Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

171. fundur 01. mars 2018 kl. 17:30 - 18:30
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Ingibjörg Zoega
  • Njörður Sigurðsson
  • Daði Steinn Arnarsson var fjarverandi.
Starfsmenn
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi boðaði forföll
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201801575958
Heiti máls: Deiliskipulag Edenreits, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, úrskurður.

Lýsing
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál 13/2018, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Hveragerðis frá 14. desember 2017 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Eden-reit. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var að vísa kærunni frá þar sem hún barst eftir að kærufresti lauk.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 2
Málsnr. 201802825961
Heiti máls: Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Lýsing
Á fundi bæjarstjórnar þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókun gerð: ,,Í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði í bæjarfélaginu samþykkir bæjarstjórn jafnframt að fela skipulags- og mannvirkjanefnd að hefja nú þegar endurskoðun á deiliskipulagi fyrsta áfanga Kambalands með þéttingu byggðar í huga. Nefndinni er einnig falið að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu til að úthluta megi lóðinni á horni Frumskóga og Varmahlíðar fyrir íbúðir. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn 5 að gróðurhús við Þórsmörk sem er í eigu bæjarfélagsins verði rifið eða flutt og nú þegar auglýstar lausar til úthlutunar þær lóðir sem þar eru á skipulagi.“

Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa, dags. 28. febrúar sl. um þéttingu byggðar í Kambalandi. Í minnisblaðinu er sett fram tillaga um fjölgun íbúða um samtals 55 íbúðir í götum 3, 4, 7 og 8, sem staðsettar eru á suðurhluta Kambalands, Lega gatna breytist ekki frá gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið en gert er ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi lóða og allt að 30 bílastæðum á þremur reitum utan lóðarmarka. Í götum 3 og 7 er gert ráð fyrir blandaðri byggð rað- og parhúsa í stað einbýlishúsa, í götu 4 er gert ráð fyrir blandaðri byggð rað- og 2ja hæða fjölbýlishúsa í stað raðhúsa og í götu 8 er gert ráð fyrir 2ja hæða fjölbýlishúsum í stað einbýlishúsa. Skv. tillögunni fer fjöldi íbúða á umræddu svæði úr 116 í 171 íbúð. Tillagan er í samræmi við ákvæði í Aðalskipulagi Hveragerðis en þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar í Kambalandi.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að höfundum deiliskipulagsins verði falið að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kambalands í samræmi við tillögu í minnisblaði byggingarfulltrúa.

 

Getum við bætt efni síðunnar?