Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

195. fundur 18. ágúst 2020 kl. 17:03 - 17:54 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Snorri Þorvaldsson var fjarverandi.
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Fundurinn hófst kl. 17:03 og var slitið kl. 17:54

Mál fyrir fundi:
Nr. 1
Málsnúmer: 201812216000
Heiti máls: Kambahraun 51, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og við bílskúr, niðurstaða grenndarkynningar.
Tegund lóðar: Íbúðarlóð
Lóðarhafi: Gísli Tómasson kennitala 300377-5489, Kambahrauni 51, 810 Hveragerði.
Hönnuður aðaluppdrátta: Sigurður Þ Jakobsson kennitala 100745-6589.

Lýsing á máli:
Á 194. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Kambaraun 51 um byggingarleyfi fyrir 36,0m2 viðbyggingu við íbúðarhús og 42,3m2 viðbyggingu við bílskúr á lóðinni, skv. meðfylgjandi uppdráttum og var samþykkt að vísa málinu í grenndarkynningu.

Framkvæmdin hefur nú verið grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var frestur til að gera athugasemdir við hana til 20. júlí sl. Athugasemd barst frá lóðarhöfum lóðarinnar Kambahraun 60, dags. 19. júlí sl. Þau telja að framkvæmdin samræmist ekki götulínu og skipulagi á Kambahraunsgötunni, stækkun á íbúðarhúsnæðinu til vesturs standist ekki reglur um innsýn, sem koma fram í byggingarreglugerð og skerðing yrði á fallegri fjallasýn upp í Hamarinn.

Skipulagsfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla máls:
Á svæðinu er ekki í gildi deiliskipulag og fyrirhugaðar viðbyggingar við bæði bílskúr og íbúðarhús eru á baklóð, þar af leiðandi er ekki um breytta götulínu að ræða. Varðandi innsýn milli húsa þá er almennt 10m milli aðliggjandi húsa í Kambahrauni en milli Kambahrauns 60 og fyrirhugaðar viðbyggingar eru u.þ.b. 17m, að auki er umtalsverður hár trjágróður milli húsanna, sem skerða nú þegar verulega sýn milli húsanna, og fjallasýn. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Nr. 2
Málsnúmer. 202006696057
Heiti máls
: Dynskógar 24, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, niðurstaða grenndarkynningar.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafar: Baldvin Þór Svavarsson kennitala 190488-4389 og Sunna Líf Hafþórsdóttir kennitala 190488-4389, Dynskógum 24, 810 Hveragerði.

Hönnuður aðaluppdrátta: Eiríkur Vignir Pálsson 0109754179

Lýsing á máli:
Á 194. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá lóðarhöfum lóðarinnar Dynskógar 24, um byggingarleyfi fyrir 86,5m2 viðbyggingu við einbýlishús á lóðinni, skv. meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Pro-Ark Teiknistofu dags. 4. maí sl. og var samþykkt að vísa málinu í grenndarkynningu.

Framkvæmdin hefur nú verið grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var frestur til að gera athugasemdir við hana til 20. júlí sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Nr. 3
Málsnúmer: 202007856059
Heiti máls: Kambahraun 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og fyrir saunahúsi á lóð.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafar: Dörte Zenker kennitala 080277-4239 og Jens Zenker kennitala 240377-3069, Kambahrauni 3, 810 Hveragerði.

Hönnuður aðaluppdrátta: Ólafur Tage Bjarnason 1504823489

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn, dags. 30. júní 2020, um byggingarleyfi fyrir 10,7m2 viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni Kambahraun 3 ásamt breytingum á innra skipulagi þess. Einnig er sótt um leyfi fyrir 12,0m2 saunahúsi á lóðinni. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Ólafi Tage Bjarnasyni, Effort teiknistofu dags. 2. júlí 2020. Nýtingarhlutfall lóðar eftir breytingu verður 0,23.

Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Lóðin er skv. aðalskipulagi á íbúðarreit ÍB2, þar sem nýtingarhlutfall lóða má vera á bilinu 0,3-0,45. Að mati skipulagsfulltrúa fellur framkvæmdin val að yfirbragði byggðar og stefnumörkun í aðalskipulagi.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 4
Málsnúmer: 202007336060
Heiti máls: Laufskógar 21, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafar: Ásbjörn Hartmannsson kennitala 230554-5369 og Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, kennitala 280365-5489, Laufskógum 15, 810 Hveragerði.
Hönnuður aðaluppdrátta: Strendingur ehf.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Laufskógar 21, um byggingarleyfi fyrir nýju einnar hæðar, 123,0m2 íbúðarhúsi á lóðinni sbr. meðfylgjandi teikningar gerð af verkfræðiþjónustunni Strendingur ehf. Á lóðinni eru til staðar þrjú lítil íbúðarhús samtals 96,2m2 að flatarmáli. Flatarmál lóðar er 1.250m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,18. Lóðin er í aðalskipulagi á íbúðarreit ÍB6 en þar er heimilt að auka byggingarmagn núverandi lóða og skal þá leitast við að byggja á baklóðum en halda götumynd eins og kostur er. Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Að mati skipulagsfulltrúa fellur framkvæmdin vel að yfirbragði byggðar og stefnumörkun í aðalskipulagi.

Afgreiðsla máls:
Nefndin vekur athygli á að húsið er staðsett nokkuð nærri lóðarmörkum en leggur til við bæjarstjórn að málinu verði vísað í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 5
Málsnúmer: 202004426053
Heiti máls: Umsókn um lóð fyrir spennistöð, tillögur að staðsetningu.

Lýsing á máli:
Á 193. fundi nefndarinnar var lagt fram erindi frá Rarik ohf. dags. 30. apríl 2020, þar sem sótt var um lóð fyrir 10m2 spennistöð, helst sem næst Breiðumörk 3. Skipulagsfulltrúi benti þá á nokkra staði, sem geta komið til greina fyrir umædda spennistöð. Samþykkt var að fela skipulagsfulltrúa að gera tillögu að staðarvali í samráði við Rarik og Landform ehf.

Lagður fram uppdráttur gerður af landform ehf. dags. 18. ágúst 2020, sem sýnir 5 tillögur, A-E, að mögulegri staðsetningu spennistöðvar í miðbænum. Skipulagsfulltrúi upplýsti að hann hafi kynnt málið fyrir umráðanda lóðar þar sem spennistöð er staðsett í tillögu E.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leitað verði eftir samkomulagi við viðkomandi lóðarhafa um staðsetningu lóðar fyrir spennistöð skv. tillögu E.

 

Nr. 6
Málsnúmer: 202006276056
Heiti máls: Bláskógar 6, ósk um að skipta einbýlishúsalóð í þrjár einbýlishúsalóðir, niðurstaða grenndarkynningar.

Lýsing á máli:
Á 194. fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga gerð af AOK arkitektum, fyrir hönd lóðarhafa, dags. 28. maí 2020, um að skipta lóðinni Bláskógar 6 í þrjár lóðir, annars vegar lóð fyrir núverandi íbúðarhús og hinsvegar tveimur nýjum lóðum sem fá heitin Bláskógar 6a og 6b. Á lóðinni Bláskógar 6a er gert ráð fyrir einnar einnar hæðar húsi en á lóðinni 6b er gert ráð fyrir tveggja hæða húsi. Nýtingarhlutfall lóðana verður 0,3. Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Lóðin er skv. aðalskipulagi á íbúðareit ÍB7 en þar er sagður möguleiki á þéttingu byggðar einkum á baklóðum. Að mati skipulagsfulltrúa fellur tillagan vel að yfirbragði byggðarinnar og stefnumörkun í aðalskipulagi og var samþykkt að vísa málinu í grenndarkynningu.

Tillagan hefur nú verið grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var frestur til að gera athugasemdir við hana til 20. júlí sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Nr. 7
Málsnúmer: 202008796062
Heiti máls: Langahraun 10-26, umsókn um breytingu á skilmálum mæli- og hæðarblaða.

Lýsing á máli:
Lagt fram bréf og tölvupóstur frá lóðarhöfum raðhúsalóða við Langahraun 10-14, 16-20 og 22-26, dags. 18. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir því gólfkóti allra íbúða á viðkomandi lóðum verði sá sami og taki mið af hæðarkóta miðíbúðar sbr. samþykkt mæli- og hæðarblöð. Að mati lóðarhafa eru aðstæður þannig að auðvelt verður að eyða halla að götu.

Afgreiðsla máls:
Að teknu tilliti til mikils landhalla á svæðinu, einkum á austur hluta þess, þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að erindunum verði hafnað.

 

Nr. 8
Málsnúmer: 202005436055
Heiti máls: Borgarheiði 18, umsókn um leyfi fyrir skjólgirðingu.

Lýsing á máli:
Á 194. fundi nefndarinnar var lagður fram tölvupóstur, dags. 11. maí 2020, frá lóðarhafa lóðarinnar Borgarheiði 18, þar sem hann óskaði eftir leyfi fyrir að reisa 1,8m háa skjólgirðingu á lóðarmörkum þar sem göngustígur liggur við lóðarmörk. Afgreiðslu málsins var frestað og byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að almennum reglum um girðingar og skjólveggi, sem lóðarhafar vilja reisa á lóðarnmörkum við götur, stíga og opin svæði.

Byggingarfulltrúi leggur til að á lóðarmörkum sem liggja að götum og göngustígum bæjarins verði leyfðar girðingar, allt að 1,0m háar og á lóðarmörkum við opin svæði verði leyfðir skjólveggir allt að 1,8m háir miðað við jarðvegsyfirborð. Að öðrum kosti skuli gilda ákvæði f. liðar 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 þar sem segir að lóðarhafi megi án leyfis, reisa allt að 1,8m háa girðingu/skjólvegg á lóð sinni sé hún ekki nær lóðarmörkum en sem nemur hæð hennar.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga byggingarfulltrúa verði samþykkt sem almenn regla um girðingar og skjólveggi. Erindinu verði því hafnað en umsækjanda bent á að honum sé heimilt að reisa skjólvegg eða girðingu á lóð sinni í samræmi ofangreinda tillögu byggingarfulltrúa.

 

Nr. 9
Málsnúmer: 202006706058
Heiti máls: Arnarheiði 11b, umsókn um leyfi fyrir skjólvegg.

Lýsing á máli:
Lagt fram bréf frá eiganda fasteignarinnar Arnarheiði 11b, dags. 23. júní 2020, þar sem óskað eftir leyfi fyrir að reisa 1,6m háan timburskjólvegg á lóðarmörkum við gangstétt.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað en umsækjanda bent á almennar reglur um girðingar og skjólveggi sbr. afgreiðslu nefndarinnar í máli nr. 7.

 

Getum við bætt efni síðunnar?