Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

178. fundur 06. nóvember 2018 kl. 17:00 - 17:37 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Snorri Þorvaldsson
  • Eyþór H Ólafsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi
Nr. 1
Málsnr. 201809205986
Heiti máls Friðarstaðareitur ,,VÞ2“, deiliskipulag.

Lýsing
Málið var á dagskrá 177. fundar nefndarinnar þar sem lagt var til við bæjarstjórn að Skipulagsfulltrúa verði falið, í samvinnu við byggingarfulltrúa, gerð lýsingar á fyrirhuguðu deiliskipulagi sem feli jafnframt í sér nokkra valkosti um fyrirkomulag byggðar.

Á fundi bæjarstjórnar þann 17. október sl. var, með vísan í 102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, samþykkt að gefa íbúum Hveragerðisbæjar kost á að koma með hugmyndir og setja fram sjónarmið um skipulag á Friðarstaðarreit áður en farið verður að vinna lýsingu á fyrirhuguðu deiliskipulagi. Slíkt samráð geti verið í formi íbúafunda, íbúaþings, hugmyndasamkeppni eða á annan hátt. Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að fela skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfisnefnd ásamt skipulagsfulltrúa og umhverfisfulltrúa að undirbúa og sjá um samráðsferlið.

Afgreiðsla Nefndin er sammála tillögu bæjarstjórnar um form samráðsfundar með íbúum bæjarins og leggur til að skipulagsfulltrúi og umhverfisfulltrúi annist framkvæmd fundarins.

Nr. 2
Málsnr. 201810575989
Heiti máls Vorsabær, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi.

Lýsing
Á fundi bæjarstjórnar þann 17. október sl. var lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14. október sl. um breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ. Bæjarstjórn fól skipulags- og mannvirkjanefnd að setja deiliskipulagsferlið í gang og fylgja því síðan eftir. Í greinargerð aðalskipulags Hveragerðisbæjar er svæðið merkt AT2-Athafnasvæði Vorsabæ. Þar segir að heildarflatarmál þess sé 8,1ha. og ætlað fyrir garðyrkju, verkstæði, iðngarða og aðra almenna atvinnustarfsemi. Hámarks byggingarmagn er 19 þúsund fermetrar og nýtingarhlutfall lóða 0,6. Í gildi er deiliskipulag sem nær til 5,6ha af svæðinu.

Skipulagsfulltrúi lagði fram drög að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ dags. 26. október 2018.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Landform ehf. verði falin gerð tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsdrög. Gerð verði lýsing á verkefninu sbr. 40. gr. og málsmeðferð verði skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur ennfremur til við bæjarstjórn að nýr vegur sem mun liggja frá veginum Vorsabæ að fiskeldisstöðinni að Öxnalæk fái heitið Öxnalækur.

Nr. 3
Málsnr. 20180965984
Heiti máls Breiðamörk 25, viðbygging.

Lýsing
Málið var á dagskrá 177. fundar nefndarinnar, þar sem fjallað var um erindi lóðarhafa lóðarinnar Breiðumörk 25 um hvort unnt sé að veita leyfi fyrir viðbyggingu við vestur endann á Þinghússalnum. Með erindinu fylgdi grunnmynd af fyrirhugaðri viðbyggingu og greinargerð.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir útlitsteikningum sem lóðarhafi kynnti á fundi bæjarráðs 25. október sl. og upplýsti að hann hafi sent þær, ásamt grunnmynd, til umsagnar Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi hefur einnig sent þær til lóðarhafa lóðarinnar Breiðamörk 25a og óskað eftir fundi með þeim um málið.

Afgreiðsla Lagt fram til kynningar. Nefndin mun taka málið fyrir aftur þegar umögn Minjastofnunar og niðurstaða fundar með lóðarhöfum Breiðumerkur 25a liggur fyrir.

Getum við bætt efni síðunnar?