Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

170. fundur 06. febrúar 2018 kl. 17:30 - 18:20
Nefndarmenn
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Ingibjörg Zoega
  • Njörður Sigurðsson
  • Daði Steinn Arnarsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson sem mætti í forföllum Eyþórs H. Ólafssonar.
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyjólfur K. Kolbeins setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201801575958
Heiti máls: Deiliskipulag Edenreits, kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. janúar 2018 ásamt meðfylgjandi afriti kæru, mótt. 25. janúar sl. og útgefin s.d., ásamt fylgigögnum þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 14. desember 2017 um deiliskipulagsáætlanir á svokölluðum Eden-reit í Hveragerði, sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda þann 21. desember 2017, verði felld úr gildi og að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan málið sé til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. ÚUA fer fram á að fá í hendur gögn er málið varða fyrir 5. febrúar nk. og er Hveragerðisbæ gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna til sama tíma. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar að öðru leyti er 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Bæjarstjóri hefur falið Helga Jóhannessyni hrl, að gæta hagsmuna bæjarins vegna framkominnar kæru og hefur hann sent úrskurðarnefndinni gögn um málið.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 2
Málsnr. 201802425960
Heiti máls: Suðurlandsvegur um Hveragerði, breyting á framkvæmd, ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.

Lýsing
Um er að ræða breytingu á legu Suðurlandsvegar um Hveragerði miðað við veglínu sem var gert ráð fyrir í mati á umhverfisáhrifum fyrir nokkrum árum. Breytingin felst í færslu vegarins á kaflanum frá Kambarótum að Varmá, suður fyrir Búrfellslínu 2. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt 6. gr. og liðum 10.07 og 13.02 í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 11. janúar 2018, hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að á grundvelli fyrirliggjandi gagna séu breytingar á legu Suðurlandsvegar um Hveragerði ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laganna um mat á umhverfisáhrifum. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 3
Málsnr. 201801595955
Heiti máls: Heiðarbrún 13, snyrtistofa, umsókn um breytta notkun húsnæðis.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Steinunni Aradóttir, lóðarhafa lóðarinnar Heiðarbrún 13 þar sem hún óskar eftir leyfi til að nýta geymslu og þvottahús í bílskúr sem snyrtistofu, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málinu verði vísað í grenndarkynningu sbr. 44. gr, skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 4
Málsnr. 201801345956
Heiti máls: Sveitarfélagið Ölfus - Virkjun á Hellisheiði, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Lýsing
Lögð fram til umsagnar tillaga að breytingu á deiliskipulagi – Virkjun á Hellisheiði, gerð af Landslag ehf. dags. 6. desember 2017. Í breytingunni felst stækkun á skipulagssvæði virkjunarinnar til norðvesturs meðfram Búrfellslínu og Sogslínu. Með stækkuninni er iðnaðarsvæði á Hellisheiði skv. gildandi aðalskipulagi fullnýtt. Orka náttúrunnar áformar að reisa jarðhitagarð á svæðinu, sem stækkun skipulagssvæðisins nær til.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að engar athugasemdir verði gerðar við breytingartillöguna.

Nr. 5
Málsnr. 201802185959
Heiti máls: Aðveitulögn Vatnsveitu á Sólborgarsvæði (Reykir land 176136)

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur ásamt afstöðumynd, frá Sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 5. febrúar 2018, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir 1. áfanga aðveitulagnar vatnsveitu frá vatnsbóli norðan við Ölfusborgir að vatnsveitunni Berglindi. Áformað er að leggja lögnina meðfram reiðvegi sem liggur upp meðfram landi Ölfusborga og meðfram veginum að Ölfusborgum frá Þjóðvegi, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd gerð af Eflu Suðurlandi dags. 12. desember 2016.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfi fyrir framkvæmdinni verði veitt með þeim fyrirvara að Sveitarfélagið Ölfus kosti færslu á lögninni meðfram veginum frá Þjóðvegi að Ölfusborgum, þegar framkvæmdir hefjast á Sólborgarsvæðinu skv. deiliskipulagi svæðisins.

 

Getum við bætt efni síðunnar?