Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

155. fundur 11. október 2016 kl. 17:30 - 18:42
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Björn Kjartansson
  • Daði Steinn Arnarsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson sem mætti í forföllum Eyjólfs K. Kolbeins.
  • Davíð Ágúst Davíðsson var fjarverandi.
Starfsmenn
  • Svanhildur Gunnlaugsdóttir Landform
  • Guðmundur F. Baldursson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Friðrik vék af fundi við umræður og afgreiðslu 5. liðar fundargerðarinnar.

Mál fyrir fundi
Nr. 1
Málsnr. 201602705857
Heiti máls:Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 – Verksstaða.

Lýsing
Svanhildur fór yfir stöðu skipulagsvinnunnar og gerði m.a. grein fyrir drögum að þemakorti um friðun trjágróðurs í Hveragerði en Úlfur Óskarsson, skógfræðingur hefur skráð og staðsett verðmæt tré í bæjarfélaginu. Svanhildur gerði einnig grein fyrir samskiptum Landforms við Vegagerðina varðandi undirgöng undir Suðurlandsveg og stöðuna í vinnu Verkís við umferðarskipulag bæjarins. Stefnt er að því að kynning á lokadrögum aðalskipulagstillögu fari fram þriðjudagurinn 29. nóvember nk.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 2
Málsnr. 201609905886
Heiti máls:  Laufskógar 11, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur gestahúsum og litlu þvottahúsi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-54630110
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Guðrún Eva Mínervudóttir 170376-3909 Laufskógum 11 810 Hveragerði Stærðir 69.8 m2 218.0 m3 Hönnuður Helgi Kjartansson 0302705419

Lýsing
Lögð fram umsókn, dags. 5. september sl. um byggingarleyfi fyrir tveimur 29,3 m2 gistihúsum og einu 16,0 m2 þvottahúsi á lóðinni Laufskógum 11 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Nýtingarhlutfall lóðar fer úr 0,10 í 0,16. Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag er ekki til staðar.

Málið var á dagskrá 154. fundar nefndarinnar og var vísað í grenndarkynningu. Frestur til að gera athugasemdir var til 10. október sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr. 3
Málsnr. 201610155889
Heiti máls: Hraunbær 16, sólskáli, umsókn um byggingarleyfi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-42830140
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Páll Guðmundsson 1401442589 Hraunbæ 16 810 Hveragerði Stærðir 17.1 m2 48.3 m3
Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 1401814639

Lýsing
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dags. 12. september 2016, fyrir sólstofuviðbyggingu við parhúsaíbúð nr. 16 við Hraunbæ. Sólstofan fer um allt að 139 sm út fyrir byggingarreit til vesturs og allt að 27 sm út fyrir byggingarreit til norðurs. Að mati skipulags- og byggingarfulltrúa er um að ræða óverulegt frávik frá deiliskipulagi svæðisins og fyrirhuguð framkvæmd er innan leyfilegs nýtingarhlutfalls lóðarinnar.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt skv.44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 4
Málsnr. 201610815890
Heiti máls Breiðamörk 13, umsókn um breytta notkun húsnæðis.
Þjóðskr.nr. 8716-01-13530130
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst,verslun,gistihús)
Eigandi Kristinn G Kristjánsson 3012474789 Breiðumörk 13 810 Hveragerði Stærðir 52.2 m2 156.6 m3
Hönnuður Hildigunnur Haraldsdóttir 0806544219

Lýsing
Lögð fram umsókn frá Kristni G. Kristjánssyni, dags. 6. október 2016 um breytta notkun húsnæðis að Breiðumörk 13, fastanúmer 225-2842. Húsnæðið er nú nýtt sem gistiheimili en fyrirhugað er að breyta því í íbúð. Aðalskipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni sé blönduð notkun íbúðar- og verslunar- og þjónustu.

Afgreiðsla
Meirihluti nefndarinnar telur eðlilegt að jarðhæðir húsa við Breiðumörk séu nýttar fyrir verslun og þjónustu og leggur því til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað. Daði Steinn sat hjá.

Nr. 5
Málsnr. 201610115891
Heiti máls: Fagrihvammur 1 landnúmer 171554, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr.
Þjóðskr.nr. 8716-01-91130550
Teg. bygg. Bílskúr
Eigandi Fagrihvammur ehf. 520169-4319 Fagrahvammi 810 Hveragerði Stærðir 60.0 m2 192.7 m3
Hönnuður Ingunn Helga Hafstað 0208617469

Lýsing
Lögð fram umsókn dags. 10. október 2016 um byggingaleyfi fyrir bílskúr. Byggingarefni er steinsteypa. Um er að ræða 60 m2 bílgeymslu á stað þar sem bílskúr stóð áður en hann eyðilagðist í Suðurlandsskjálftanum 2008. Lóðin er í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag er ekki til staðar. Að mati skipulags- og byggingarfulltrúa þarf ekki að grenndarkynna framkvæmdina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201 þar sem framkvæmdin snertir ekki hagsmuni nágranna.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr. 6
Málsnr. 201610345892
Heiti máls Heiðmörk 49, umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-69430110
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Þröstur Stefánsson 1404564039 Kambahrauni 32 810 Hveragerði Stærðir 263.3 m2 668.6 m3
Hönnuður Kristinn Ragnarsson 1209442669

Lýsing
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dags. 11. október 2016, fyrir tveggja hæða einbýlishúsi. Lóðarstærð er 825,0 m2. Nýtingarhlutfall er 0,32. Leyfilegt nýtingarhlutfall er 0,4. Bílskúr og anddyri hússins fara lítillega út fyrir byggingarreit. Að mati skipulags- og byggingarfulltrúa er form hússins í góðu samræmi við skipulags- og byggingarskilmála og frávik varðandi byggingarreit hafi ekki áhrif á gæði nágrannalóða. Framkvæmdin þarfnist því ekki grenndarkynningar.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

 

Getum við bætt efni síðunnar?