Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

193. fundur 05. maí 2020 kl. 17:00 - 17:54
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Snorri Þorvaldsson var fjarverandi.
Starfsmenn
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn er með farfundarfyrirkomulagi (MTM) og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnúmer: 201706165941
Heiti máls:
Heiðarbrún 43b, nýtt einbýlishús, niðurstaða grenndarkynningar.

Lýsing á máli:
Á 189. fundi nefndarinnar var, að undangenginni grenndarkynningu, samþykkt tillaga um að breyta leiksvæði á lóðinni Heiðarbrún 43b í einbýlishúsalóð. Jafnframt var samþykkt að grenndarkynna áformaðar framkvæmdir á lóðinni. Lóðinni hefur nú verið úthlutað, lóðarhafi hefur sótt um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni, sbr. meðfylgjandi grunn-, útlits- og afstöðumynd og framkvæmdin hefur verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 20. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarfulltrúa verði veitt heimild til að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Nr. 2
Málsnúmer: 201809205986
Heiti máls:
Friðarstaðareitur, deiliskipulag.

Lýsing á máli:
Á 190. fundi nefndarinnar var samþykkt að áfram yrði unnið að gerð deiliskipulags fyrir Friðarstaðareit í samræmi við tillögur 2 og 3 um verslunar- og þjónustulóðir norðan lóðarinnar Varmá 2 og íbúðarbyggð á Álfafellslóðunum.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögum Ask arkitekta og Landslags ehf. dags. 5. maí 2020.

Tillaga Ask arkitekta, sem merkt er tillaga 4, sýnir verslunar- og þjónustusvæði á Friðarstaðalóðinni sbr. tillögu 3 sem kynnt var á síðasta fundi nefndarinnar en breytt fyrirkomulag íbúðarbyggðar á Álfafellslóðunum. Næst Varmá 2 er gert ráð fyrir 2 einbýlishúsalóðum með sameiginlegri innkeyrslu en sunnan við þær er gerð tillaga um tvær lóðir með 5-6 tveggja hæða (hæð og ris) einbýlishúsum, á hvorri lóð með áherslu á vistvænan og sjálfbæran byggingarmáta. Eftir er að vinna með skipulag byggðra lóða á Friðarstaðareitnum.

Tillaga Landslags ehf. sýnir legu gönguleiðar meðfram bökkum Varmár, frá Lystigarðinum Fossflöt að Gufudalsvegi auk legu tengistíga og mögulega áningarstaða. Sýndar eru nokkrar útfærslur á gönguleiðinni. Áhersla er lögð á að gönguleiðin verði óslitin meðfram bökkum Varmár í samræmi við ákvæði gr. 5.3.2.14. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. og í því sambandi sýndur mögulegur frágangur á henni norðan við Hverhamar og Hverahvamm.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að áfram verði unnið að skipulagsgerðinni í samræmi við framlagðar tillögur og að skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar verði falið að ræða við lóðarhafa á svæðinu um stöðu skipulagsgerðarinnar og skipulagsáherslur þeirra.

Nr. 3
Málsnúmer: 201909756027
Heiti máls:
Ás - Grundarsvæði, tillaga að nýju deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa.

Lýsing á máli:
Á 191. fundi nefndarinnar var til umræðu tillaga að deiliskipulagi Ás- Grundarsvæðis gerð af Landform ehf. dags. 26. febrúar 2020. Nefndin lagði þá til við bæjarstjórn að hún yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var það samþykkt í bæjarstjórn þann 12. mars sl.

Tillagan var auglýst frá 23. mars sl. til 4. maí sl. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 5. maí sl. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirlitinu dags. 20. mars sl., Vegagerðinni dags. 2. apríl sl., Minjastofnun dags. 16. apríl sl. og Skipulagsstofnun dags. 16. apríl sl.
Gísli Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum að heiti hennar verði ,,Deiliskipulag fyrir Ás- og Grundarsvæði í Hveragerði" og að í skipulags- og í byggingarskilmálum fyrir reitina SÞ1 og SÞ2 verði felld út ákvæði um efnisval og þakform húsa.

Nr. 4
Málsnúmer. 202002296044
Heiti máls:
Bláskógar 4, skipting einbýlishúsalóðar í tvær lóðir, niðurstaða grenndarkynningar.

Lýsing á máli:
Á 191. fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga gerð af Landform ehf. um að skipta lóðinni Bláskógar 4 í tvær lóðir, annars vegar í lóð fyrir núverandi íbúðarhús og hinsvegar í nýja lóð, Bláskógar 4a, fyrir nýtt einnar hæðar parhús. Nýtingarhlutfall beggja lóða verður 0,3. Gert er ráð fyrir að Hveragerðisbær leggi 21m langa og 5m breiða botnlangagötu að nýju lóðinni.

Bílskúr á lóðinni Bláskógar 4 er sambyggður við bílskúr í eigu lóðarhafa lóðarinnar Bláskógar 2. Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að bílskúrinn á lóðinni Bláskógar 4 verði rifinn. Að mati skipulagsfulltrúa fellur tillagan vel að yfirbragði byggðarinnar og stefnumörkun í aðalskipulagi. Lóðin er skv. aðalskipulagi á íbúðareit ÍB7 en þar er sagður möguleiki á þéttingu byggðar einkum á baklóðum. Nefndin samþykkti að grenndarkynna tillöguna en benti á að ekki verði hægt að samþykkja byggingaráform á lóðinni Bláskógar 4a nema fyrir liggi samkomulag milli aðila um niðurrif á ofangreindum bílskúr.

Tillagan hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 20. apríl sl. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsfulltrúi lagði fram samkomulag milli lóðarhafa Bláskóga 2 og 4 um niðurrif á bílskúr á lóðinni Bláskógum 4 og frágang á bílskúr að Bláskógum 2 dags. 4. maí sl.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipting lóðarinnar Bláskóga 4 í tvær lóðir sbr. tillögu Landform ehf. verði samþykkt.

Nr. 5
Málsnúmer: 202004426053
Heiti máls:
Umsókn um lóð fyrir spennistöð.

Lýsing á máli:
Lagt fram erindi frá Rarik ohf. dags. 30. apríl 2020, þar sem sótt er um u.þ.b. 50 m2 lóð fyrir 10m2 spennistöð, helst sem næst Breiðumörk 3. Meðfylgjandi er mynd af notendasvæði umræddrar spennistöðvar og uppdráttur af fyrirhugaðri spennistöð. Skipulagsfulltrúi benti á nokkra staði, sem geta komið til greina fyrir umædda spennistöð.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gera tillögu að staðarvali í samráði við Rarik og Landform ehf. og leggja hana fram á næsta fundi nefndarinnar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?