Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

160. fundur 07. mars 2017 kl. 17:30 - 19:12
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Björn Kjartansson
  • Daði Steinn Arnarsson
  • Njörður Sigurðsson.
Starfsmenn
  • Oddur Hermannsson Landform
  • Svanhildur Gunnlaugsdóttir Landform
  • Halldór Ásgeirsson Brunavörnum Árnessýslu
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi og Guðmundur F. Baldursson
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201602705857
Heiti máls: Tillaga að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 – Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.

Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og var Skipulagsstofnun sent tillagan til staðfestingar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skv. bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 20. nóvember sl. verður aðalskipulagið staðfest þegar gerðar hafa verið lagfæringar á aðalskipulagsgögnunum sbr. þær athugasemdir sem fram koma í ofangreindu bréfi stofnunarinnar. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl. með samantekt á athugasemdum Skipulagsstofnunar og tillögur skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa um lagfæringar á skipulagstillögunni til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun hefur fallist á lagfæringarnar og telur þær fullnægjandi viðbrögð við athugasemdum hennar.

Oddur gerði grein fyrir þeim lagfæringum sem gerðar voru á aðalskipulagstillögunni.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Sveitarfélaginu Ölfusi og öðrum formlegum umsagnaraðilum og þeim veittur hæfilegur tímafrestur til að gera athugasemdir við hana sbr. 2. mgr. 4.6.1 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Nr. 2
Málsnr. 201611715893
Heiti máls: Deiliskipulag fyrir Dalsbrún, Hjallabrún og Hólmabrún, breytingartillaga.

Lýsing
Málið var á dagskrá 157. og 158. fundar nefndarinnar.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hólmabrún, Dalsbrún og Hjallabrún gerð af Landform ehf. dags. 5. janúar 2017 hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með mánudeginum 9. janúar til þriðjudagsins 21. febrúar sl. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til 22. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.

Nr. 3
Málsnr. 201611925894
Heiti máls: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk - Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.

Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk og var Skipulagsstofnun sent tillagan til athugunar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafi áttu fund með fulltrúa Skipulagsstofnunar dags. 20. nóvember sl. þar sem hún óskaði eftir lagfæringum á deiliskipulagstillögunni sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl.

Lagður fram leiðréttur deiliskipulagsuppdráttur ásamt leiðréttri greinargerð dags. 30. nóvember sl. Með leiðréttingunum er komið til móts við þær athugasemdir sem fram komu á fundi með fulltrúa Skipulagsstofnunar þann 20. nóvember sl. Oddur gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar vora á deiliskipulagstillögunni.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að við deiliskipulagsgerðina verði tekið mið af þeim tillögum sem fram koma í kynningunni. Nefndin bendir þó á að ekki er samræmi milli texta og þrívíddarmynda varðandi hæð húsa á Eden lóðinni . Hús á Eden lóðinni eiga ekki að fara yfir 3 hæðir. Nefndin bendir jafnframt á að hafa þarf samráð við handhafa byggingarréttar að Mánamörk 2 áður en hægt verður að halda áfram með deiliskipulag á þeim hluta.

Nr. 4
Málsnr. 201612355924
Heiti máls: Tillaga að nýju deiliskipulagi á Edenreit - Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.

Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu að deiliskipulagi Edenreits og var Skipulagsstofnun sent tillagan til athugunar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafi áttu fund með fulltrúa Skipulagsstofnunar dags. 20. nóvember sl. þar sem hún óskaði eftir lagfæringum á deiliskipulagstillögunni sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl. Tillagan hefur verið lagfærð til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar og er nú til athugunar já henni.

Lagður fram leiðréttur deiliskipulagsuppdráttur ásamt leiðréttri greinargerð dags. Með leiðréttingunum er komið til móts við þær athugasemdir sem fram komu á fundi með fulltrúa Skipulagsstofnunar þann 20. nóvember sl. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar vora á deiliskipulagstillögunni.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að við deiliskipulagsgerðina verði tekið mið af þeim tillögum sem fram koma í kynningunni. Að öðru leiti er vísað í afgreiðsluna á lið 3 hér að framan.

Nr. 5
Málsnr. 20170255927
Heiti máls: Breiðamörk 1C, nýtt deiliskipulag.

Lýsing
Deiliskipulag lóðar Hótels Arkar, Breiðamörk 1C tók gildi með auglýsingu í b-deild Stjórnartíðinda 29. maí sl. Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 26. maí sl. kemur fram að henni hafi borist tölvupóstur með athugasemdum frá hagsmunaaðila um skort á samráði. Stofnunin telur ekki slíkan ágalla á kynningu að endurtaka þurfi málsmeðferð en leggur til við bæjarstjórn að skoða betur athugasemdir um efni deiliskipulagsins.

Lögð fram mótmæli íbúa að Bjarkarheiði 17-23, 25-31og 33-39, móttekin 2. júní 2017 þar sem deiliskipulagi fyrir Breiðumörk 1C og fyrirhugaðri framkvæmd á lóðinni er mótmælt þar sem hún muni hafa veruleg og vond áhrif á nánasta umhverfi og rýra verðgildi húsa þeirra. Þess er krafist að deiliskipulagið verði fellt úr gildi og framkvæmdir stöðvaðar þegar í stað.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim lagfæringum sem ræddar voru á fundinum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?