Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

158. fundur 10. janúar 2017 kl. 17:30 - 19:15
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Björn Kjartansson
  • Daði Steinn Arnarsson
  • Njörður Sigurðsson.
Starfsmenn
  • Oddur Hermannsson Landform
  • Svanhildur Gunnlaugsdóttir Landform
  • Halldór Ásgeirsson Brunavörnum Árnessýslu.
  • Lárus Kristinn Guðmundsson Brunavörnum Árnessýslu
  • Guðmundur F. Baldursson skipulags- og byggingarfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201602705857
Heiti máls: Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 – Verksstaða.

Lýsing
Svanhildur fór yfir stöðu skipulagsvinnunnar og gerði grein fyrir aðalskipulagstillögu ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu. Svanhildur gerði einnig grein fyrir fundi á Skipulagsstofnun þann 31. janúar sl. þar sem gerð var grein fyrir tillögu Vegagerðarinnar um breytta legu Suðurlandsvegar, uppbyggingaráformum Orteca Partners í Ölfusdal, áformum um uppbyggingu á Eden- og Tívolílóðunum og áhrifum þeirra á aðalskipulagsgerðina.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar dags. 25. janúar sl. og tillögu Vegagerðarinnar dags. 6. febrúar sl. um að veglína Suðurlandsvegar á móts við þéttbýlið í Hveragerði, liggi sunnan megin Búrfellslínu 2 í stað þess að liggja norðan megin hennar sbr. meðfylgjandi uppdrátt gerðan af Mannvit 27.01.2017. Vegagerðin nefnir þrjá kosti við að leggja veginn sunnan við Búrfellslínu. Hæðarlega tengibrauta undir Hringveg verði viðráðanlegri, vegurinn verði lægri í landi og því verði sjónræn áhrif minni og hljóðvist frá honum betri og hægt verði að rétta lítillega úr neðstu beygju í Kömbum með auknu umferðaröryggi.

Íbúafundi sem halda átti 31. janúar sl. var slegið á frest þar til tillagan hefði hlotið umfjöllun í skipulagsnefndog bæjarstjórn.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 2
Málsnr. 201611715893
Heiti máls: Deiliskipulag fyrir Dalsbrún, Hjallabrún og Hólmabrún, breytingartillaga.

Lýsing
Málið var á dagskrá 157. fundar nefndarinnar.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hólmabrún, Dalsbrún og Hjallabrún gerð af Landform ehf. dags. 5. janúar 2017 hefur verið send Skipulagsstofnun til umsagnar og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunni Sunnumörk 2, frá og með mánudeginum 9. janúar til þriðjudagsins 21. febrúar nk. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 22. febrúar nk.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 3
Málsnr. 201611925894
Heiti máls: Svæði milli Austurmerkur og Suðurlandsvegar, tillaga að deiliskipulagi.

Lýsing
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Breiðumörk, Austurmörk, Grænumörk og Suðurlandsvegi, gerð af Landform ehf. dags. 6. febrúar 2017. Oddur gerði grein fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að drög að deiliskipulagi reitsins verði aftur til umræðu á fundi nefndarinnar í mars nk. en þá
mun liggja fyrir nánari útfærsla á deiliskipulagi tívolíreitsins í samræmi við umræður á fundi sem haldinn var
þann 1. febrúar sl. með þeim aðilum sem forgang hafa á reitnum.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 4
Málsnr. 201611965914
Heiti máls: Smyrlaheiði 56, umsókn um stækkun á byggingarreit, niðurstaða grenndarkynningar.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Ólafi S. Þórarinssyni, móttekið 8. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit til suðausturs skv. meðfylgjandi grunnmynd en hún sýnir grunnflöt áformaðrar viðbyggingar við íbúðarhúsið að Smyrlaheiði 56. Farið er fram á að byggingarreitur stækki um 4,0 m til austurs og 3,3 m til suðurs. Lögð var fram breytingartillaga að deiliskipulagi fyrir Smyrlaheiði 45-56, gerð af Landform ehf. dags. 28. nóvember 2016 þar sem komið er til móts við óskir bréfritara. Skipulagsfulltrúi hefur fengið umsögn Skipulagsstofnunar um tillöguna og telur hún hana vera óverulega.

Málið var á dagskrá 157. fundar nefndarinnar og var breytingartillögunni vísað í grenndarkynningu. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna var til 10. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.

Nr. 5
Málsnr. 201612355924
Heiti máls: Edenreitur, deiliskipulag.

Lýsing
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundi sem haldinn var í Hveragerði 1. febrúar sl. þar sem þeir aðilar sem forgang hafa á Edenlóðinni og Tívolílóðunum gerðu fulltrúum Hveragerðisbæjar og deiliskipulagshöfundum grein fyrir byggingaráformum sínum á lóðunum. Gert er ráð fyrir að drög að deiliskipulagi reitsins verði til umræðu á fundi nefndarinnar í mars nk.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 6
Málsnr. 20161135915
Heiti máls: Brattahlíð 9, gistiheimili, umsókn um breytta notkun húsnæðis, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr. 8716-01-12630090
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Dvalarheimilið Ás 4301691229 Hverahlíð 20 810 Hveragerði Stærðir 90.0 m2 305.0 m3
Hönnuður Ekki tilgreindur.

Lýsing
Lagt fram bréf dags. 14. nóvember 2016 frá Júlíusi Rafnssyni f.h. Áss dvalar- og hjúkrunarheimilis þar sem óskað er eftir leyfi til að nýta húsið að Bröttuhlíð 9 sem gistiheimili. Málið var á dagskrá 157. fundar nefndarinnar og var breytingartillögunni vísað í grenndarkynningu. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna var til 10. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Nr. 7
Málsnr. 201611575916
Heiti máls: Hverahlíð 8, gistiheimili, umsókn um breytta notkun húsnæðis, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr. 8716-01-44730080
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Grund dvalar- og hjúkrunarheimili 5801691209 Hverahlíð 20 810 Hveragerði Stærðir 66.0 m2 221.0 m3 Hönnuður Ekki tilgreindur.

Lýsing
Lagt fram bréf dags. 14. nóvember 2016 frá Júlíusi Rafnssyni f.h. Áss dvalar- og hjúkrunarheimilis þar sem óskað er eftir leyfi til að nýta húsið að Hverahlíð 8 sem gistiheimili. Málið var á dagskrá 157. fundar nefndarinnar og var breytingartillögunni vísað í grenndarkynningu. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna var til 10. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Getum við bætt efni síðunnar?