Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

165. fundur 08. ágúst 2017 kl. 17:30 - 18:20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Ingibjörg Zoega
  • Njörður Sigurðsson
  • Daði Steinn Arnarsson boðaði forföll
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201705505939
Heiti máls Brattahlíð 1-3 breyting á deiliskipulagi.

Lýsing
Lagt fram bréf ásamt uppdrætti, móttekið 24. maí 2017, frá Kristni Ragnarssyni arkitekt, f.h. lóðarhafa lóðanna Brattahlíð 1-3 þar sem óskað er eftir því að breytingar verði gerðar á deiliskipulagsskilmálum sem fela í sér að vegghæð húsa megi vera 4,0m í stað 3,0m og nýtingarhlutfall lóðar nr. 3 megi vera 0,45 í stað 0,4. Málið var á dagskrá 163. fundar nefndarinnar og var þá vísað í grenndarkynningu. Grenndarkynningin hefur farið fram. Frestur til að gera athugasemdir rann út 13. júlí sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.

Nr. 2
Málsnr. 201706165941
Heiti máls: Tillaga um að leiksvæði í Heiðarbrún verði breytt í einbýlishúsalóð.

Lýsing
Á fundi bæjarráðs þann 1. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsfulltrúa um að íhugað yrði hvort rétt sé að breyta leiksvæði í Heiðarbrún á milli lóða nr. 43 og 45 í einbýlishúsalóð, sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 30. maí sl. Lóðin er 742,0m2 að flatarmáli og því jafnstór aðliggjandi einbýlishúsalóðum. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði kynnt formlega fyrir nágrönnum með grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni umfjöllun skipulags- og mannvirkjanefndar. Málið var á dagskrá 163. fundar nefndarinnar og var þá vísað í grenndarkynningu. Grenndarkynningin hefur farið fram. Frestur til að gera athugasemdir rann út 13. júlí sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Frá lóðarhöfum að Heiðarbrún 57 dags. 20. júní 2017, en þau eru ósátt við breytingartillöguna. Leikvöllurinn hafi verið hluti af ástæðunni fyrir því að þau keyptu hús í nágrenni hans. Þau segja að leikvöllurinn sé notaður af eldri börnum.

Frá lóðarhafa að Heiðarbrún 45, dags. 13. júlí 2017. Lóðarhafi telur svona leiksvæði í íbúðarhverfum vera mjög aðlaðandi, geri umhverfið skemmtilegra og skapi líf í götunni.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ákvörðun um framtíðarnotkun lóðarinnar verði frestað þar til reynsla er komin á ný leiksvæði í grenndinni.


Nr. 3
Málsnr. 201708755948
Heiti máls: Edenreitur, tillaga um götuheiti.

Lýsing
Málið var rætt á síðasta fundi nefndarinnar. Eyþór leggur til að göturnar tvær á reitnum fái heitin Aldinmörk og Edenmörk og í þeirri röð talið frá Breiðumörk. Með því væri vísað til garðyrkju- og söluskálans Eden.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga Eyþórs verði samþykkt.

Nr. 4
Málsnr. 201708695947
Heiti máls: Hjallabrún 18-20, fyrirspurn um innra skipulag íbúða.
Lýsing Lögð fram fyrirspurn frá Antoni Svani Guðmundssyni, kt. 050686-3539, dags. 19. júlí 2017, lóðarhafa parhúsalóðar nr. 18-20 við Hjallabrún, um hæðir, hæðarkóta og nýtingarhlutfall sbr. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla
Nefndin telur vel mögulegt að fella bygginguna að gildandi skipulagsskilmálum en bendir þó á að meðfylgjandi uppdrættir mættu vera skýrari þannig að sjá megi hvort byggingin uppfylli að öðru leyti ákvæði byggingarreglugerðar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?