Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

176. fundur 04. september 2018 kl. 17:00 - 17:50 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Snorri Þorvaldsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
  • Halldór Ásgeirsson Brunavörnum Árnessýslu
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201804225965
Heiti máls Hlíðarhagi, tillaga að deiliskipulagi.

Lýsing
Á 175. fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga að lýsingu á deiliskipulagi Hlíðarhaga og samþykkt var leita eftir umsögn um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Það hefur nú verið gert með tölvupósti til umsagnaraðila, auglýsingum á heimasíðu bæjarins og í fréttablöðum og bréfum til nágranna. Umsagnir hafa borist frá Orkustofnun, dags. 20. ágúst sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar, frá Vegagerðinni dags. 22. ágúst sl. þar sem gerðar eru athugasemdir við afmörkun skipulags- og veghelgunarsvæðis og óskað eftir samvinnu við þá þætti er snúa að Vegagerðinni, frá Veðurstofu Íslands dags. 30. ágúst sl. þar sem bent er á jarðskjálftasprungu sem liggur um lóð Hlíðarhaga, óstöðugan bergmassa í Reykjafjalli, sem gæti hrunið hvenær sem er en muni þó líklega ekki skapa hættu á skipulagssvæðinu og ríkjandi vindáttir í Hveragerði, sem eru N, NNA og S en hvassviðrisáttir eru N, NNA og SA, frá Minjastofnun Íslands dags. 31. ágúst sl. þar sem m.a. er bent á tóft sem staðsett er norðan við núverandi íbúðarhús í Hlíðarhaga við svæði sem merkt er áninga- og dvalarsvæði en stofnunin telur við hæfi að tengja hana því svæði og frá Skipulagsstofnun dags. 31. ágúst sl. þar sem m.a. er bent er á að sýna þurfi veitulagnir frá miðlunartanki vatnsveitu, sýna göngu- og hjólastíga og hvort gert sé ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir bifreiðar. Þá verði áhrif fyrirhugaðrar byggðar á umhverfið metið og getið um áherslur í aðalskipulagi um að byggð falli vel að umhverfi sínu ,,vandað og fallegt yfirbragð byggðar er stór þáttur í umhverfisgæðum“.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hlíðarhaga gerð af Landhönnun slf, dags. 28. ágúst sl. Tillagan gerir ráð fyrir íbúðabyggð með blandaðri húsagerð par-, rað- og lítilla fjölbýlishúsa. Gert er ráð fyrir 25 íbúðum á reitnum auk núverandi íbúðarhúss og nýtingarhlutfalli lóða á bilinu 0,40 0,65. Öll hús eru 2ja hæða þar sem neðri hæðin fellur að hluta til inn í brekku. Gert er ráð fyrir leiksvæði og gróðurlundi á svæðinu.

Afgreiðsla Nefndin þakkar þeim sem sendu inn umsagnir um lýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að við lokagerð deiliskipulagstillögu verði tekið tillit til athugasemda, sem í þeim felast og að aðstæður við gamla borholu verði rannsakaðar betur og henni tryggilega lokað. Ekki er hægt að útiloka að niðurstöður rannsókna kalli á endurskoðun á byggingarreit eða nýtingu lóðar nr. 3. Nefndin gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.


Nr. 2
Málsnr. 201808355981
Heiti máls Endurskoðun aðalskipulags.

Lýsing
Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga skal bæjarstjórn, þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum, meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Ef niðurstaða bæjarstjórnar er að það þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. Niðurstaða bæjarstjórnar skal tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.

Aðalskipulag Hveragerðisbæjar var endurskoðað á síðasta kjörtímabili og öðlaðist það gildi 21. desember sl.

Afgreiðsla Að mati nefndarinnar er ekki tilefni til þess að ráðast nú í endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar og leggur því til við bæjarstjórn að það verði ekki gert að svo stöddu.


Nr. 3
Málsnr. 20180825982
Heiti máls Skipulagsdagurinn 2018.

Lýsing
Skipulagsdagurinn 2018, sem er árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um það sem efst er á baugi í skipulagsmálum hverju sinni, verður haldinn í Gamla bíói í Reykjavík þann 20. september nk. Þátttökugjald er 6.000,- kr. pr. mann. Allir sem starfa að skipulagsmálum eru hvattir til að mæta.

Afgreiðsla Lagt fram til kynningar.


Nr. 4
Málsnr. 201807595977
Heiti máls Frumskógar 18, mæli- og hæðarblað.

Lýsing
Um málið var fjallað á 175. fundi nefndarinnar og þá lagði hún til við bæjarstjórn að gert yrði mæli- og hæðarblað fyrir lóðina Frumskógar 18 í samræmi við lóðarblað Landform ehf. dags. 30. júlí sl.

Lagt fram minnisblað Um Jarðkönnun á lóðinni og mæli- og hæðarblað, gert af Eflu ehf. dags. 3. september sl. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Afgreiðsla Nefndin gerir ekki athugasemd við framlagt mæli- og hæðarblað.


Nr. 5
Málsnr. 201809935983
Heiti máls Dynskógar 2, bílastæði

Lýsing
Lagt fram erindi frá Ólafi Grétari Stefánssyni, dags. 3. september sl. þar sem hann óskar eftir leyfi fyrir þremur bílastæðum á lóðinni Dynskógum 2 auk aðkomu inn á lóðina til að auðvelda umhirðu, sbr. meðfylgjandi myndir. Ólafur óskar eftir því að kantsteinn verði lækkaður á viðkomandi stöðum.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að taka niður kantstein við bílastæði sem merkt er
3,81 m að breidd. Nefndin telur eðlilegt að lóðarhafi greiði kostnað við niðurtektina.

 

Getum við bætt efni síðunnar?