Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

177. fundur 15. október 2018 kl. 17:00 - 18:30 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Snorri Þorvaldsson
  • Kristján Björnsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun. 

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201804225965
Heiti máls Hlíðarhagi, tillaga að deiliskipulagi.

Lýsing
Á 177. fundi nefndarinnar var fjallað um umsagnir sem borist höfðu um lýsingu deiliskipulags Hlíðarhaga frá Orkustofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands, Minjastofnun Íslands og Skipulagsstofnun. Auk þeirra hafa nú borist umsagnir frá Umhverfisstofnun, dags. 10. september sl. þar sem bent er á mikilvægi þess að: trjáplöntur á skipulagssvæðinu muni ekki hafa áhrif á landslagsheild Hamarsins, að jarðfræðilegar aðstæður komi fram á uppdrætti og í greinargerð, að sýna ætti gangstétt sem fylgir Breiðumörk og að nýta mætti núverandi slóða inn á skipulagssvæðið til að forðast rask á gróðri og frá Róberti Péturssyni, arkitekt, dags. 18. september sl. þar sem fram koma athugasemdir um skjól, einkum fyrir norðan og N og NV lægum áttum, byggingarreiti, staðsetningu leiksvæðis, aðkomu að útivistarsvæði og um ruslageymslur. Allar umsagnir voru sendar skipulagshönnuði og hann beðinn um að taka tillit til þeirra við gerð deiliskipulagstillögu.


Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hlíðarhaga gerð af Landhönnun slf, dags. 10. október sl. Tillagan gerir ráð fyrir íbúðabyggð með blandaðri húsagerð par-, rað- og lítilla fjölbýlishúsa. Gert er ráð fyrir 25 íbúðum á reitnum auk núverandi íbúðarhúss og nýtingarhlutfalli lóða á bilinu 0,40 0,45. Öll hús eru 2ja hæða þar sem neðri hæðin fellur að hluta til inn í brekku. Gert er ráð fyrir leiksvæði og gróðurlundi á svæðinu. Við gerð tillögunnar hefur verið tekið tillit til allflestra athugasemda sem bárust við lýsingu deiliskipulagsins. Hermann Ólafsson höfundur deiliskipulagstillögunnar, gerði grein fyrir henni.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi Hlíðarhaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim lagfæringum sem ræddar voru á fundinum.

Nr. 2
Málsnr. 201807585975
Heiti máls Fornleifakönnun og uppmæling minja í landi Vorsabæjar í Hveragerði.

Lýsing
Lögð fram lokaumsögn Minjastofnunar Íslands vegna framkvæmda á athafnasvæðinu Vorsabæ, dags. 26. september sl. Í umsögninni kemur m.a. fram að mikilvægt sé að vernda fornleifar utan núverandi athafnasvæðis ef til stækkunar þess kæmi. Jafnframt lögð fram umsögn Landform ehf. dags. 11. október sl. um lokaumsögn Minjastofnunar Íslands.

Afgreiðsla Lagt fram til kynningar.

Nr. 3
Málsnr. 201809205986
Heiti máls Friðarstaðareitur ,,VÞ2“, deiliskipulag.

Lýsing
Á fundi bæjarráðs þann 20. september sl. var lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 17. september sl. um skipulag Friðarstaða. Bæjarráð samþykkti að fela skipulags- og mannvirkjanefnd að fjalla um þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi gerð deiliskipulags og gera tillögu til næsta fundar bæjarstjórnar um hvernig fyrirkomulag verði viðhaft við gerð deiliskipulags á svæðinu.

Friðarstaðareitur er skv. aðalskipulagi svæði VÞ2, og afmarkast af Breiðumörk til vesturs og Varmá til austurs. Svæðið er um 5,6ha og nær til Hverhamars, Hverahvamms, Álfahvamms, Álfafells 1 og 2, Varmár 1 og 2 og Friðarstaða. Í gildi eru tvær deiliskipulagsáætlanir sem ná annarsvegar til Hverhamars og Hverahvamms og hinsvegar til Friðarstaða.

Skv. aðalskipulagi er á svæðinu gert ráð fyrir blandaðri byggð. Áfram er heimild til reksturs garðyrkjustöðva en einnig er þar gert ráð fyrir hreinlegri atvinnustarfsemi og verslun og þjónustu við ferðamenn. Heimilt er að reisa íbúðir, allt að 30% af heildar byggingarmagni. Í deiliskipulagi skal tekið tillit til nálægðar við Varmá og hverfisverndar meðfram ánni. Hús á svæðinu skulu vera á bilinu 1-2 hæðir og áhersla lögð á að þau falli vel að landi. Hámarksbyggingarmagn er 19.500m² og nýtingarhlutfall lóða má vera allt að 0,5. Ef frá eru talin víkjandi hús á svæðinu, þá er núverandi byggingarmagn þar um 1.200m2, þar af er núverandi íbúðarhúsnæði samtals um 500m2.

Að mati skipulagsfulltrúa er eðlilegt að gert verði nýtt deiliskipulag sem taki til alls VÞ2 svæðisins og jafnframt til opinna aðliggjandi svæða s.s. til Grýlusvæðisins. Samhliða gildistöku þess verði eldri deiliskipulagsáætlanir á svæðinu felldar úr gildi.

Skipulagsfulltrúi leggur til að honum verði falin, í samvinnu við byggingarfulltrúa, gerð lýsingar á fyrirhuguðu deiliskipulagi sem feli jafnframt í sér nokkra valkosti um fyrirkomulag byggðar. Skipulags- og mannvirkjanefnd muni svo fjalla um lýsinguna á fundi sínum í desember nk. og gera þá tillögu til bæjarstjórnar um framhald deiliskipulagsvinnunnar.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind tillaga skipulagsfulltrúa verði samþykkt.


Nr. 4
Málsnr. 201807335978
Heiti máls Klettahlíð 7, viðbygging, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Bílskúr
Eigandi Guðjón Þór Jónsson 1010724959 Klettahlíð 7 810 Hveragerði Stærðir 0.0 m2 0.0 m3
Hönnuður Aðalsteinn V Júlíusson

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Þór Jónssyni, dags. 25. júlí 2018 þar sem hann sækir um leyfi til að byggja bílskúr við húseign sína í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti gerða af Aðalsteini Viðari Júlíussyni. Lóðin Klettahlíð 7 er í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Málið var á dagskrá 177. fundar nefndarinnar og var vísað í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd var til 20. september. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind byggingaráform verði samþykkt.

Nr. 5
Málsnr. 20180385963
Heiti máls Varmahlíð 12, umsókn um stækkun lóðar.

Lýsing
Lagt fram bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð 12, dags. 14. mars. sl. þar sem hann sækir um stækkun lóðar sinnar til vesturs inn á lóðina Frumskógar 18. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að ákvörðun um breytt lóðarmörk yrði tekin samhliða gerð mæli- og hæðarblaðs (lóðarblaðs) fyrir lóðina Frumskógar 18.

Mæli og hæðarblaðið fyrir lóðina liggur nú fyrir en í ljós hefur komið að gufulögn Veitna ohf liggur rétt vestan við núverandi lóðarmörk lóðarinnar Varmahlíð 12. Færa þarf því lögnina út fyrir ný lóðarmörk áður en lóðin verður stækkuð.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindi lóðarhafa um stækkun lóðarinnar sbr. fyrirliggjandi mæliog hæðarblað, verði samþykkt. Nefndin telur eðlilegt að viðkomandi lóðarhafi beri kostnað af færslu gufulagnarinnar.


Nr. 6
Málsnr. 201810205987
Heiti máls Heiðarbrún 52, umsókn um stækkun lóðar.

Lýsing
Á fundi bæjarráðs þann 6. september sl. var erindi frá Kristrúnu Heiðu Busk, Heiðarbrún 52, dags. 17. ágúst sl., um stækkun lóðar hennar sem nemur grasbletti á milli lóðarinnar og göngustígs, vísað til skipulagsog mannvirkjanefndar.

Skipulagsfulltrúi upplýsti að í gildi er deiliskipulag, sem nær til lóðanna Heiðarbrún 32-64. Stækkun lóðarinnar kallar á breytingu á því deiliskipulagi sem telja verður verulega og skal málsmeðferð þá vera í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerð breyting á gildandi deiliskipulagi og erindinu verði því hafnað. Nefndin telur eðlilegt að umræddu grasvæði verði viðhaldið með eðlilegum hætti.


Nr. 7
Málsnr. 201810865988
Heiti máls Breiðamörk 1d, breyting á flettiskilti.

Lýsing
Á fundi bæjarráðs þann 5. júlí sl. var ódagsett erindi frá Knattspyrnudeild Hamars, um leyfi til að breyta flettiskilti á lóðinni Breiðumörk 1D í tölvustýrt LED skilti, vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar. Í bréfi Hamars eru nánari upplýsingar um LED skilti, ljósmagn og kvartanir og um umferðaröryggi. Skipulagsfulltrúi upplýsti að skiltið sé staðsett á mörkum helgunarsvæðis Vegagerðarinnar og telur hann því að leita þurfi eftir leyfi hennar fyrir breytingunni.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn Vegagerðarinnar og ljósstyrkur verði hófstilltur.

Nr. 8
Málsnr. 20180965984
Heiti máls Breiðamörk 25, viðbygging.

Lýsing
Lagt fram erindi dags. 18. september 2018, frá lóðarhafa lóðarinnar Breiðumörk 25 þar sem óskað er eftir umfjöllun um það hvort unnt sé að veita leyfi fyrir viðbyggingu við vestur endann á Þinghússalnum. Með erindinu fylgir grunnmynd af fyrirhugaðri viðbyggingu og greinargerð.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir deiliskipulagi sem nær til umræddrar lóðar en skv. því er ekki heimild fyrir viðbyggingu við húsið. Verði deiliskipulaginu breytt til samræmis við óskir lóðarhafa þá skal málsmeðferð, að mati skipulagsfulltrúa, vera í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gamla þinghúsið og skyrgerðin nýtur sérstakrar hverfisverndar skv. aðalskipulagi. Hverfisverndin felur í sér að viðgerðir og breytingar á
húsinu skulu taka mið af upphaflegri stílgerð og efnisvali.

Afgreiðsla Að teknu tilliti bæði til gildandi deiliskipulags og sérstakrar hverfisverndar sem þinghúsið nýtur þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að viðbygging sú sem sýnd er á meðfylgjandi grunnmynd verði ekki leyfð.

Getum við bætt efni síðunnar?