Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

201. fundur 02. mars 2021 kl. 17:00 - 17:35 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson varaformaður
  • Snorri Þorvaldsson
  • Ingibjörg Zoéga mætti í forföllum Laufeyjar Sif Lárusdóttur
  • Hlyns Kárasonar
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingar- og mannvirkjafulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var með fjarfundarfyrirkomulagi og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi:

Nr. 1
Málsnúmer: 201809205986
Heiti máls: Nýtt deiliskipulag við Varmá í Hveragerði, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði.

Lýsing á máli:
Á 199. fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Varmá, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði ásamt skýringaruppdrætti og greinargerð. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði kynnt fyrir íbúum Hveragerðisbæjar og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var kynnt á rafrænum TEAMS íbúafundi þann 4. febrúar sl. sbr. fundargerð bæjarstjóra. Um 30-40 manns skráðu sig á fundinn. Á fundinum gerðu þeir Páll Gunnlaugsson, Ask arkitektum ehf. og Þráinn Hauksson, Landslag ehf. grein fyrir deiliskipulagstillögunni. Nokkrar fyrirspurnir komu fram á fundinum s.s. um jarðsprungu í Reykjafjalli, fráveitumál, göngustíga og grænar lausnir í skipulagstillögunni og var þeim svarað á fundinum.

Lögð fram lítið breytt tillaga að deiliskipulagi svæðisins, sem felur í sér að göngustígur á milli lóða við Álfafell 8 og 9 annars vegar og 10 hinsvegar er felldur niður.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 2
Málsnúmer: 202010636072
Heiti máls: NLFÍ, tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Lýsing á máli:
Á 200. fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem nær til landnotkunarreita VÞ6 og S8, gerð af Landform ehf. og drög að deiliskipulagi íbúðarsvæðis ÍB14 ásamt skýringarmyndum gerðum af Eflu verkfræðistofu og Arkþing Nordic dags. 21. janúar 2021. Einnig var lögð fram fornleifaskráning vegna fyrirhugaðra framkvæmda á NLFÍ- og Fagrahvammssvæðinu í Hveragerði gerð af Náttúrustofu Vestfjarða. Nefndin samþykkti að senda aðalskipulagstillöguna til umsagnar Skipulagsstofnunar og kynna hana fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Það hefur nú verið gert og var veittur frestur til 1. mars. sl. til að skila inn athugasemdum við hana. Umsögn barst frá sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 1. mars sl. þar sem engar athugasemdir voru gerðar. Engar aðrar athugasemdir bárust.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundi sem hann átti með fulltrúum NLFÍ og ráðgjöfum þeirra þann 10. febrúar sl. þar sem hann gerði þeim grein fyrir athugasemdum skipulagsnefndar á síðasta fundi hennar varðandi nálægð húsa við hraunbrúnina við Varmá, hleðslustöðvar fyrir rafbíla, fjölda bílastæða og sorpgerða og staðsetningu þeirra o.fl.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 3
Málsnúmer: 202010176074
Heiti máls: Hlíðarhagi, tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Lýsing á máli:
Á 200. fundi nefndarinnar voru lagðar fram umsagnir um lýsingu á skipulagsverkefninu frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hlíðarhagareits ÍB5, gerð af Landform dags. 28. janúar sl. og tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Hlíðarhaga ásamt greinargerð dags 25. janúar 2021 og samþykkt að senda aðalskipulagstillöguna til umsagnar Skipulagsstofnunar og kynna hana fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Það hefur nú verið gert og var veittur frestur til 1. mars. sl. til að skila inn athugasemdum. Umsögn barst frá sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 1. mars sl. þar sem engar athugasemdir voru gerðar. Engar aðrar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillögurnar verði auglýstar skv. 1. mgr. 31. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 4
Málsnúmer: 202102826085
Heiti máls: Edenreitur, tillaga að skilmálabreytingu deiliskipulags.

Lýsing á máli:
Lagt fram bréf frá Suðursölum ehf. dags. 25. febrúar sl. þar sem farið er fram á að gerð verði skilmálabreyting á deiliskipulagi fyrir Edenreit, sem felur í sér fjölgun íbúða við Aldinmörk og Edenmörk um samtals 7 íbúðir, sbr. meðfylgjandi tillögu. T.ark arkitekta merkt nr. 17. Íbúðir minni en 80m2 verða 66 talsins en voru áður 49. Íbúðir stærri en 80m2 verða 8 en voru áður 18.

Skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einu 1 bílastæði fyrir hverja íbúð undir 80m2 og tveimur bílastæðum fyrir hverja íbúð yfir 80m2. Lágmarks bílastæðafjöldi verður því 82 stæði en var áður 86 stæði. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir 90 bílastæðum við umræddar götur og verða umframstæði því 8 í stað 4 stæða.

Að mati skipulagsfulltrúa víkur ekki frá samþykktri landnotkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og að fallið verði frá grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 5
Málsnúmer: 202102866084
Heiti máls: Bláskógar 1, umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafi: Húsmót ehf. kennitala 700699-3239, Hjallabrún 16, 810 Hveragerði.
Hönnuður: Haukur Ásgeirsson, kennitala 301255-4629.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn frá Húsmót ehf. dags. 24. febrúar sl. um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með sambyggðum bílskúr. Byggingarefni er steinsteypa. Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt mæli- og hæðarblað fyrir lóðina og að mati skipulagsfulltrúa er hún í samræmi við skilmála í aðalskipulagi, landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 6
Málsnúmer: 202103416086
Heiti máls: Borgarheiði 14, sólskáli og bílskúr, umsókn um byggingarleyfi.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafar: Einar Örn Arnarsson, kennitala 090381-4909 og Aðalheiður Aldís Sigurðardóttir, kennitala 151090-3039, Borgarheiði 14, 810 Hveragerði.
Hönnuður: Einar Örn Arnarsson, kennitala 090381-4909.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Borgarheiði 14, dags. 25. febrúar sl. um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum við íbúðarhúsið á lóðinni. Annars vegar er um að ræða 32,1m2 sólskála og hinsvegar 63,0m2 viðbyggingu sem í er bílskúr, anddyri og þvottahús. Eftir breytingar verður flatarmál bygginga á lóðinni samtals 212,5m2. Lóðarstærð er 814m2. Nýtingarhlutfall verður 0,26.

Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við skilmála í aðalskipulagi, landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Getum við bætt efni síðunnar?