnarsson, kennitala 090381-4909.

Á 201. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Borgarheiði 14, dags. 25. febrúar sl. um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum við íbúðarhúsið á lóðinni. Annars vegar er um að ræða 32,1m2 sólskála og hinsvegar 63,0m2 viðbyggingu sem í er bílskúr, anddyri og þvottahús. Eftir breytingar verður flatarmál bygginga á lóðinni samtals 212,5m2. Lóðarstærð er 814m2. Nýtingarhlutfall verður 0,26. Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við skilmála í aðalskipulagi, landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt var að grenndarkynna framkvæmdina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framkvæmdin hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 11. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

11.Hrauntunga 18, ósk um leyfi fyrir nýju húsi.

2104022

Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Brynleifur Siglaugsson 2908703219 Dynskógum 11 810 Hveragerði Stærðir 29.7 m2 0.0 m3 Hönnuður Sæmundur Ágúst Óskarsson 1801603109

Á 202. fundi nefndarinnar var lagður fram tölvupóstur frá lóðarhafa lóðarinnar Hrauntunga 18, dags. 25. mars sl. þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja nýtt 29,7 m2 hús á lóðinni Hrauntungu 18 innan byggingarreits merktur 8 á meðfylgjandi uppdrætti. Um er að ræða lítið hús skv. i lið 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar, sem undanþegið er byggingarleyfi. Umsækjandi gerir ráð fyrir að húsið mun hlíta sömu skilmálum og sambærilegt hús sem staðsett er á reit 7, sem veitt var leyfi fyrir árið 2019. Samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins og fela skipulagsfulltrúa að kanna hvort framkvæmdin samræmist ákvæðum deiliskipulags fyrir Kambaland, einkum m.t.t. þess að lóðarmörk Hrauntungu 18 eru ekki í samræmi við deiliskipulagið og að skipulagið gerir ráð fyrir einbýlishúsi á umræddum byggingarreit.

Skipulagsfulltrúi hefur kannað málið og að hans mati samræmist framkvæmdin hvorki ákvæðum deiliskipulags fyrir Kambaland né almennum reglum um byggingarframkvæmdir á lóðum. Umræddur byggingarreitur er skv. deiliskipulagi á óstofnaðri einbýlishúsalóð, sem að hluta til verður utan lóðarmarka Hrauntungu 18. Byggingarreitur er hvorki virkur né er unnt að innheimta byggingargjöld af framkvæmdum innan hans fyrr en lóðin hefur verið stofnuð og gerð byggingarhæf.
Lögð fram tillaga um að leggja til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað. Samþykkt með þremur atkvæðum, Snorri greiddi atkvæði á móti og vill að framkvæmdin verði leyfð.

12.Fagrihvammur L171554, umsókn um skiptingu lóðar.

2105004

Lagt fram bréf frá Fagrahvammi ehf., eiganda lóðarinnar Fagrihvammur 1 (L171554), dags. 29. apríl sl. þar sem óskað er eftir því lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir, sbr. meðfylgjandi lóðarblaði gert af Eflu verkfræðistofu dags. 21. desember 2015. Skiptingin er gerð vegna fyrirhugaðrar sölu á lóðinni. Meðfylgjandi bréfinu eru drög að kvöðum um umferðarrétt um lóðirnar Fagrihvammur land L171621, Fagrihvammur 1 L171554 og óstofnaða lóð að lóðum á Fagrahvammssvæðinu sem ekki eru með vegtengingu við gatnakerfi bæjarins.

Snorri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Nefndin mælir ekki gegn skiptingu lóðarinnar en bendir á að við deiliskipulagsgerð megi reikna með því að umtalsverðar breytingar verði gerðar á lóðarmörkum og nýjar lóðir verði stofnaðar á svæðinu.

13.Hveramörk 19, fjölgun fasteigna á lóð.

2104061

Lagt fram bréf frá lóðarhöfum lóðarinnar Hveramörk 19, dags. 14. apríl sl. þar sem óskað er eftir leyfi til að skipta 2ja hæða íbúðarhúsi á lóðinni, fastanúmer 2211018, í tvær sjálfstæðar íbúðarfasteignir, skv. meðfylgjandi aðaluppdrætti gerðum af TGS teiknistofu dags. 23. mars sl. Eftir breytinguna verða þrjár íbúðarfasteignir á lóðinni. Lóðin er á svæði ÍB9 sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029. Svæðið er fullbyggt og leyfilegt nýtingarhlutfall lóða er 0,3-0,45. Lóðin er á hverfisverndarreit HV4, sem felur í sér að varðveita beri byggðarmynstur og götumynd reitsins.

Að mati skipulagsfulltrúa varðar fjölgun íbúða á lóðinni hvorki ákvæði skilmála í aðal- og deiliskipulagi né hverfisverndarákvæði en þó sé rétt að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingunni verði vísað í grenndarkynningu.

Fundi slitið - kl. 18:14.

Getum við bætt efni síðunnar?