Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

191. fundur 03. mars 2020 kl. 17:00 - 18:38 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Snorri Þorvaldsson
  • Kristján Björnsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi:

Nr. 1
Málsnúmer. 201906296017
Hreinsistöð, breyting á deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa.
Á 190. fundi nefndarinnar var gert grein fyrir framkomnum athugasemdum sem þá lágu fyrir og breytingum sem gerðar höfðu verið á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við framkomnar athugasemdir. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir ósk frá minjaverði Suðurlands um aukinn frest til að skila inn athugasemdum við breytingartillöguna og var samþykkt að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Lögð fram umsögn frá minjaverði Suðurlands dags. 12. febrúar sl. þar sem hann gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna en bendir á að á svæðinu séu samtals 9 minjastaðir og leggur hann til að minjar verði afgirtar a.m.k. á meðan á framkvæmdum á svæðinu stendur og er hann tilbúinn að vera innan handar við girðingarvinnuna.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.

Nr. 2
Málsnúmer. 201909756027
Ás-/Grundarsvæði, deiliskipulag.
Á 190. fundi nefndarinnar voru framkomnar umsagnir um lýsingu á deiliskipulagi svæðisins til umfjöllunar og auk þess var þá gerð grein fyrir umræðum um málið á íbúðarfundi dags. 8. janúar sl. Samþykkt var að áfram yrðu unnið að gerð deiliskipulagsins á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagslýsingar.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi svæðisins ásamt húsaskýrslu, gerðri af Landform ehf. dags. 26. febrúar 2020.

Gísli Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim lagfæringum á greinargerð sem ræddar voru á fundinum.

Nr. 3
Málsnúmer. 201910406032
Hraunbæjarland, ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi, niðurstaða grenndarkynningar.
Á 188. fundi nefndarinnar var lagður fram undirskriftarlisti frá 19 lóðarhöfum raðhúsalóða við Hraunbæ 1-41, dags. 7. október 2019, þar sem farið er fram á að byggingarreitir á lóðunum verði stækkaðir um 5 m til suðurs. Einnig var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjarlands, gerð af Landform ehf. dags. 14.10.2019, sem felur í sér umbeðna stækkun á byggingarreit en með breytingunni opnast möguleiki á því að byggja á baklóðum viðkomandi húsa t.d. sólstofur. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að breytingin yrði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin hefur nú verði grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 20. desember 2019. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.


Nr. 4
Málsnúmer. 202002296044
Bláskógar 4, skipting einbýlishúsalóðar í tvær lóðir.
Lögð fram tillaga gerð af Landform ehf., fyrir hönd lóðarhafa lóðarinnar Bláskóga 4, dags. 19. febrúar 2020, um að skipta lóðinni í tvær lóðir, annars vegar lóð fyrir núverandi íbúðarhús og hinsvegar nýrri lóð fyrir einnar hæðar parhús á baklóð sem fái heitið Bláskógar 4a. Nýtingarhlutfall beggja lóða verður 0,3. Gert er ráð fyrir að Hveragerðisbær leggi 21m langa og 5m breiða botnlangagötu að nýju lóðinni.

Bílskúr á lóðinni Bláskógar 4 er sambyggður við bílskúr í eigu lóðarhafa lóðarinnar Bláskógar 2. Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að bílskúrinn á lóðinni Bláskógar 4 verði rifinn og nýr útveggur verði byggður á lóðarmörkum, sem mun tilheyra lóðarhafa að Bláskógum 2. Skipulagsfulltrúi bendir á að sækja þurfi um byggingarleyfi fyrir báðum þessum framkvæmdum

Að mati skipulagsfulltrúa fellur tillagan vel að yfirbragði byggðarinnar og stefnumörkun í aðalskipulagi. Lóðin er skv. aðalskipulagi á íbúðareit ÍB7 en þar er sagður möguleiki á þéttingu byggðar einkum á baklóðum.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið verði grenndarkynnt en bendir á að ef samþykkt verði að skipta upp lóðinni eins og óskað er eftir þá er að mati nefndarinnar ekki hægt að samþykkja byggingaráform á lóðinni Bláskógar 4a nema fyrir liggi samkomulag milli aðila um hvernig staðið verði að umræddum bílskúrsframkvæmdum.


Nr. 5
Málsnúmer. 202003216048
Hverasvæði, lóð fyrir spennistöð.
Lagður fram tölvupóstur frá Rarik, dags. 3. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja spennistöð á Hverasvæðinu við norðausturhorn lóðar Veitna ohf við Bláskóga 10-12, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd og lóðarblað. Spennistöðin mun þjóna varmaskiptastöð við Bláskóga og borholudælu í holu HS-08.

Skv. 3.16 kafla greinargerðar aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2017-2029 er heimilt að setja upp spennistöðvar allt að 25m2 í byggð án þess að það kalli á sérstaka landnotkun um það í aðalskipulagi.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjastjórn að erindið verði samþykkt.


Nr. 6
Málsnúmer. 20200286045
Sundlaugin í Laugaskarði, breytingar á innra skipulagi.
Byggingarfulltrúi lagði fram og gerði grein fyrir uppdráttum vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru á innra skipulagi 1. hæðar sundlaugarhússins í Laugaskarði og fela í sér breytt innra skipulag á búnings-, sturtu- og þurrkklefum og snyrtingum. Jafnframt lagði byggingarfulltrúi fram uppdrátt af fyrirhugaðri breytingu á austurhluta 2. hæðar hússins, sem felur í sér innréttingu á þvottahúsi fyrir starfsemi sundlaugarinnar. Höfundur aðaluppdrátta af húsinu var Gísli Halldórsson arkitekt en breytingaruppdrættir eru gerðir af A arkitektar arkibúllan ehf.

Afgreiðsla
Málið lagt fram til kynningar.

Nr. 7
Málsnúmer. 202002126046
Grunnskólinn í Hveragerði, Skólamörk 2-6, ,,Stækkun áfangi 2". Byggingarfulltrúi lagði fram og gerði grein fyrir uppdráttum, dags. janúar 2020, af viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Um er að ræða 700m2 byggingu á tveimur hæðum, sem felur í sér 6 almennar kennslustofur ástamt snyrtingum, 4 sérkennslustofur, 2 fjölrými, anddyri og tengigang. Byggingarefni er steinsteypa. Höfundur aðaluppdrátta er dr. Maggi Jónsson arkitekt. Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag miðbæjarsvæðis.

Afgreiðsla
Málið lagt fram til kynningar.


Nr. 8
Málsnúmer. 202003726047
Bjarkarheiði 16, umsögn um breytta nýtingu húsnæðis.
Lagt fram erindi frá Elínu Ólafsdóttur, Bjarkarheiði 16, þar sem hún sækir um leyfi fyrir reka starfsemi í geymslu inn af bílskúr, sem felur í sér blöndun á ilmkjarna- og burðarolíum og áfyllingu á flöskur. Um er að ræða miðjuíbúð í raðhúsi og samþykki eigenda annarra íbúða í raðhúsinu er meðfylgjandi. Skv. meðfylgjandi umsókn mun einn maður starfa við framleiðsluna, engin aukin umferð mun skapast í kringum starfsemina, öll ytri umgjörð húss verður óbreytt, engin þörf verður á auknum bílastæðum, engar vélar eru notaðar, og enga lykt mun leggja frá húsnæðinu.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Getum við bætt efni síðunnar?